Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Skallagrímur 97-75 | Sköllunum kafsiglt í Síkinu Arnar Geir Halldórsson í Síkinu á Sauðárkróki skrifar 1. desember 2016 21:45 Pétur Rúnar Birgisson átti flottan leik að vanda. vísir/anton brink Tindastóll vann næsta öruggan sigur á Skallagrím í Domino's-deild karla í körfubolta í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld. Lokatölur 97-75, Tindastóli í vil. Heimamenn mættu mjög ákveðnir til leiks og skoruðu tíu fyrstu stig leiksins. Yfirburðirnir héldu áfram allan fyrri hálfleikinn og voru Stólarnir sextán stigum yfir í leikhléi. Gestirnir byrjuðu síðari hálfleikinn af krafti og virtust ætla að koma sér inn í leikinn en þá stigu heimamenn aftur á bensíngjöfina og sigldu fram úr seint í þriðja leikhluta. Úrslitin í raun ráðin fyrir síðasta leikhlutann og fengu minni spámenn að spreyta sig síðustu mínúturnar. Lokatölur 97-75 fyrir Tindastól og var sigur þeirra aldrei í hættu.Afhverju vann Tindastóll? Stólarnir lögðu grunninn að sigrinum með frábærri byrjun en þeir voru einfaldlega miklu betri á öllum sviðum leiksins í fyrri hálfleiknum og leiða með sextán stigum í leikhléi. Þann mun voru gestirnir ekki að fara brúa í síðari hálfleik. Sigtryggur Arnar og Magnús Þór Gunnarsson komust í raun aldrei í neinn takt við leikinn og við því mega nýliðarnir ekki þegar þeir mæta jafn öflugu liði og Tindastól.Bestu menn vallarins Það er erfitt, en samt ekki, að taka einn ákveðinn leikmann út þegar lið spila jafn vel og Tindastóll gerði í kvöld. Útlendingarnir Chris Caird og Antonio Hester voru báðir öflugir. Það er hins vegar einfaldlega unun að fylgjast með Pétri Rúnari Birgissyni spila körfubolta þessi dægrin en leikstjórnandinn ungi átti enn einn stórleikinn og var að öðrum ólöstuðum besti maður vallarins. Hann tók algjörlega yfir leikinn þegar Skallagrímur virtist vera að vinna sig inn í hann í upphafi síðari hálfleiks. Í liði gestanna var Flenard Whitfield fyrirferðamikill sem fyrr en Stólarnir tóku mjög harkalega á honum frá upphafi til enda. Hann endar leikinn með 32 stig og 17 fráköst en hann þarf meiri hjálp frá liðsfélögum sínum.Tölfræði sem vakti athygli Stolnir boltar heimamanna. Tindastóll voru hrikalega öflugir varnarlega með Pétur Rúnar fremstan í broddi fylkingar. Stólarnir stela alls 16 boltum í leiknum og eru einnig með mörg varin skot. Þetta skilaði þeim aragrúa hraðaupphlaupa sem vógu þungt þegar uppi er staðið.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Borgnesinga var alls ekki burðugur í kvöld og var í raun bara einn leikmaður með lífsmarki þar, Bandaríkjamaðurinn Flenard Whitfield. Sigtryggur Arnar Björnsson reyndi mikið en skotin voru ekki að detta hjá honum. Flenard er sá eini sem skorar meira en 10 stig hjá Sköllunum og þeir vinna ekki leiki ef fleiri leikmenn skila ekki stigum á töfluna.Tindastóll-Skallagrímur 97-75 (33-16, 19-20, 27-15, 18-24)Tindastóll: Antonio Hester 25/13 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 23/7 stoðsendingar, Cristopher Caird 14, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 14/5 stoðsendingar, Pálmi Geir Jónsson 8/5 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 8/8 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 3, Hannes Ingi Másson 2.Skallagrímur: Flenard Whitfield 32/17 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 7/5 fráköst, Davíð Ásgeirsson 6, Bjarni Guðmann Jónson 6/5 fráköst, Davíð Guðmundsson 6, Darrell Flake 5, Kristófer Gíslason 4, Hjalti Ásberg Þorleifsson 4/4 fráköst, Arnar Smári Bjarnason 3, Kristján Örn Ómarsson 2.Martin: Pétur Rúnar orðinn að manni Israel Martin tók við liði Tindastóls nýverið og hann var að vonum ánægður með frammistöðu síns liðs. Hann segist sérstaklega ánægður með að vinna í ljósi þess að þetta var fyrsti leikur liðsins á Sauðárkróki undir hans stjórn í vetur. „Við unnum vel sem lið eins og við höfum verið að gera. Þetta er frábær sigur. Það lögðu allir sitt af mörkum en við getum enn bætt okkar leik mikið. Ég er sérstaklega ánægður að vinna í mínum fyrsta leik á Sauðárkróki.“ Martin er jarðbundinn maður og hann fór sér engu óðslega þrátt fyrir að Tindastóll hafi hreinlega valtað yfir Skallagrím í kvöld. Hann er strax farinn að huga að næsta leik. „Þessi sigur skilar okkur ekki neinu í næsta leik. Nú þurfum við að einbeita okkur að leiknum á móti Þór á sunnudag. Það er erfiður leikur í annari keppni og ég vil ekki horfa of langt fram á við. Við einbeitum okkur bara að þeim leik núna,“ segir Martin. Að öðrum ólöstuðum var Pétur Rúnar Birgisson besti maður vallarins í kvöld og hann fær mikið lof frá þjálfaranum sínum. „Ég fer héðan í eitt ár. Þegar ég yfirgaf Krókinn síðast var hann krakki en þegar ég kem hingað núna er hann orðinn að manni. Hann hefur bætt sig mikið á síðustu tveim árum, ekki bara líkamlega og körfuboltalega heldur er hann orðinn andlega sterkari. Hann þarf að halda áfram að vinna í sínum leik og hann er mjög mikilvægur hluti af okkur liði. Ég er mjög ánægður fyrir hans hönd,“ segir Martin.Finnur: Vorum týndir í byrjun Finnur Jónsson, þjálfari Skallagríms, var að vonum niðurlútur eftir að hafa séð sína menn steinliggja fyrir Stólunum. „Ég er hundfúll. Við vorum einfaldlega að spila á móti rosalega góðu liði. Tindastóll er með hörkulið og við vissum að þetta yrði erfitt. Við byrjum að grafa okkur holu í byrjun og það var erfitt að koma sér upp úr henni,“ sagði Finnur. „Við vorum týndir í byrjun. Við mættum ekki klárir í leikinn. Þeir drita niður skotum í byrjun. Caird er frábær skotmaður og við lögðum upp með að taka af honum skotin en það vantaði talanda og kraft í vörnina í byrjun. Hinir leikirnir skipta engu máli. Leikur sem var leikinn í síðustu viku skiptir engu máli núna,“ sagði Finnur ennfremur en Skallagrímur hafði unnið þrjá leiki í röð þegar kom að leiknum í kvöld. Hann er sannfærður um að það verði ekki erfitt að rífa sitt lið upp þrátt fyrir þetta stóra tap. „Alls ekki. Þetta eru ungir strákar og ég var ánægður með margt í okkar leik í kvöld. Það voru strákar sem fengu tækifæri til að spila því ég rúllaði á öllum leikmannahópnum. Þeir fá dýrmæta reynslu. Frábært fyrir þá að spila fyrir fullu húsi á móti einu besta liði deildarinnar. Þetta er bara tækifæri fyrir þá til að vera betri,“ segir Finnur.Bein lýsing: Tindastóll - Skallagrímur Dominos-deild karla Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Sjá meira
Tindastóll vann næsta öruggan sigur á Skallagrím í Domino's-deild karla í körfubolta í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld. Lokatölur 97-75, Tindastóli í vil. Heimamenn mættu mjög ákveðnir til leiks og skoruðu tíu fyrstu stig leiksins. Yfirburðirnir héldu áfram allan fyrri hálfleikinn og voru Stólarnir sextán stigum yfir í leikhléi. Gestirnir byrjuðu síðari hálfleikinn af krafti og virtust ætla að koma sér inn í leikinn en þá stigu heimamenn aftur á bensíngjöfina og sigldu fram úr seint í þriðja leikhluta. Úrslitin í raun ráðin fyrir síðasta leikhlutann og fengu minni spámenn að spreyta sig síðustu mínúturnar. Lokatölur 97-75 fyrir Tindastól og var sigur þeirra aldrei í hættu.Afhverju vann Tindastóll? Stólarnir lögðu grunninn að sigrinum með frábærri byrjun en þeir voru einfaldlega miklu betri á öllum sviðum leiksins í fyrri hálfleiknum og leiða með sextán stigum í leikhléi. Þann mun voru gestirnir ekki að fara brúa í síðari hálfleik. Sigtryggur Arnar og Magnús Þór Gunnarsson komust í raun aldrei í neinn takt við leikinn og við því mega nýliðarnir ekki þegar þeir mæta jafn öflugu liði og Tindastól.Bestu menn vallarins Það er erfitt, en samt ekki, að taka einn ákveðinn leikmann út þegar lið spila jafn vel og Tindastóll gerði í kvöld. Útlendingarnir Chris Caird og Antonio Hester voru báðir öflugir. Það er hins vegar einfaldlega unun að fylgjast með Pétri Rúnari Birgissyni spila körfubolta þessi dægrin en leikstjórnandinn ungi átti enn einn stórleikinn og var að öðrum ólöstuðum besti maður vallarins. Hann tók algjörlega yfir leikinn þegar Skallagrímur virtist vera að vinna sig inn í hann í upphafi síðari hálfleiks. Í liði gestanna var Flenard Whitfield fyrirferðamikill sem fyrr en Stólarnir tóku mjög harkalega á honum frá upphafi til enda. Hann endar leikinn með 32 stig og 17 fráköst en hann þarf meiri hjálp frá liðsfélögum sínum.Tölfræði sem vakti athygli Stolnir boltar heimamanna. Tindastóll voru hrikalega öflugir varnarlega með Pétur Rúnar fremstan í broddi fylkingar. Stólarnir stela alls 16 boltum í leiknum og eru einnig með mörg varin skot. Þetta skilaði þeim aragrúa hraðaupphlaupa sem vógu þungt þegar uppi er staðið.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Borgnesinga var alls ekki burðugur í kvöld og var í raun bara einn leikmaður með lífsmarki þar, Bandaríkjamaðurinn Flenard Whitfield. Sigtryggur Arnar Björnsson reyndi mikið en skotin voru ekki að detta hjá honum. Flenard er sá eini sem skorar meira en 10 stig hjá Sköllunum og þeir vinna ekki leiki ef fleiri leikmenn skila ekki stigum á töfluna.Tindastóll-Skallagrímur 97-75 (33-16, 19-20, 27-15, 18-24)Tindastóll: Antonio Hester 25/13 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 23/7 stoðsendingar, Cristopher Caird 14, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 14/5 stoðsendingar, Pálmi Geir Jónsson 8/5 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 8/8 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 3, Hannes Ingi Másson 2.Skallagrímur: Flenard Whitfield 32/17 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 7/5 fráköst, Davíð Ásgeirsson 6, Bjarni Guðmann Jónson 6/5 fráköst, Davíð Guðmundsson 6, Darrell Flake 5, Kristófer Gíslason 4, Hjalti Ásberg Þorleifsson 4/4 fráköst, Arnar Smári Bjarnason 3, Kristján Örn Ómarsson 2.Martin: Pétur Rúnar orðinn að manni Israel Martin tók við liði Tindastóls nýverið og hann var að vonum ánægður með frammistöðu síns liðs. Hann segist sérstaklega ánægður með að vinna í ljósi þess að þetta var fyrsti leikur liðsins á Sauðárkróki undir hans stjórn í vetur. „Við unnum vel sem lið eins og við höfum verið að gera. Þetta er frábær sigur. Það lögðu allir sitt af mörkum en við getum enn bætt okkar leik mikið. Ég er sérstaklega ánægður að vinna í mínum fyrsta leik á Sauðárkróki.“ Martin er jarðbundinn maður og hann fór sér engu óðslega þrátt fyrir að Tindastóll hafi hreinlega valtað yfir Skallagrím í kvöld. Hann er strax farinn að huga að næsta leik. „Þessi sigur skilar okkur ekki neinu í næsta leik. Nú þurfum við að einbeita okkur að leiknum á móti Þór á sunnudag. Það er erfiður leikur í annari keppni og ég vil ekki horfa of langt fram á við. Við einbeitum okkur bara að þeim leik núna,“ segir Martin. Að öðrum ólöstuðum var Pétur Rúnar Birgisson besti maður vallarins í kvöld og hann fær mikið lof frá þjálfaranum sínum. „Ég fer héðan í eitt ár. Þegar ég yfirgaf Krókinn síðast var hann krakki en þegar ég kem hingað núna er hann orðinn að manni. Hann hefur bætt sig mikið á síðustu tveim árum, ekki bara líkamlega og körfuboltalega heldur er hann orðinn andlega sterkari. Hann þarf að halda áfram að vinna í sínum leik og hann er mjög mikilvægur hluti af okkur liði. Ég er mjög ánægður fyrir hans hönd,“ segir Martin.Finnur: Vorum týndir í byrjun Finnur Jónsson, þjálfari Skallagríms, var að vonum niðurlútur eftir að hafa séð sína menn steinliggja fyrir Stólunum. „Ég er hundfúll. Við vorum einfaldlega að spila á móti rosalega góðu liði. Tindastóll er með hörkulið og við vissum að þetta yrði erfitt. Við byrjum að grafa okkur holu í byrjun og það var erfitt að koma sér upp úr henni,“ sagði Finnur. „Við vorum týndir í byrjun. Við mættum ekki klárir í leikinn. Þeir drita niður skotum í byrjun. Caird er frábær skotmaður og við lögðum upp með að taka af honum skotin en það vantaði talanda og kraft í vörnina í byrjun. Hinir leikirnir skipta engu máli. Leikur sem var leikinn í síðustu viku skiptir engu máli núna,“ sagði Finnur ennfremur en Skallagrímur hafði unnið þrjá leiki í röð þegar kom að leiknum í kvöld. Hann er sannfærður um að það verði ekki erfitt að rífa sitt lið upp þrátt fyrir þetta stóra tap. „Alls ekki. Þetta eru ungir strákar og ég var ánægður með margt í okkar leik í kvöld. Það voru strákar sem fengu tækifæri til að spila því ég rúllaði á öllum leikmannahópnum. Þeir fá dýrmæta reynslu. Frábært fyrir þá að spila fyrir fullu húsi á móti einu besta liði deildarinnar. Þetta er bara tækifæri fyrir þá til að vera betri,“ segir Finnur.Bein lýsing: Tindastóll - Skallagrímur
Dominos-deild karla Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins