Maísbaun sem poppast út Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 8. desember 2016 11:00 Birna Karen Einarsdóttir fatahönnuður er með Birna Pop-up Shop á Eiðistorgi til 12. desember. Vísir/Stefán Sem stendur er ég að vinna að verkefninu „Birna Pop-up Shop“ sem gengur út á að hanna og selja vandaðar flíkur sem eru einstakar að því leyti að bæði efnin og flíkurnar eru framleidd í mjög takmörkuðu upplagi,“ segir Birna Karen Einarsdóttir fatahönnuður spurð út í pop-up verslunina sem hún er með á Eiðistorgi þessa dagana. Margir velta því eflaust fyrir sér hvað pop-up verslun sé, en um er að ræða milliliðalausa verslun, sem staðsett er hér í dag, farin á morgun og í tímabundnu húsnæði. „Ég hugsa nú bara alltaf um poppkorn þegar ég hugsa um pop-up, maísbaun sem poppast út,“ segir Birna létt í bragði og bætir við að verslunin verði opin til 12. desember alla virka daga og um helgar. Birna hefur verið búsett í Kaupmannahöfn, þar sem hún hefur búið í tuttugu og fjögur ár, en þetta er í annað skipti sem hún kemur til Íslands með Birna Pop-up Shop. „Ég er búin að vera að vinna við hönnun og framleiðslu í yfir tuttugu ár, í ýmiss konar fjölbreyttum verkefnum. Núna er fókusinn bara á Birna Pop-up Shop á Íslandi. Það er í lygilega mörgu að snúast þegar kemur að framleiðslu á fatnaði sem er framleiddur í takmörkuðu upplagi og úr sérvöldum efnum,“ segir Birna. Framleiðslan hefur verið með nýju sniði undanfarið en Birna hefur unnið með lítilli saumastofu í Póllandi og framleiðir aðeins tvö til tíu stykki í hverju efni. „Hugmyndin er að bjóða konum upp á að kaupa fatnað sem er ekki bundinn við nein sérstök „season“ og fæst í mjög takmörkuðu upplagi á kostakjörum. Það er óneitanlega gaman að vera í einstakri flík og eins og áður er mikið lagt upp úr gæðum í fatnaði og klæðilegum sniðum,“ segir hún. Þar sem Birna Pop-up Shop er milliliðalaus verslun, frá hönnuði til neytandans, er möguleiki að halda verðinu niðri og bjóða upp á hönnun á viðráðanlegu verði. „Þetta hefur gengið virkilega vel, það er upplagt að líta inn á Eiðistorg, ná sér í flík fyrir jólin eða í jólapakkann,“ segir Birna. Tíska og hönnun Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Sem stendur er ég að vinna að verkefninu „Birna Pop-up Shop“ sem gengur út á að hanna og selja vandaðar flíkur sem eru einstakar að því leyti að bæði efnin og flíkurnar eru framleidd í mjög takmörkuðu upplagi,“ segir Birna Karen Einarsdóttir fatahönnuður spurð út í pop-up verslunina sem hún er með á Eiðistorgi þessa dagana. Margir velta því eflaust fyrir sér hvað pop-up verslun sé, en um er að ræða milliliðalausa verslun, sem staðsett er hér í dag, farin á morgun og í tímabundnu húsnæði. „Ég hugsa nú bara alltaf um poppkorn þegar ég hugsa um pop-up, maísbaun sem poppast út,“ segir Birna létt í bragði og bætir við að verslunin verði opin til 12. desember alla virka daga og um helgar. Birna hefur verið búsett í Kaupmannahöfn, þar sem hún hefur búið í tuttugu og fjögur ár, en þetta er í annað skipti sem hún kemur til Íslands með Birna Pop-up Shop. „Ég er búin að vera að vinna við hönnun og framleiðslu í yfir tuttugu ár, í ýmiss konar fjölbreyttum verkefnum. Núna er fókusinn bara á Birna Pop-up Shop á Íslandi. Það er í lygilega mörgu að snúast þegar kemur að framleiðslu á fatnaði sem er framleiddur í takmörkuðu upplagi og úr sérvöldum efnum,“ segir Birna. Framleiðslan hefur verið með nýju sniði undanfarið en Birna hefur unnið með lítilli saumastofu í Póllandi og framleiðir aðeins tvö til tíu stykki í hverju efni. „Hugmyndin er að bjóða konum upp á að kaupa fatnað sem er ekki bundinn við nein sérstök „season“ og fæst í mjög takmörkuðu upplagi á kostakjörum. Það er óneitanlega gaman að vera í einstakri flík og eins og áður er mikið lagt upp úr gæðum í fatnaði og klæðilegum sniðum,“ segir hún. Þar sem Birna Pop-up Shop er milliliðalaus verslun, frá hönnuði til neytandans, er möguleiki að halda verðinu niðri og bjóða upp á hönnun á viðráðanlegu verði. „Þetta hefur gengið virkilega vel, það er upplagt að líta inn á Eiðistorg, ná sér í flík fyrir jólin eða í jólapakkann,“ segir Birna.
Tíska og hönnun Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp