Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. janúar 2025 21:48 Stefán Einar Stefánsson, fjölmiðlamaður, hefur verið fyrirferðamikill í umræðunni undanfarið, ekki síst vegna þáttarins Spursmála sem hann heldur úti á vef mbl.is. Vísir/Vilhelm Stefán Einar Stefánsson, fjölmiðlamaður, segist ekki vera á bak við framboðssíðu sem er í hans nafni á Instagram. Hann hafi ekki leitt hugann að framboði vegna anna í starfi. Þetta kemur fram í færslu hans á Facebook. Þar segir hann mikið og víða skrafað um hver muni taka við keflinu af Bjarna Benediktssyni, sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn standi á tímamótum eftir að hafa goldið afhroð í síðustu Alþingiskosningum og margir spyrji sig hvort flokkurinn hafi glatað erindi sínu. Stefán segir ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn geti ekki gengið að því sem vísu að fjórðungur, hvað þá þriðjungur, kjósenda ljái málflutningi hans eyra. Það breyti þó engu um erindi sjálfstæðisstefnunnar eða mikilvægi hennar. „Hún mun annað tveggja, finna sér áframhaldandi farveg með Sjálfstæðisflokknum eða hreinlega einhvern annan. Stjórnmálaflokkar koma og fara en hugsjónir gera það síður,“ skrifar hann. „Einhverjir myndu halda því fram að ég megi síst við slíku“ Stefán segir ekki skrítið að öllum steinum sé velt við og svara leitað við því hver sé líklegastur til að geta veitt Sjálfstæðisflokknum þá forystu sem hann þarf í ljósi þeirrar þröngu stöðu sem flokkurinn er í, bæði á þjóðarsviðinu og í Reykjavík „þar sem eyðimerkurganga hans hefur varað í meira en þrjá áratugi“. Margir hafi þar verið nefndir til sögunnar, sumir af augljósum ástæðum en aðrir séu sóttir um lengri veg og þeim komið á framfæri í umræðunni. Það sé hollt, skynsamlegt og ekki síst skemmtilegt. „Mér að miklum óvörum hefur mitt nafn dúkkað upp í þessu tali öllu á opinberum vettvangi, og er sennilega afleiðing af því að Sjálfstæðismenn, vítt og breitt um landið, hafa hvatt mig til að íhuga framboð og enn aðrir hafa skorað á mig í sama tilliti,“ skrifar hann. „Allt er það að sjálfsögðu til þess gert að kítla hégómann pínulítið - en einhverjir myndu halda því fram að ég megi síst við slíku. Dæmi hver fyrir sig.“ Hann segist ekki hafa leitt hugann að formannsframboði „svo nokkru nemi“ þó hann sé þakklátur fyrir það að fólk á öllum aldri trúi því að hann geti risuð undir ábyrgð af þessu tagi. Einhver húmoristi nýtt sér nafnið „Staðreyndin er sú að ég hef verið, og er, önnum kafinn við að halda uppi kröftugri þjóðfélagsumræðu undir merkjum Spursmála. Það er ærið nóg dagsverk, og ég trúi því einnig að það skipti sköpum fyrir lýðræðisþróunina í landinu,“ skrifar hann í færslunni. Sá vettvangur hafi vakið áhuga fólks á stjórnmálum, meðal ungra, eldra fólks og þeirra sem hafa gefið þessum anga samfélagsins lítinn gaum fram til þessa. Svona lítur út eina myndin sem hefur verið birt á Instagram-reikningnum stefaneinar2025. „Að því sögðu vil ég koma því á framfæri að nýr aðgangur á Instagram er ekki tengdur mér með neinu móti að öðru leyti en því að einhver húmoristinn hefur nýtt snjáldruna á mér til skreytingar, auk nafnsins sem foreldrar mínir gáfu mér 10. desember 1983,“ skrifar hann í færslunni. „Betra hefði verið að hafa mig með í ráðum við það föndur allt. Þá hefði þessi „síða“ ekki litið dagsins ljós, og ég ekki angrað fólk með þessum hugleiðingum, þar sem ég sit á flugvelli í Bandaríkjunum og bíð þess að komast heim til Íslands. Landsins sem sannarlega er sterkt, svo lengi sem sjálfstæðisstefnan nýtur hljómgrunns meðal Íslendinga,“ skrifar hann að lokum. Færslu Stefáns má lesa í heild sinni hér fyrir neðan: Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu hans á Facebook. Þar segir hann mikið og víða skrafað um hver muni taka við keflinu af Bjarna Benediktssyni, sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn standi á tímamótum eftir að hafa goldið afhroð í síðustu Alþingiskosningum og margir spyrji sig hvort flokkurinn hafi glatað erindi sínu. Stefán segir ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn geti ekki gengið að því sem vísu að fjórðungur, hvað þá þriðjungur, kjósenda ljái málflutningi hans eyra. Það breyti þó engu um erindi sjálfstæðisstefnunnar eða mikilvægi hennar. „Hún mun annað tveggja, finna sér áframhaldandi farveg með Sjálfstæðisflokknum eða hreinlega einhvern annan. Stjórnmálaflokkar koma og fara en hugsjónir gera það síður,“ skrifar hann. „Einhverjir myndu halda því fram að ég megi síst við slíku“ Stefán segir ekki skrítið að öllum steinum sé velt við og svara leitað við því hver sé líklegastur til að geta veitt Sjálfstæðisflokknum þá forystu sem hann þarf í ljósi þeirrar þröngu stöðu sem flokkurinn er í, bæði á þjóðarsviðinu og í Reykjavík „þar sem eyðimerkurganga hans hefur varað í meira en þrjá áratugi“. Margir hafi þar verið nefndir til sögunnar, sumir af augljósum ástæðum en aðrir séu sóttir um lengri veg og þeim komið á framfæri í umræðunni. Það sé hollt, skynsamlegt og ekki síst skemmtilegt. „Mér að miklum óvörum hefur mitt nafn dúkkað upp í þessu tali öllu á opinberum vettvangi, og er sennilega afleiðing af því að Sjálfstæðismenn, vítt og breitt um landið, hafa hvatt mig til að íhuga framboð og enn aðrir hafa skorað á mig í sama tilliti,“ skrifar hann. „Allt er það að sjálfsögðu til þess gert að kítla hégómann pínulítið - en einhverjir myndu halda því fram að ég megi síst við slíku. Dæmi hver fyrir sig.“ Hann segist ekki hafa leitt hugann að formannsframboði „svo nokkru nemi“ þó hann sé þakklátur fyrir það að fólk á öllum aldri trúi því að hann geti risuð undir ábyrgð af þessu tagi. Einhver húmoristi nýtt sér nafnið „Staðreyndin er sú að ég hef verið, og er, önnum kafinn við að halda uppi kröftugri þjóðfélagsumræðu undir merkjum Spursmála. Það er ærið nóg dagsverk, og ég trúi því einnig að það skipti sköpum fyrir lýðræðisþróunina í landinu,“ skrifar hann í færslunni. Sá vettvangur hafi vakið áhuga fólks á stjórnmálum, meðal ungra, eldra fólks og þeirra sem hafa gefið þessum anga samfélagsins lítinn gaum fram til þessa. Svona lítur út eina myndin sem hefur verið birt á Instagram-reikningnum stefaneinar2025. „Að því sögðu vil ég koma því á framfæri að nýr aðgangur á Instagram er ekki tengdur mér með neinu móti að öðru leyti en því að einhver húmoristinn hefur nýtt snjáldruna á mér til skreytingar, auk nafnsins sem foreldrar mínir gáfu mér 10. desember 1983,“ skrifar hann í færslunni. „Betra hefði verið að hafa mig með í ráðum við það föndur allt. Þá hefði þessi „síða“ ekki litið dagsins ljós, og ég ekki angrað fólk með þessum hugleiðingum, þar sem ég sit á flugvelli í Bandaríkjunum og bíð þess að komast heim til Íslands. Landsins sem sannarlega er sterkt, svo lengi sem sjálfstæðisstefnan nýtur hljómgrunns meðal Íslendinga,“ skrifar hann að lokum. Færslu Stefáns má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira