Kia GT er 5,1 sek. í 100 Finnur Thorlacius skrifar 12. desember 2016 14:13 Kia mun kynna sportbílinn Kia GT á bílasýningunni í Detroit í næsta mánuði, en þar fer sneggsti bíll sem S-kóreski bílaframleiðandinn hefur nokkurn tíma framleitt. Hann er aðeins 5,1 sekúndu í 100 km hraða, enda 315 hestöfl. Vélin í bílnum átti upphaflega að vera í KIA GT4 Stinger sem Kia kynnti sem tilraunabíl fyrir nokkrum árum, en hefur hætt við að framleiða. Í Evrópu verður Kia GT einnig í boði með dísilvél, líklega sömu 197 hestafla vélinni og er í Hyundai Santa Fe. Kia hefur verið að reyna GT bílinn á Nürburgring brautinni og akstur hans þar má sjá í myndskeiðinu hér að ofan. Þar sést meðal annars að bílnum er ekið á 244 km hraða, en hámarkshraði bílsins er víst nálægt 280 km/klst. Einnig sést að bílnum hefur verið ekið 13.164 kílómetra, svo víst er að Kia slær ekki slöku við í prufuakstrinum á þessum bíl. Kia GT verður kominn í sýningarsali víða um heim í sumar og mun kosta kringum 30.000 dollara í Bandaríkjunum, eða 3,3 milljónir króna, en eitthvað dýrari verður hann vafalaust hér á landi. Mest lesið „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Ákærður fyrir að drepa móður sína Innlent Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Erlent Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent
Kia mun kynna sportbílinn Kia GT á bílasýningunni í Detroit í næsta mánuði, en þar fer sneggsti bíll sem S-kóreski bílaframleiðandinn hefur nokkurn tíma framleitt. Hann er aðeins 5,1 sekúndu í 100 km hraða, enda 315 hestöfl. Vélin í bílnum átti upphaflega að vera í KIA GT4 Stinger sem Kia kynnti sem tilraunabíl fyrir nokkrum árum, en hefur hætt við að framleiða. Í Evrópu verður Kia GT einnig í boði með dísilvél, líklega sömu 197 hestafla vélinni og er í Hyundai Santa Fe. Kia hefur verið að reyna GT bílinn á Nürburgring brautinni og akstur hans þar má sjá í myndskeiðinu hér að ofan. Þar sést meðal annars að bílnum er ekið á 244 km hraða, en hámarkshraði bílsins er víst nálægt 280 km/klst. Einnig sést að bílnum hefur verið ekið 13.164 kílómetra, svo víst er að Kia slær ekki slöku við í prufuakstrinum á þessum bíl. Kia GT verður kominn í sýningarsali víða um heim í sumar og mun kosta kringum 30.000 dollara í Bandaríkjunum, eða 3,3 milljónir króna, en eitthvað dýrari verður hann vafalaust hér á landi.
Mest lesið „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Ákærður fyrir að drepa móður sína Innlent Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Erlent Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent