Samkvæmt BBC hafa minnst 34 borgarar fallið í loftárásum og vegna skota stórskotaliðs í dag.

Talið er að minnst 25 þúsund manns hafa flúið frá yfirráðasvæði uppreisnarmanna á síðustu dögum. Undanfarnar vikur hafa fjölmargar loftárásir verið gerðar á svæðinu og búa almennir borgarar við mjög svo erfiðar aðstæður. Talið er að um 90 þúsund manns haldi nú til á svæðinu.
Borgarar hafa einnig fallið á yfirráðasvæði ríkisstjórnarinnar þar sem uppreisnarmenn hafa meðal annars skotið eldflaugum þangað.
Rússneski herinn hefur gefið út að þeir séu tilbúnir til að fylgja bílalestum góðgerðasamtaka inn á svæðið sem stjórnarherinn hefur tekið, en SÞ hafa ekki svarað.