Borgar sig að fara í háskóla? Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 1. desember 2016 07:00 Nútímasamfélög krefjast háskólamenntunar á öllum sviðum enda er hún forsenda almennra efnahagslegra og félagslegra framfara. Þar með er ekki sagt að öll störf krefjist háskólamenntunar en flestir viðurkenna að hún er grunnstoð góðra lífskjara og velferðar hér á landi. Með þetta í huga er dapurlegt að horfast í augu við hversu lítill efnahagslegur ávinningur háskólamenntunar er á Íslandi. Tekjuaukning sem rekja má til háskólamenntunar er til muna minni hér á landi en í nágrannalöndunum, eða 16% þegar miðað er við tekjur þeirra sem aðeins hafa lokið grunnskólanámi. Í Finnlandi og Danmörku geta háskólamenntaðir gert ráð fyrir að langskólamenntun færi þeim 40 prósenta tekjuaukningu. Í Noregi og Svíþjóð er hún 25,30 prósent (skv. OECD). Sú tíð er liðin að háskólagráða tryggi fólki gott og öruggt starf. Hún eykur vissulega líkurnar á því og bætir samkeppnisstöðu fólks á vinnumarkaði en kjör háskólamenntaðra, sérstaklega hjá hinu opinbera, eru langt frá því að vera samkeppnishæf við einkamarkað og útlönd. Það er bæði málefnalegt og í raun samfélagsleg nauðsyn að umbuna háskólamenntuðum í samræmi við fjárfestingu þeirra í langskólanámi. Krafa BHM um að menntun skuli metin til launa hefur hljómað um samfélagið á liðnum misserum. Árið 2015 gripu 18 aðildarfélög BHM til verkfallsaðgerða til að fylgja henni eftir. Þeim aðgerðum lauk illu heilli með lagasetningu á Alþingi. Ríflega ári eftir úrskurð gerðardóms hafa félagsmenn okkar enn ekki fengið greitt samkvæmt sérstöku menntunarákvæði hans. Hinu sama ákvæði hefur hins vegar verið smurt yfir vinnumarkaðinn með ákvörðunum kjararáðs og samningum á almennum vinnumarkaði. Þannig hafa aðilar Salek-samstarfsins virt kröfu BHM um að menntun sé málefnaleg breyta við ákvörðun launa að vettugi og hleypt af stað nýju „höfrungahlaupi“ um kaup og kjör. Við þetta verður ekki unað. Ríkisvaldið – sem er langstærsti vinnuveitandi á Íslandi – verður að láta af láglaunastefnu sinni gagnvart tilteknum hópum háskólamenntaðra hjá hinu opinbera. Um slíkar aðgerðir þarf að sjálfsögðu að ríkja samstaða á vinnumarkaði, enda eru þær nauðsynlegar ef ekki á að horfa til auðnar í starfsstéttum sem mynda hryggjarstykkið í menntun og velferð þjóðarinnar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Sjá meira
Nútímasamfélög krefjast háskólamenntunar á öllum sviðum enda er hún forsenda almennra efnahagslegra og félagslegra framfara. Þar með er ekki sagt að öll störf krefjist háskólamenntunar en flestir viðurkenna að hún er grunnstoð góðra lífskjara og velferðar hér á landi. Með þetta í huga er dapurlegt að horfast í augu við hversu lítill efnahagslegur ávinningur háskólamenntunar er á Íslandi. Tekjuaukning sem rekja má til háskólamenntunar er til muna minni hér á landi en í nágrannalöndunum, eða 16% þegar miðað er við tekjur þeirra sem aðeins hafa lokið grunnskólanámi. Í Finnlandi og Danmörku geta háskólamenntaðir gert ráð fyrir að langskólamenntun færi þeim 40 prósenta tekjuaukningu. Í Noregi og Svíþjóð er hún 25,30 prósent (skv. OECD). Sú tíð er liðin að háskólagráða tryggi fólki gott og öruggt starf. Hún eykur vissulega líkurnar á því og bætir samkeppnisstöðu fólks á vinnumarkaði en kjör háskólamenntaðra, sérstaklega hjá hinu opinbera, eru langt frá því að vera samkeppnishæf við einkamarkað og útlönd. Það er bæði málefnalegt og í raun samfélagsleg nauðsyn að umbuna háskólamenntuðum í samræmi við fjárfestingu þeirra í langskólanámi. Krafa BHM um að menntun skuli metin til launa hefur hljómað um samfélagið á liðnum misserum. Árið 2015 gripu 18 aðildarfélög BHM til verkfallsaðgerða til að fylgja henni eftir. Þeim aðgerðum lauk illu heilli með lagasetningu á Alþingi. Ríflega ári eftir úrskurð gerðardóms hafa félagsmenn okkar enn ekki fengið greitt samkvæmt sérstöku menntunarákvæði hans. Hinu sama ákvæði hefur hins vegar verið smurt yfir vinnumarkaðinn með ákvörðunum kjararáðs og samningum á almennum vinnumarkaði. Þannig hafa aðilar Salek-samstarfsins virt kröfu BHM um að menntun sé málefnaleg breyta við ákvörðun launa að vettugi og hleypt af stað nýju „höfrungahlaupi“ um kaup og kjör. Við þetta verður ekki unað. Ríkisvaldið – sem er langstærsti vinnuveitandi á Íslandi – verður að láta af láglaunastefnu sinni gagnvart tilteknum hópum háskólamenntaðra hjá hinu opinbera. Um slíkar aðgerðir þarf að sjálfsögðu að ríkja samstaða á vinnumarkaði, enda eru þær nauðsynlegar ef ekki á að horfa til auðnar í starfsstéttum sem mynda hryggjarstykkið í menntun og velferð þjóðarinnar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun