Hjartað varð taktlaust Henry Birgir Gunnarsson skrifar 10. desember 2016 08:00 Sigurður er hér að brýna sína menn í leik Hauka og Keflavíkur. Það er eini leikurinn þar sem Sigurður hefur stýrt Keflavíkurliðinu í vetur. Vísir/Ernir Sigurður Ingimundarson, þjálfari karlaliðs Keflavíkur, hefur aðeins getað stýrt liðinu í einum leik í vetur vegna veikinda sem komu upp skömmu fyrir tímabilið. „Eins og staðan er núna ætla ég að taka mér frí fram yfir áramót og planið er svo að koma inn á fullu eftir það,“ segir þjálfarinn en hvað nákvæmlega hefur verið að plaga hann?Mín ákvörðun að stíga til hliðar „Ég lenti í smá leiðindum með hjartað sem varð taktlaust og vitlaust. Ég vildi laga það almennilega. Ég hef verið að vinna í því vandamáli síðustu vikur og það var mín ákvörðun að stíga til hliðar meðan ég væri að því. Ég lenti í þessu fyrir tíu árum og þá tók svolítinn tíma að fá mig góðan. Svo varð það allt gott. Fyrst þetta kom aftur núna ákvað ég að hætta strax og byrja að fá mig góðan. Ég er að verða nokkuð sprækur.“ Sigurður segir að aðalatriðið hjá sér sé að fá sig góðan áður en hann fer á fullt að stýra Keflavíkurliðinu á nýjan leik. „Körfuboltinn fer ekkert. Hann verður þarna áfram.“Margt sem þarf að laga Gengi Keflavíkur hefur verið á stöðugri niðurleið og á fimmtudagskvöldið féll liðið niður í fallsæti. Ekki sjón sem Keflvíkingar eru vanir. Eftir frábæran sigur á Tindastóli í byrjun tapaði liðið fimm leikjum í röð og flestum þeirra leikja tapaði liðið illa. Liðið náði samt langþráðum sigri á Akureyri í gær. „Ég er ekki með nein svör á reiðum höndum um hvað hefur vantað hjá okkur. Það eru alls konar hlutir sem þarf að laga hjá okkur. Vonandi gengur það eftir fljótlega að laga það. Besti maðurinn kom, fór svo út og kom aftur. Það þarf að aðlaga ýmsa hluti,“ segir Sigurður og er þar að tala um Hörð Axel Vilhjálmsson sem kom síðasta sumar, fór svo út fyrir tímabilið en sneri aftur á dögunum. „Hörður er frábær leikmaður og við erum með fleiri góða leikmenn. Ég held það sé bara tímaspursmál hvenær þetta smelli hjá okkur.“Höfum verið arfaslakir Keflavík vann Tindastól stórt, 101-79, þann 3. nóvember en hvað nákvæmlega gerðist svo hjá liðinu? „Við höfum verið arfaslakir en ég hef ekki verið nógu mikið í kringum liðið í vetur til að átta mig almennilega á því hvað sé að. Þó svo liðið sé í smá krísu núna þá er þetta ekkert sem við höfum áhyggjur af. Við vitum alveg hvað býr í liðinu,“ segir þjálfarinn en einhverjir hafi bent á að það vanti Keflavíkurandann í liðið. Það sé að hluta til af því að hreinræktaðir Keflvíkingar sér ekki lengur í lykilhlutverkum hjá liðinu. „Það eru örugglega einhverjir sem finnst það en þetta er staðan sem við erum í núna. Við erum með þessa leikmenn. Við erum ánægðir með þá og þetta eru góðir leikmenn. Við munum finna rétta taktinn. Það er alveg klárt. Leikmennirnir eru staðráðnir í því að bæta sig og komast aftur á sigurbraut. Ég persónulega hef engar áhyggjur af því að það gerist ekki.“Ekkert stress Þjálfarinn sigursæli segir að það sé ekki verið að grípa til neinna sérstakra ráðstafana til þess að koma liðinu í gang á nýjan leik. Það er ekki búið að hringja í neinn sálfræðing. „Það er bara verið á fullu á hverri æfingu og reynt að verða betri. Menn vita að við getum orðið betri og ágætt að hafa það bak við eyrað er það gengur illa. Andinn er mjög góður og menn eru alls ekki að missa sig í neinu stressi yfir þessu,“ segir Sigurður, en hvernig tilfinning var það fyrir sigursælan Keflvíking að sjá Keflavík í fallsæti í desember? „Hún var sérstök. Af því að ég veit að við munum snúa þessu við þá er ég rólegur yfir þessu.“ Dominos-deild karla Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Sjá meira
Sigurður Ingimundarson, þjálfari karlaliðs Keflavíkur, hefur aðeins getað stýrt liðinu í einum leik í vetur vegna veikinda sem komu upp skömmu fyrir tímabilið. „Eins og staðan er núna ætla ég að taka mér frí fram yfir áramót og planið er svo að koma inn á fullu eftir það,“ segir þjálfarinn en hvað nákvæmlega hefur verið að plaga hann?Mín ákvörðun að stíga til hliðar „Ég lenti í smá leiðindum með hjartað sem varð taktlaust og vitlaust. Ég vildi laga það almennilega. Ég hef verið að vinna í því vandamáli síðustu vikur og það var mín ákvörðun að stíga til hliðar meðan ég væri að því. Ég lenti í þessu fyrir tíu árum og þá tók svolítinn tíma að fá mig góðan. Svo varð það allt gott. Fyrst þetta kom aftur núna ákvað ég að hætta strax og byrja að fá mig góðan. Ég er að verða nokkuð sprækur.“ Sigurður segir að aðalatriðið hjá sér sé að fá sig góðan áður en hann fer á fullt að stýra Keflavíkurliðinu á nýjan leik. „Körfuboltinn fer ekkert. Hann verður þarna áfram.“Margt sem þarf að laga Gengi Keflavíkur hefur verið á stöðugri niðurleið og á fimmtudagskvöldið féll liðið niður í fallsæti. Ekki sjón sem Keflvíkingar eru vanir. Eftir frábæran sigur á Tindastóli í byrjun tapaði liðið fimm leikjum í röð og flestum þeirra leikja tapaði liðið illa. Liðið náði samt langþráðum sigri á Akureyri í gær. „Ég er ekki með nein svör á reiðum höndum um hvað hefur vantað hjá okkur. Það eru alls konar hlutir sem þarf að laga hjá okkur. Vonandi gengur það eftir fljótlega að laga það. Besti maðurinn kom, fór svo út og kom aftur. Það þarf að aðlaga ýmsa hluti,“ segir Sigurður og er þar að tala um Hörð Axel Vilhjálmsson sem kom síðasta sumar, fór svo út fyrir tímabilið en sneri aftur á dögunum. „Hörður er frábær leikmaður og við erum með fleiri góða leikmenn. Ég held það sé bara tímaspursmál hvenær þetta smelli hjá okkur.“Höfum verið arfaslakir Keflavík vann Tindastól stórt, 101-79, þann 3. nóvember en hvað nákvæmlega gerðist svo hjá liðinu? „Við höfum verið arfaslakir en ég hef ekki verið nógu mikið í kringum liðið í vetur til að átta mig almennilega á því hvað sé að. Þó svo liðið sé í smá krísu núna þá er þetta ekkert sem við höfum áhyggjur af. Við vitum alveg hvað býr í liðinu,“ segir þjálfarinn en einhverjir hafi bent á að það vanti Keflavíkurandann í liðið. Það sé að hluta til af því að hreinræktaðir Keflvíkingar sér ekki lengur í lykilhlutverkum hjá liðinu. „Það eru örugglega einhverjir sem finnst það en þetta er staðan sem við erum í núna. Við erum með þessa leikmenn. Við erum ánægðir með þá og þetta eru góðir leikmenn. Við munum finna rétta taktinn. Það er alveg klárt. Leikmennirnir eru staðráðnir í því að bæta sig og komast aftur á sigurbraut. Ég persónulega hef engar áhyggjur af því að það gerist ekki.“Ekkert stress Þjálfarinn sigursæli segir að það sé ekki verið að grípa til neinna sérstakra ráðstafana til þess að koma liðinu í gang á nýjan leik. Það er ekki búið að hringja í neinn sálfræðing. „Það er bara verið á fullu á hverri æfingu og reynt að verða betri. Menn vita að við getum orðið betri og ágætt að hafa það bak við eyrað er það gengur illa. Andinn er mjög góður og menn eru alls ekki að missa sig í neinu stressi yfir þessu,“ segir Sigurður, en hvernig tilfinning var það fyrir sigursælan Keflvíking að sjá Keflavík í fallsæti í desember? „Hún var sérstök. Af því að ég veit að við munum snúa þessu við þá er ég rólegur yfir þessu.“
Dominos-deild karla Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins