Snyrtivörur frá Suður-Kóreu taka yfir heiminn Ritstjórn skrifar 23. nóvember 2016 09:00 Förðunartrendin frá Kóreu eru orðin vinsæl út um allan heim. Mynd/Getty K-Beauty eða kóreskar snyrtivörur eru án efa eitt stærsta trendið í förðunarheiminum í dag. Fólk í hinum vestræna heimi keppist um að næla sér í vörur frá suður-kóreskum snyrtivöruframleiðendum. Evrópsk snyrtuvörufyrirtæki eru meira að segja farin að apa eftir vinsælum förðunarvörum frá Suður-Kóreu. Opening Ceremony tilkynnti einnig í dag að þau ætli að opna sér deild í búðinni sinni í New York sem verður tileinkuð snyrtivörunum. Ástæðan fyrir því að K-Beauty er orðið svona vinsælt er að húðumhirða kvenna í Suður-Kóreu er töluvert íterlegri en við erum vön og því er talið að húðvörurnar þeirra séu lengra komnar en í vestræna heiminum. Vörurnar koma oft einnig í skemmtilegum umbúðum og það eru til margar áhugaverðar lausnir þegar það kemur að förðunarvörum frá þeim. Hér fyrir neðan eru dæmi um týpur af snyrtivörum sem eru afar vinsælar í Suður-Kóreu:Farði í svampformi - Þetta er eitthvað sem kom upprunalega frá Kóreu og er til þess gert að það sé auðveldara og fljótlegra að setja farðann á sig. Lancome er nú þegar komið með sína eigin útgáfu af svampfarða. Húðhreinsivörur eru dauðans alvara - Sagt er að það sé engin kona í Suður-Kóreu sem fer að sofa með farðann á sér. Húðhreinsun skiptir öllu máli þegar að það kemur að heilbrigðri húð.Svokallað ´Essence´undirkrem er aðal leyndarmálið - Þetta er tegund af kremi sem að sett til þess að gefa húðinni léttan raka.... áður en rakakremið er sett á. Þetta er gert til að fá húðina til að vera stinna og góða út daginn.Pappírsmaskar gera mikið - Pappírsmaskar eru nú orðnir vinsælir út um allan heim en það trend kom upprunalega frá Suður-Kóreu. Maskarnir eru rakagefandi og gefa ferskan ljóma. Hægt er að fá svoleiðis maska frá Garnier. Hvolpa eyeliner í staðin fyrir kisu - Við erum vön því að setja smá væng á endann á eyelinernum okkar eins og á kisum. Í Suður-Kóreu setja þær oddinn niður og gera svokallað "puppy eyeliner" en það er heitasta förðunartrendið í Kóreu í dag. Mest lesið Tvær fléttur eru betri en ein Glamour Emma Stone, Natalie Portman og fleiri stórleikkonur á forsíðu Vanity Fair Glamour ,,Ég elska svart nælon þessa dagana." Glamour Best klæddu konur vikunnar Glamour Sarah Jessica Parker snýr aftur á skjáinn Glamour Næsta Lisbeth Salander? Glamour Met Gala 2017: Bleik augu og silfurskalli Glamour Farðu í stuttermabol undir sumarkjólinn Glamour Björk í kjól eftir Hildi Yeoman Glamour Smekkleg Tilda Swinton Glamour
K-Beauty eða kóreskar snyrtivörur eru án efa eitt stærsta trendið í förðunarheiminum í dag. Fólk í hinum vestræna heimi keppist um að næla sér í vörur frá suður-kóreskum snyrtivöruframleiðendum. Evrópsk snyrtuvörufyrirtæki eru meira að segja farin að apa eftir vinsælum förðunarvörum frá Suður-Kóreu. Opening Ceremony tilkynnti einnig í dag að þau ætli að opna sér deild í búðinni sinni í New York sem verður tileinkuð snyrtivörunum. Ástæðan fyrir því að K-Beauty er orðið svona vinsælt er að húðumhirða kvenna í Suður-Kóreu er töluvert íterlegri en við erum vön og því er talið að húðvörurnar þeirra séu lengra komnar en í vestræna heiminum. Vörurnar koma oft einnig í skemmtilegum umbúðum og það eru til margar áhugaverðar lausnir þegar það kemur að förðunarvörum frá þeim. Hér fyrir neðan eru dæmi um týpur af snyrtivörum sem eru afar vinsælar í Suður-Kóreu:Farði í svampformi - Þetta er eitthvað sem kom upprunalega frá Kóreu og er til þess gert að það sé auðveldara og fljótlegra að setja farðann á sig. Lancome er nú þegar komið með sína eigin útgáfu af svampfarða. Húðhreinsivörur eru dauðans alvara - Sagt er að það sé engin kona í Suður-Kóreu sem fer að sofa með farðann á sér. Húðhreinsun skiptir öllu máli þegar að það kemur að heilbrigðri húð.Svokallað ´Essence´undirkrem er aðal leyndarmálið - Þetta er tegund af kremi sem að sett til þess að gefa húðinni léttan raka.... áður en rakakremið er sett á. Þetta er gert til að fá húðina til að vera stinna og góða út daginn.Pappírsmaskar gera mikið - Pappírsmaskar eru nú orðnir vinsælir út um allan heim en það trend kom upprunalega frá Suður-Kóreu. Maskarnir eru rakagefandi og gefa ferskan ljóma. Hægt er að fá svoleiðis maska frá Garnier. Hvolpa eyeliner í staðin fyrir kisu - Við erum vön því að setja smá væng á endann á eyelinernum okkar eins og á kisum. Í Suður-Kóreu setja þær oddinn niður og gera svokallað "puppy eyeliner" en það er heitasta förðunartrendið í Kóreu í dag.
Mest lesið Tvær fléttur eru betri en ein Glamour Emma Stone, Natalie Portman og fleiri stórleikkonur á forsíðu Vanity Fair Glamour ,,Ég elska svart nælon þessa dagana." Glamour Best klæddu konur vikunnar Glamour Sarah Jessica Parker snýr aftur á skjáinn Glamour Næsta Lisbeth Salander? Glamour Met Gala 2017: Bleik augu og silfurskalli Glamour Farðu í stuttermabol undir sumarkjólinn Glamour Björk í kjól eftir Hildi Yeoman Glamour Smekkleg Tilda Swinton Glamour