Bann Blatter stendur að fullu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2016 00:00 Sepp Blatter, forseti FIFA. Vísir/AFP Sepp Blatter, fyrrum forseti FIFA, tapaði máli sínu fyrir Alþjóðlega íþróttadómstólnum en endanlegur úrskurður CAS kom í dag. Blatter var dæmdur í sex ára bann frá fótbolta fyrir að borga Michael Platini, fyrrum forseta UEFA, 1,3 milljónir punda undir borðið eða 184 milljónir íslenskra króna. „Peningagjöfina“ fékk Platini í tengslum við FIFA-þingið 2011 þegar Blatter var endurkjörinn forseti FIFA. BBC segir frá. Bæði Blatter og Platinu neituðu sök og áfrýjuðu báðir. Bannið þýddi þó að þeir hrökkluðust úr sínum störfum. Áfrýjun Platini gekk reyndar betur en í maí minnkaði Alþjóðlegi íþróttadómstóllinn refsingu hans í fjögur ár. Alþjóðlegi íþróttadómstóllinn leit svo á að millifærslan hafi verið óviðeigandi gjöf og ekki samkvæmt neinum samningum. Blatter og Platini héldu því fram að Blattar hafi verið að greiða Platini fyrir ráðgjafastörf í tengslum við HM 1998. FIFA setti þá félaga reyndar átta ára bann í fyrstu en eftir að áfrýjunarnefnd FIFA tók málið fyrir var það minnkað niður í fyrrnefnd sex ár. Sepp Blatter var forseti FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins í sautján ár frá 1998 til 2015. Hann er nú orðið áttræður. Blatter missti tökin þegar FIFA-skandallinn felldi marga háttsetta menn innan sambandsins vorið 2015. Mútur, peningaþvætti og svik innan raða FIFA komu fram í dagsljósið í kringum FIFA-þingið2015 þegar Blatter var endurkjörinn forseti FIFA í fjórða sinn. Hann lét á endanum undan pressunni, sagði af sér og boðaði til nýs þing þar sem Gianni Infantino var kosinn nýr forseti FIFA. Haustið eftir voru svissneskir saksóknarar farnir að rannsaka Blatter og áður en árið var liðið var FIFA bæði búið að setja hann í 90 daga tímabundið bann og svo dæma hann í fyrrnefnt átta ára bann frá fótbolta. FIFA Fótbolti Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sjá meira
Sepp Blatter, fyrrum forseti FIFA, tapaði máli sínu fyrir Alþjóðlega íþróttadómstólnum en endanlegur úrskurður CAS kom í dag. Blatter var dæmdur í sex ára bann frá fótbolta fyrir að borga Michael Platini, fyrrum forseta UEFA, 1,3 milljónir punda undir borðið eða 184 milljónir íslenskra króna. „Peningagjöfina“ fékk Platini í tengslum við FIFA-þingið 2011 þegar Blatter var endurkjörinn forseti FIFA. BBC segir frá. Bæði Blatter og Platinu neituðu sök og áfrýjuðu báðir. Bannið þýddi þó að þeir hrökkluðust úr sínum störfum. Áfrýjun Platini gekk reyndar betur en í maí minnkaði Alþjóðlegi íþróttadómstóllinn refsingu hans í fjögur ár. Alþjóðlegi íþróttadómstóllinn leit svo á að millifærslan hafi verið óviðeigandi gjöf og ekki samkvæmt neinum samningum. Blatter og Platini héldu því fram að Blattar hafi verið að greiða Platini fyrir ráðgjafastörf í tengslum við HM 1998. FIFA setti þá félaga reyndar átta ára bann í fyrstu en eftir að áfrýjunarnefnd FIFA tók málið fyrir var það minnkað niður í fyrrnefnd sex ár. Sepp Blatter var forseti FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins í sautján ár frá 1998 til 2015. Hann er nú orðið áttræður. Blatter missti tökin þegar FIFA-skandallinn felldi marga háttsetta menn innan sambandsins vorið 2015. Mútur, peningaþvætti og svik innan raða FIFA komu fram í dagsljósið í kringum FIFA-þingið2015 þegar Blatter var endurkjörinn forseti FIFA í fjórða sinn. Hann lét á endanum undan pressunni, sagði af sér og boðaði til nýs þing þar sem Gianni Infantino var kosinn nýr forseti FIFA. Haustið eftir voru svissneskir saksóknarar farnir að rannsaka Blatter og áður en árið var liðið var FIFA bæði búið að setja hann í 90 daga tímabundið bann og svo dæma hann í fyrrnefnt átta ára bann frá fótbolta.
FIFA Fótbolti Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sjá meira