Katrín og Bjarni slíta viðræðum: „Auðvelt að halda því fram að það sé stjórnarkreppa í landinu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. desember 2016 14:46 Bjarni og Katrín munu halda fundi sínum áfram í dag. Fundinum í gær lauk ekki að sögn Katrinar. Vísir/Anton Brink Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins eiga ekki lengur í óformlegum viðræðum um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf þessara tveggja flokka. Þetta segir Bjarni í samtali við Vísi. Hann segir auðvelt að halda því fram að nú ríki stjórnarkreppa í landinu. „Við hittumst í dag og þar var niðurstaðan að við myndum ekki halda samtalinu áfram,“ segir Bjarni. Aðspurður kveðst hann ekki eiga í viðræðum við neinn nú. „Eftir þessar tæpu fimm vikur sem eru liðnar eru frá kosningum hefur margt skýrst og eitt af því sem hefur ítrekað komið fram er að það hafa allir flokkar tekið fyrir viðræður við stjórnarflokkana saman og þegar fyrir liggur að við náum ekki saman við Vinstri græna og að því gefnu að annað breytist ekki að þá væri raunar eini kosturinn sem ekki var fullrannsakaður að við myndum ræða við Bjarta framtíð og Viðreisn en ég tek eftir því að þeir sækjast heldur eftir fimm flokka samstarfi og við þær aðstæður erum við ekki í samtali við neinn,“ segir Bjarni.Vonbrigði að ekki hafi tekist að mynda ríkisstjórn Hann segir að það hafi að sínu mati bæði verið gott fyrir Sjálfstæðisflokkinn og VG að eiga í þeim viðræðum sem staðið hafa undanfarna daga. „Í fyrsta lagi verð ég að segja að það var mjög mikilvægt að þessir tveir stærstu flokkar tækju samtal miðað þá stöðu sem var komin upp og þá hygg ég að það hafi verið gott fyrir báða flokka að gera það. Þetta var málefnalegt samtal þar sem menn komu að borðinu af fullri alvöru til þess að láta á það reyna hvort hægt væri að brúa málefnalegan ágreining en eftir nokkra daga samtal og sömuleiðis eftir að hafa rætt hvort það væri hægt með þessa tvo flokka að mynda samhenta og starfhæfa ríkisstjórn þá var þetta niðurstaðan,“ segir Bjarni. Hann segir að það séu vonbrigði að stjórnmálaflokkunum hafi ekki auðnast að mynda ríkisstjórn. „Þetta eru talsverð vonbrigði. Vonbrigðin liggja í því að okkur á vettvangi stjórnmálanna auðnist ekki að mynda góða ríkisstjórn þegar svo margt gengur okkur í haginn.“ Þá segir hann aðspurður að það sé auðvelt að halda því fram að það sé stjórnarkreppa í landinu. „Já, ég myndi segja að það sé auðvelt að halda því fram að það sé stjórnarkreppa í landinu þegar enginn er með stjórnarmyndunarumboðið og engir flokkar eiga í formlegum viðræðum.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Gefur ekki afslátt af stefnu þrátt fyrir veikan þingstyrk Formaður Samfylkingarinnar segir að flokkurinn muni halda sínum stefnumálum til streitu og ekki gefa þau eftir í mögulegum stjórnarmyndunarviðræðum við VG og Sjálfstæðisflokkinn þótt flokkurinn sé með lítinn þingstyrk. 1. desember 2016 13:15 Gæti verið erfitt að finna samstarfsflokk Formaður Samfylkingarinnar segir að þrátt fyrir að flokkurinn sé í viðkvæmri stöðu komi ekki til greina að fórna málefnum sem hann leggur mesta áherslu á. Reynt hefur verið að slíta samstarfi Viðreisnar og Bjartrar framtíðar án ára 1. desember 2016 07:00 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins eiga ekki lengur í óformlegum viðræðum um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf þessara tveggja flokka. Þetta segir Bjarni í samtali við Vísi. Hann segir auðvelt að halda því fram að nú ríki stjórnarkreppa í landinu. „Við hittumst í dag og þar var niðurstaðan að við myndum ekki halda samtalinu áfram,“ segir Bjarni. Aðspurður kveðst hann ekki eiga í viðræðum við neinn nú. „Eftir þessar tæpu fimm vikur sem eru liðnar eru frá kosningum hefur margt skýrst og eitt af því sem hefur ítrekað komið fram er að það hafa allir flokkar tekið fyrir viðræður við stjórnarflokkana saman og þegar fyrir liggur að við náum ekki saman við Vinstri græna og að því gefnu að annað breytist ekki að þá væri raunar eini kosturinn sem ekki var fullrannsakaður að við myndum ræða við Bjarta framtíð og Viðreisn en ég tek eftir því að þeir sækjast heldur eftir fimm flokka samstarfi og við þær aðstæður erum við ekki í samtali við neinn,“ segir Bjarni.Vonbrigði að ekki hafi tekist að mynda ríkisstjórn Hann segir að það hafi að sínu mati bæði verið gott fyrir Sjálfstæðisflokkinn og VG að eiga í þeim viðræðum sem staðið hafa undanfarna daga. „Í fyrsta lagi verð ég að segja að það var mjög mikilvægt að þessir tveir stærstu flokkar tækju samtal miðað þá stöðu sem var komin upp og þá hygg ég að það hafi verið gott fyrir báða flokka að gera það. Þetta var málefnalegt samtal þar sem menn komu að borðinu af fullri alvöru til þess að láta á það reyna hvort hægt væri að brúa málefnalegan ágreining en eftir nokkra daga samtal og sömuleiðis eftir að hafa rætt hvort það væri hægt með þessa tvo flokka að mynda samhenta og starfhæfa ríkisstjórn þá var þetta niðurstaðan,“ segir Bjarni. Hann segir að það séu vonbrigði að stjórnmálaflokkunum hafi ekki auðnast að mynda ríkisstjórn. „Þetta eru talsverð vonbrigði. Vonbrigðin liggja í því að okkur á vettvangi stjórnmálanna auðnist ekki að mynda góða ríkisstjórn þegar svo margt gengur okkur í haginn.“ Þá segir hann aðspurður að það sé auðvelt að halda því fram að það sé stjórnarkreppa í landinu. „Já, ég myndi segja að það sé auðvelt að halda því fram að það sé stjórnarkreppa í landinu þegar enginn er með stjórnarmyndunarumboðið og engir flokkar eiga í formlegum viðræðum.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Gefur ekki afslátt af stefnu þrátt fyrir veikan þingstyrk Formaður Samfylkingarinnar segir að flokkurinn muni halda sínum stefnumálum til streitu og ekki gefa þau eftir í mögulegum stjórnarmyndunarviðræðum við VG og Sjálfstæðisflokkinn þótt flokkurinn sé með lítinn þingstyrk. 1. desember 2016 13:15 Gæti verið erfitt að finna samstarfsflokk Formaður Samfylkingarinnar segir að þrátt fyrir að flokkurinn sé í viðkvæmri stöðu komi ekki til greina að fórna málefnum sem hann leggur mesta áherslu á. Reynt hefur verið að slíta samstarfi Viðreisnar og Bjartrar framtíðar án ára 1. desember 2016 07:00 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Gefur ekki afslátt af stefnu þrátt fyrir veikan þingstyrk Formaður Samfylkingarinnar segir að flokkurinn muni halda sínum stefnumálum til streitu og ekki gefa þau eftir í mögulegum stjórnarmyndunarviðræðum við VG og Sjálfstæðisflokkinn þótt flokkurinn sé með lítinn þingstyrk. 1. desember 2016 13:15
Gæti verið erfitt að finna samstarfsflokk Formaður Samfylkingarinnar segir að þrátt fyrir að flokkurinn sé í viðkvæmri stöðu komi ekki til greina að fórna málefnum sem hann leggur mesta áherslu á. Reynt hefur verið að slíta samstarfi Viðreisnar og Bjartrar framtíðar án ára 1. desember 2016 07:00