Íslenska Evrópuævintýrið ekki nóg til að fá tilnefningu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2016 10:00 Ragnar Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson í sigrinum á Englendingum. Vísir/Getty Joe Allen, miðjumaður Stoke City, er einn þeirra sem koma til greina í úrvalslið UEFA fyrir árið 2016. Enginn Íslendingur er aftur á móti á 40 manna listanum. Íslenska fótboltalandsliðið var spútnikliðið á EM í Frakklandi síðasta sumar ásamt landsliði Wales. Ísland komst í átta liða úrslit á sínu fyrsta stórmóti hjá karlalandsliðum og Wales fór í undanúrslit á fyrsta stórmóti sínu frá HM 1958. Velsku landsliðsmennirnir Joe Allen, Aaron Ramsey og Gareth Bale eru allir tilnefndir en hvergi má sjá nafn Gylfa Þórs Sigurðsson, Ragnars Sigurðssonar eða Kára Árnasonar. Íslensku landsliðsmennirnir fóru þetta mikið á liðsheildinni og það má líta á þessar tilnefningar sem enn frekari sönnun þess. Íslensku strákarnir eru heldur ekki að spila með bestu liðunum í bestu deildunum og það hjálpar heldur ekki til. Málið er bara að ef það var einhvern tímann von um að sjá íslenskan leikmann koma til greina í lið ársins hjá UEFA þá var það núna. Allen og Ramsey eru tveir af tólf leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar sem komast á þennan 40 manna lista og besta deildin í Evrópu er því ekki að skila alltof mörgum mönnum inn. Hinir eru Riyad Mahrez, N'Golo Kante, Toby Alderweireld, Laurent Koscielny, Paul Pogba, Kevin de Bruyne, Dimitri Payet, Sergio Aguero, Alexis Sanchez og Zlatan Ibrahimovic. Evrópumeistarar Real Madrid eiga flesta menn á listanum eða alls átta leikmenn. Þeir eru Keylor Navas, Sergio Ramos, Dani Carvajal, Pepe, Luka Modric, Toni Kroos, Gareth Bale og Cristiano Ronaldo. Barcelona er með fimm leikmenn eða þá Lionel Messi, Luis Suarez, Neymar, Andres Iniesta og Gerard Pique. Real Madrid og Barcelona eiga þar með fleiri leikmenn sem koma til greina í lið ársins hjá UEFA heldur en öll ensku úrvalsdeildarliðin til samans.Tilnefningar fyrir lið ársins 2016 hjá UEFA:Markmenn: Gianluigi Buffon (Juventus), Keylor Navas (Real Madrid), Jan Oblak (Atletico Madrid) Rui Patricio (Sporting Lisbon).Varnarmenn: Toby Alderweireld (Tottenham Hostspur) Jerome Boateng (Bayern Munich), Leonardo Bonnuci (Juventus), Dani Carvajal (Real Madrid), Diego Godin (Atletico Madrid), Raphael Guerreiro (Borussia Dortmund), Juanfran (Atletico Madrid), Joshua Kimmich (Bayern Munich), Laurent Koscielny (Arsenal), Pepe (Real Madrid), Gerard Pique (Barcelona), Sergio Ramos (Real Madrid).Miðjumenn: Joe Allen (Stoke), Kevin De Bruyne (Man City), Yannick Carrasco (Atletico Madrid), Andres Iniesta (Barcelona), N'Golo Kante (Chelsea), Toni Kroos (Real Madrid), Grzegorz Krychowiak (PSG), Riyad Mahrez (Leicester), Luka Modric (Real Madrid), Dimitri Payet (West Ham), Paul Pogba (Man Utd), Aaron Ramsey (Arsenal).Sóknarmenn: Sergio Aguero (Man City), Pierre-Emerick Aubameyang (Borussia Dortmund), Gareth Bale (Real Madrid), Antoine Griezmann (Atletico Madrid), Gonzalo Higuain (Juventus), Zlatan Ibrahimovic (Man Utd), Robert Lewandowski (Bayern Munich), Lionel Messi (Barcelona), Neymar (Barcelona), Cristiano Ronaldo (Real Madrid), Alexis Sanchez (Arsenal), Luis Suarez (Barcelona). EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Sjá meira
Joe Allen, miðjumaður Stoke City, er einn þeirra sem koma til greina í úrvalslið UEFA fyrir árið 2016. Enginn Íslendingur er aftur á móti á 40 manna listanum. Íslenska fótboltalandsliðið var spútnikliðið á EM í Frakklandi síðasta sumar ásamt landsliði Wales. Ísland komst í átta liða úrslit á sínu fyrsta stórmóti hjá karlalandsliðum og Wales fór í undanúrslit á fyrsta stórmóti sínu frá HM 1958. Velsku landsliðsmennirnir Joe Allen, Aaron Ramsey og Gareth Bale eru allir tilnefndir en hvergi má sjá nafn Gylfa Þórs Sigurðsson, Ragnars Sigurðssonar eða Kára Árnasonar. Íslensku landsliðsmennirnir fóru þetta mikið á liðsheildinni og það má líta á þessar tilnefningar sem enn frekari sönnun þess. Íslensku strákarnir eru heldur ekki að spila með bestu liðunum í bestu deildunum og það hjálpar heldur ekki til. Málið er bara að ef það var einhvern tímann von um að sjá íslenskan leikmann koma til greina í lið ársins hjá UEFA þá var það núna. Allen og Ramsey eru tveir af tólf leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar sem komast á þennan 40 manna lista og besta deildin í Evrópu er því ekki að skila alltof mörgum mönnum inn. Hinir eru Riyad Mahrez, N'Golo Kante, Toby Alderweireld, Laurent Koscielny, Paul Pogba, Kevin de Bruyne, Dimitri Payet, Sergio Aguero, Alexis Sanchez og Zlatan Ibrahimovic. Evrópumeistarar Real Madrid eiga flesta menn á listanum eða alls átta leikmenn. Þeir eru Keylor Navas, Sergio Ramos, Dani Carvajal, Pepe, Luka Modric, Toni Kroos, Gareth Bale og Cristiano Ronaldo. Barcelona er með fimm leikmenn eða þá Lionel Messi, Luis Suarez, Neymar, Andres Iniesta og Gerard Pique. Real Madrid og Barcelona eiga þar með fleiri leikmenn sem koma til greina í lið ársins hjá UEFA heldur en öll ensku úrvalsdeildarliðin til samans.Tilnefningar fyrir lið ársins 2016 hjá UEFA:Markmenn: Gianluigi Buffon (Juventus), Keylor Navas (Real Madrid), Jan Oblak (Atletico Madrid) Rui Patricio (Sporting Lisbon).Varnarmenn: Toby Alderweireld (Tottenham Hostspur) Jerome Boateng (Bayern Munich), Leonardo Bonnuci (Juventus), Dani Carvajal (Real Madrid), Diego Godin (Atletico Madrid), Raphael Guerreiro (Borussia Dortmund), Juanfran (Atletico Madrid), Joshua Kimmich (Bayern Munich), Laurent Koscielny (Arsenal), Pepe (Real Madrid), Gerard Pique (Barcelona), Sergio Ramos (Real Madrid).Miðjumenn: Joe Allen (Stoke), Kevin De Bruyne (Man City), Yannick Carrasco (Atletico Madrid), Andres Iniesta (Barcelona), N'Golo Kante (Chelsea), Toni Kroos (Real Madrid), Grzegorz Krychowiak (PSG), Riyad Mahrez (Leicester), Luka Modric (Real Madrid), Dimitri Payet (West Ham), Paul Pogba (Man Utd), Aaron Ramsey (Arsenal).Sóknarmenn: Sergio Aguero (Man City), Pierre-Emerick Aubameyang (Borussia Dortmund), Gareth Bale (Real Madrid), Antoine Griezmann (Atletico Madrid), Gonzalo Higuain (Juventus), Zlatan Ibrahimovic (Man Utd), Robert Lewandowski (Bayern Munich), Lionel Messi (Barcelona), Neymar (Barcelona), Cristiano Ronaldo (Real Madrid), Alexis Sanchez (Arsenal), Luis Suarez (Barcelona).
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Sjá meira