Einar Árni: Erum í fallbaráttu Ingvi Þór Sæmundsson í Icelandic Glacial höllinni skrifar 9. desember 2016 21:40 Einar Árni og strákarnir hans hafa tapað fimm leikjum í röð. vísir/anton Það var þungt hljóðið í Einari Árna Jóhannsyni, þjálfara Þórs Þ., eftir tapið fyrir Skallagrími í kvöld. Þetta var fimmta tap Þórsara í röð og Einar Árni segir að þeir séu komnir í fallbaráttu. „Þetta eru mikil vonbrigði. Þetta er framhald frá síðustu vikum,“ sagði Einar Árni sem var ekki nógu sáttur með spilamennsku sinna manna í kvöld. „Það var einhvern veginn meiri kraftur í þeim. Mér fannst við gera vel í koma til baka og vorum fjórum stigum yfir þegar tvær mínútur voru eftir. En við gerum fullt af mistökum og tökum þriggja stiga skot þegar við áttum að fara á körfuna.“ Sóknarleikur Þórs var slakur í kvöld en til marks um það skoraði liðið aðeins eina þriggja stiga körfu og gaf aðeins fimm stoðsendingar í öllum leiknum. „Sóknarleikur og höfuðið á okkur er það sem við þurfum að hugsa mest um fyrir næsta leik. Þeir skoruðu 76 stig og á okkar heimavelli á það að duga,“ sagði Einar Árni. Þjálfarinn segir að Þórsarar verði núna að horfast í augu við stöðuna, að þeir eru í fallbaráttu. „Þetta er bara staðan, við erum ekki betri en þetta í dag. Við erum bara í fallbaráttu, þótt hún sé breið og mikil. Ef það hefur verið að plaga okkur að menn töluðu vel um okkur í upphafi, þá getum við hætt að bera það á öxlunum,“ sagði Einar Árni. „Eins og staðan er núna hefur enginn trú á okkur, enda erum við ekki að spila vel. Bikarleikurinn gegn Keflavík fær mann til að hugsa um Jekyll og Hyde. Við nálguðumst verkefnin á ólíkan hátt. Þar var mikil stemmning og við fengum mikið liðsframlag en hérna duttum við niður á plan sem við höfum oft sýnt á undanförnum vikum.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Skallagrímur 74-76 | Borgnesingar með mikilvægan sigur Skallagrímur vann tveggja stiga sigur, 74-76, á Þór í Þorlákshöfn í 10. umferð Domino's deildar karla í kvöld. 9. desember 2016 21:45 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Sjá meira
Það var þungt hljóðið í Einari Árna Jóhannsyni, þjálfara Þórs Þ., eftir tapið fyrir Skallagrími í kvöld. Þetta var fimmta tap Þórsara í röð og Einar Árni segir að þeir séu komnir í fallbaráttu. „Þetta eru mikil vonbrigði. Þetta er framhald frá síðustu vikum,“ sagði Einar Árni sem var ekki nógu sáttur með spilamennsku sinna manna í kvöld. „Það var einhvern veginn meiri kraftur í þeim. Mér fannst við gera vel í koma til baka og vorum fjórum stigum yfir þegar tvær mínútur voru eftir. En við gerum fullt af mistökum og tökum þriggja stiga skot þegar við áttum að fara á körfuna.“ Sóknarleikur Þórs var slakur í kvöld en til marks um það skoraði liðið aðeins eina þriggja stiga körfu og gaf aðeins fimm stoðsendingar í öllum leiknum. „Sóknarleikur og höfuðið á okkur er það sem við þurfum að hugsa mest um fyrir næsta leik. Þeir skoruðu 76 stig og á okkar heimavelli á það að duga,“ sagði Einar Árni. Þjálfarinn segir að Þórsarar verði núna að horfast í augu við stöðuna, að þeir eru í fallbaráttu. „Þetta er bara staðan, við erum ekki betri en þetta í dag. Við erum bara í fallbaráttu, þótt hún sé breið og mikil. Ef það hefur verið að plaga okkur að menn töluðu vel um okkur í upphafi, þá getum við hætt að bera það á öxlunum,“ sagði Einar Árni. „Eins og staðan er núna hefur enginn trú á okkur, enda erum við ekki að spila vel. Bikarleikurinn gegn Keflavík fær mann til að hugsa um Jekyll og Hyde. Við nálguðumst verkefnin á ólíkan hátt. Þar var mikil stemmning og við fengum mikið liðsframlag en hérna duttum við niður á plan sem við höfum oft sýnt á undanförnum vikum.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Skallagrímur 74-76 | Borgnesingar með mikilvægan sigur Skallagrímur vann tveggja stiga sigur, 74-76, á Þór í Þorlákshöfn í 10. umferð Domino's deildar karla í kvöld. 9. desember 2016 21:45 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Skallagrímur 74-76 | Borgnesingar með mikilvægan sigur Skallagrímur vann tveggja stiga sigur, 74-76, á Þór í Þorlákshöfn í 10. umferð Domino's deildar karla í kvöld. 9. desember 2016 21:45
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins