Ánægður yfirdýralæknir Árni Stefán Árnason skrifar 14. desember 2016 07:00 Þegar Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi landbúnaðarráðherra, mælti fyrir frumvarpi að dýravelferðarlögum, síðar samþykkt og tóku gildi 1. janúar 2014, mælti hann í þessum dúr úr ræðupúlti þingsins: „enginn afsláttur verður gefinn á velferð dýra“. Í tíð eldri laga var eftirliti „hent“ á milli stofnana af fákunnáttu þáverandi ráðherra, sem málaflokkurinn dýravernd heyrði undir. Engin stofnun náði valdi á verkefninu. Í meðferð þess frumvarps sem varð að núgildandi dýravelferðarlögum voru menn stóryrtir um ágæti þess að loksins væri nú fundin stofnun og þekking, Matvælastofnun (MAST), sem tilvalið væri að fela eftirlit með dýravelferð. Engu að síður var bent á það í innsendu erindi á meðan á meðferð frumvarpsins stóð í nefnd að óheppilegt væri að eftirlit með dýravelferð væri falið MAST og það rökstutt m.a. með tilvísun í að eftirlit af hálfu opinberrar stofnunar með velferð dýra hefði ætíð misheppnast. Eftirlit af hálfu sjálfstæðs aðila eins og tíðkast t.d. í lífrænni framleiðslu væri eina örugga leiðin til að tryggja vandað og áreiðanlegt eftirlit. Þá var lagt til, í sama erindi, að farin væri sú leið að hér yrði stofnuð dýralögregla að hætti annarra þjóða og heppnast hefur vel, m.a. hjá Norðmönnum. Ýmsir þættir valda því að ekki er hægt að treysta opinberri stofnun fyrir eftirliti með dýravelferð og er einn þeirra sá að hér þekkja allir alla eins og gjarnan er sagt um Íslendinga. Samtrygging hér mikil og þekkt. Samkvæmt fréttum RÚV fagnar yfirdýralæknir því nú að ráðherra hefur ákveðið að gera úttekt á starfsháttum MAST varðandi dýraeftirlitsþáttinn. Það gerir ráðherrann ekki að ástæðulausu! Brúneggjamálið og svínamálið haustið 2015 hafa laskað orðspor forstjóra MAST og yfirdýralæknis verulega. Það sem verra er er að slæma orðsporið kemur niður á öðrum framúrskarandi starfsmönnum MAST, sem ekkert koma nálægt velferðarmálum dýra. Ef eftirlit hefði verið með réttum hætti hjá MAST hefði hvorugt fyrrnefnt mál komið upp. Framleiðendur, sem og allir aðrir er halda búfé hefðu frá gildistöku laganna átt að vera undir smásjá MAST enda gefa ákvæði dýravelferðarlaga ástæðu til þess. Kröfur um velferð dýra eru þar miklar um bættan aðbúnað og meðferð og í ljósi sögu dýraverndar á Íslandi hefði MAST þegar við gildistöku laganna átt að bretta upp ermarnar og staðreyna að lögunum væri fylgt eftir. Það gerði MAST ekki og því lentu vesalings dýrin í báðum umræddum málum í þeim pytti þjáninga, sem skrifast aðeins á þrjá aðila: Skeytingarlausa umráðamenn og forstjóra MAST og yfirdýralækni í eftirlitsbrúnni. Forstjóri MAST og yfirdýralæknir ættu báðir að sjá sóma sinn í að víkja í ljósi þess sem upp hefur komið og best væri að eftirlitið færi til sjálfstæðs, óháðs og metnaðarfulls aðila. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Árnason Mest lesið Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Þegar Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi landbúnaðarráðherra, mælti fyrir frumvarpi að dýravelferðarlögum, síðar samþykkt og tóku gildi 1. janúar 2014, mælti hann í þessum dúr úr ræðupúlti þingsins: „enginn afsláttur verður gefinn á velferð dýra“. Í tíð eldri laga var eftirliti „hent“ á milli stofnana af fákunnáttu þáverandi ráðherra, sem málaflokkurinn dýravernd heyrði undir. Engin stofnun náði valdi á verkefninu. Í meðferð þess frumvarps sem varð að núgildandi dýravelferðarlögum voru menn stóryrtir um ágæti þess að loksins væri nú fundin stofnun og þekking, Matvælastofnun (MAST), sem tilvalið væri að fela eftirlit með dýravelferð. Engu að síður var bent á það í innsendu erindi á meðan á meðferð frumvarpsins stóð í nefnd að óheppilegt væri að eftirlit með dýravelferð væri falið MAST og það rökstutt m.a. með tilvísun í að eftirlit af hálfu opinberrar stofnunar með velferð dýra hefði ætíð misheppnast. Eftirlit af hálfu sjálfstæðs aðila eins og tíðkast t.d. í lífrænni framleiðslu væri eina örugga leiðin til að tryggja vandað og áreiðanlegt eftirlit. Þá var lagt til, í sama erindi, að farin væri sú leið að hér yrði stofnuð dýralögregla að hætti annarra þjóða og heppnast hefur vel, m.a. hjá Norðmönnum. Ýmsir þættir valda því að ekki er hægt að treysta opinberri stofnun fyrir eftirliti með dýravelferð og er einn þeirra sá að hér þekkja allir alla eins og gjarnan er sagt um Íslendinga. Samtrygging hér mikil og þekkt. Samkvæmt fréttum RÚV fagnar yfirdýralæknir því nú að ráðherra hefur ákveðið að gera úttekt á starfsháttum MAST varðandi dýraeftirlitsþáttinn. Það gerir ráðherrann ekki að ástæðulausu! Brúneggjamálið og svínamálið haustið 2015 hafa laskað orðspor forstjóra MAST og yfirdýralæknis verulega. Það sem verra er er að slæma orðsporið kemur niður á öðrum framúrskarandi starfsmönnum MAST, sem ekkert koma nálægt velferðarmálum dýra. Ef eftirlit hefði verið með réttum hætti hjá MAST hefði hvorugt fyrrnefnt mál komið upp. Framleiðendur, sem og allir aðrir er halda búfé hefðu frá gildistöku laganna átt að vera undir smásjá MAST enda gefa ákvæði dýravelferðarlaga ástæðu til þess. Kröfur um velferð dýra eru þar miklar um bættan aðbúnað og meðferð og í ljósi sögu dýraverndar á Íslandi hefði MAST þegar við gildistöku laganna átt að bretta upp ermarnar og staðreyna að lögunum væri fylgt eftir. Það gerði MAST ekki og því lentu vesalings dýrin í báðum umræddum málum í þeim pytti þjáninga, sem skrifast aðeins á þrjá aðila: Skeytingarlausa umráðamenn og forstjóra MAST og yfirdýralækni í eftirlitsbrúnni. Forstjóri MAST og yfirdýralæknir ættu báðir að sjá sóma sinn í að víkja í ljósi þess sem upp hefur komið og best væri að eftirlitið færi til sjálfstæðs, óháðs og metnaðarfulls aðila. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar