Bandaríkjaher leyfir ekki olíuleiðslu nærri verndarsvæði frumbyggja í Norður-Dakóta Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. desember 2016 23:30 Frá mótmælum vegna olíuleiðslunnar. vísir/getty Bandaríkjaher hefur ákveðið að leyfa ekki olíuleiðslu að fara í gegnum land sem herinn hefur yfirráð yfir í Norður-Dakóta en frumbyggjar hafa mótmælt lagningu leiðslunnar í um hálft ár þar sem hún færi nærri verndarsvæði þeirra.Greint er frá málinu á vef BBC en frumbyggjarnir tilheyra Standing Rock Sioux-ættbálknum. Þeir fagna ákvörðun Bandaríkjahers sem mun nú leita annarra leiða fyrir olíuleiðsluna en með henni á að flytja hráolíu frá Norður-Dakóta til Illinois. Hún á að vera um 1900 kílómetra löng og átti, eins og áður segir, að leggja hana nærri verndarsvæði Standing Rock Sioux-ættbálksins. Þeir, ásamt öðrum frumbyggjum Bandaríkjanna, hafa mótmælt leiðslunni af krafti síðan í apríl síðastliðnum enda óttuðust þeir að hún myndi menga drykkjarvatn og fara í gegnum heilaga grafreiti ættbálksins. Í liðinni viku komu síðan hundruð fyrrverandi hermanna á svæðið til að taka þátt í mótmælum frumbyggjanna en þúsundir voru þá samankomnar til að mótmæla lagningu leiðslunnar. Olíufyrirtækið Energy Transfer Partners hyggst leggja leiðsluna en þarf nú að finna aðra leið. Nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hefur átt hlutabréf í olíufyrirtækinu og hefur sagt að hann vilji að leiðslan verði lögð þar sem til stóð. Hann hefur hins vegar þvertekið fyrir að sú skoðun hans hafi eitthvað með fjárhagslega hagsmuni að gera. Jack Dalrymple, ríkisstjóri Norður-Dakóta, hefur sagt að ákvörðun Bandaríkjahers séu „alvarleg mistök.“ Þá hefur einn af þingmönnum Norður-Dakóta, Repúblikaninn Kevin Cramer, sagt að ákvörðunin sé mjög slæm fyrir uppbyggingu innviða bandarísks samfélags.Hér má lesa ítarlega fréttaskýringu BBC um olíuleiðsluna. Donald Trump Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent „Ég er mannleg“ Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Fleiri fréttir Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Sjá meira
Bandaríkjaher hefur ákveðið að leyfa ekki olíuleiðslu að fara í gegnum land sem herinn hefur yfirráð yfir í Norður-Dakóta en frumbyggjar hafa mótmælt lagningu leiðslunnar í um hálft ár þar sem hún færi nærri verndarsvæði þeirra.Greint er frá málinu á vef BBC en frumbyggjarnir tilheyra Standing Rock Sioux-ættbálknum. Þeir fagna ákvörðun Bandaríkjahers sem mun nú leita annarra leiða fyrir olíuleiðsluna en með henni á að flytja hráolíu frá Norður-Dakóta til Illinois. Hún á að vera um 1900 kílómetra löng og átti, eins og áður segir, að leggja hana nærri verndarsvæði Standing Rock Sioux-ættbálksins. Þeir, ásamt öðrum frumbyggjum Bandaríkjanna, hafa mótmælt leiðslunni af krafti síðan í apríl síðastliðnum enda óttuðust þeir að hún myndi menga drykkjarvatn og fara í gegnum heilaga grafreiti ættbálksins. Í liðinni viku komu síðan hundruð fyrrverandi hermanna á svæðið til að taka þátt í mótmælum frumbyggjanna en þúsundir voru þá samankomnar til að mótmæla lagningu leiðslunnar. Olíufyrirtækið Energy Transfer Partners hyggst leggja leiðsluna en þarf nú að finna aðra leið. Nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hefur átt hlutabréf í olíufyrirtækinu og hefur sagt að hann vilji að leiðslan verði lögð þar sem til stóð. Hann hefur hins vegar þvertekið fyrir að sú skoðun hans hafi eitthvað með fjárhagslega hagsmuni að gera. Jack Dalrymple, ríkisstjóri Norður-Dakóta, hefur sagt að ákvörðun Bandaríkjahers séu „alvarleg mistök.“ Þá hefur einn af þingmönnum Norður-Dakóta, Repúblikaninn Kevin Cramer, sagt að ákvörðunin sé mjög slæm fyrir uppbyggingu innviða bandarísks samfélags.Hér má lesa ítarlega fréttaskýringu BBC um olíuleiðsluna.
Donald Trump Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent „Ég er mannleg“ Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Fleiri fréttir Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Sjá meira