Rodgers ótrúlegur í yfirburðasigri Packers | Myndbönd Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. janúar 2017 08:00 Aaron Rodgers virðist til alls líklegur í ár. Vísir/Getty Nú standa aðeins átta lið eftir í baráttunni um að komast í Super Bowl í NFL-deildinni þetta árið en fyrsta umferð úrslitakeppni deildarinnar fór fram um helgina. Sjá einnig: Osweiler svaraði gagnrýnendum sínum | Seattle örugglega áfram Green Bay Packers og Pittsburgh Steelers unnu sigra í leikjum gærdagsins en bæði lið höfðu talsverða yfirburði í sínum viðureignum. Pittsburgh fór illa með Miami Dolphins þar sem leikstjórnandinn Ben Roethlisberger, hlauparinn Le'Veon Bell og útherjinn Antonio Brown fóru á kostum. Stálmennirnir gerðu í raun út um leikinn þegar Big Ben, eins og hann er kallaður, gaf tvær langar snertimarkssendingar á Brown strax í fyrsta leikhluta. Bell sá svo nánast um rest en hann hljóp samtals 167 jarda, sem er félagsmet hjá Pittsburgh í úrslitakeppninni, og skoraði tvö snertimörk. Pittsburgh vann að lokum 30-12 sigur og mætir Kansas City Chiefs á útivelli í undanúrslitum Ameríku deildarinnar. New England Patriots mætir Houston Texans í hinni undanúrslitaviðureigninni.Big Ben og Brown fagna í nótt.Vísir/GettyLygilegur Rodgers Er þá komið að þætti Aaron Rodgers, leikstjórnanda Green Bay Packers. Hann átti ótrúlegan leik í stórleik helgarinnar, gegn New York Giants á heimavelli. Risarnir frá New York byrjuðu betur í leiknum og Eli Manning stýrði sóknarleiknum vel framan af leik. En það skilaði aðeins tveimur vallarmörkum og 6-0 forystu, þegar hún hefði hæglega getað verið mun meiri. Vörn Giants hefur verið frábær í vetur og Rodgers komst ekki almennilega í gang fyrr en í lok fyrri hálfleiks. Green Bay komst svo yfir þegar Rodgers gaf snertimarkssendingu á Davante Adams en sá fyrrnefndi var þá bara rétt að byrja. Rodgers fékk boltann aftur þegar lítið var eftir af fyrri hálfleik en þegar sex sekúndur voru eftir gaf hann svokallaða „heilaga Maríu“ sendingu inn í endamarkið þar sem Randall Cobb hafði betur í baráttunni við varnarmenn Giants og skoraði ótrúlegt snertimark.Randall Cobb skoraði þrjú snertimörk í gær.Vísir/GettyEli Manning náði að klóra í bakkann fyrir Giants í upphafi síðari hálfleiks og gefa snertimarkssendingu á Tavarres King sem minnkaði forystu Packers í eitt stig. En nær komust gestirnir ekki. Rodgers tók leikinn yfir og gaf tvær snertimarkssendingar í viðbót, báðar á Randall Cobb. Hlauparinn Aaron Ripkowski bætti við einu snertimarki til viðbótar, lokatölur 38-13. Sviðsljósið var einnig á útherjanum Odell Beckham yngri í nótt, eins og svo oft áður, en hann var ólíkur sjálfum sér í leiknum. Hann missti sendingar og endaði með því að grípa boltann aðeins fjórum sinnum fyrir samtals 28 jördum. Þrátt fyrir sigurinn varð Packers fyrir áfalli þegar Jordy Nelson fór meiddur af velli í öðrum leikhluta eftir að hafa fengið þungt högg í síðuna. Packers mætir næst Dallas Cowboys um næstu hlegi en í hinni undanúrslitaviðureign Þjóðardeildarinnar tekur Atlanta Falcons á móti Seattle Seahawks. Allir leikirnir í úrslitakeppninni verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. NFL Tengdar fréttir NFL: Osweiler svaraði gagnrýnendum sínum | Seattle örugglega áfram Houston Texans og Seattle Seahawks unnu bæði góða heimasigra í nótt þegar úrslitakeppni NFL-deildarinnar hófst með tveimur "Wild card“ leikjunum 8. janúar 2017 12:49 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ KA Íslandsmeistari kvenna í blaki: Unnu allt sem hægt var að vinna Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Sjá meira
Nú standa aðeins átta lið eftir í baráttunni um að komast í Super Bowl í NFL-deildinni þetta árið en fyrsta umferð úrslitakeppni deildarinnar fór fram um helgina. Sjá einnig: Osweiler svaraði gagnrýnendum sínum | Seattle örugglega áfram Green Bay Packers og Pittsburgh Steelers unnu sigra í leikjum gærdagsins en bæði lið höfðu talsverða yfirburði í sínum viðureignum. Pittsburgh fór illa með Miami Dolphins þar sem leikstjórnandinn Ben Roethlisberger, hlauparinn Le'Veon Bell og útherjinn Antonio Brown fóru á kostum. Stálmennirnir gerðu í raun út um leikinn þegar Big Ben, eins og hann er kallaður, gaf tvær langar snertimarkssendingar á Brown strax í fyrsta leikhluta. Bell sá svo nánast um rest en hann hljóp samtals 167 jarda, sem er félagsmet hjá Pittsburgh í úrslitakeppninni, og skoraði tvö snertimörk. Pittsburgh vann að lokum 30-12 sigur og mætir Kansas City Chiefs á útivelli í undanúrslitum Ameríku deildarinnar. New England Patriots mætir Houston Texans í hinni undanúrslitaviðureigninni.Big Ben og Brown fagna í nótt.Vísir/GettyLygilegur Rodgers Er þá komið að þætti Aaron Rodgers, leikstjórnanda Green Bay Packers. Hann átti ótrúlegan leik í stórleik helgarinnar, gegn New York Giants á heimavelli. Risarnir frá New York byrjuðu betur í leiknum og Eli Manning stýrði sóknarleiknum vel framan af leik. En það skilaði aðeins tveimur vallarmörkum og 6-0 forystu, þegar hún hefði hæglega getað verið mun meiri. Vörn Giants hefur verið frábær í vetur og Rodgers komst ekki almennilega í gang fyrr en í lok fyrri hálfleiks. Green Bay komst svo yfir þegar Rodgers gaf snertimarkssendingu á Davante Adams en sá fyrrnefndi var þá bara rétt að byrja. Rodgers fékk boltann aftur þegar lítið var eftir af fyrri hálfleik en þegar sex sekúndur voru eftir gaf hann svokallaða „heilaga Maríu“ sendingu inn í endamarkið þar sem Randall Cobb hafði betur í baráttunni við varnarmenn Giants og skoraði ótrúlegt snertimark.Randall Cobb skoraði þrjú snertimörk í gær.Vísir/GettyEli Manning náði að klóra í bakkann fyrir Giants í upphafi síðari hálfleiks og gefa snertimarkssendingu á Tavarres King sem minnkaði forystu Packers í eitt stig. En nær komust gestirnir ekki. Rodgers tók leikinn yfir og gaf tvær snertimarkssendingar í viðbót, báðar á Randall Cobb. Hlauparinn Aaron Ripkowski bætti við einu snertimarki til viðbótar, lokatölur 38-13. Sviðsljósið var einnig á útherjanum Odell Beckham yngri í nótt, eins og svo oft áður, en hann var ólíkur sjálfum sér í leiknum. Hann missti sendingar og endaði með því að grípa boltann aðeins fjórum sinnum fyrir samtals 28 jördum. Þrátt fyrir sigurinn varð Packers fyrir áfalli þegar Jordy Nelson fór meiddur af velli í öðrum leikhluta eftir að hafa fengið þungt högg í síðuna. Packers mætir næst Dallas Cowboys um næstu hlegi en í hinni undanúrslitaviðureign Þjóðardeildarinnar tekur Atlanta Falcons á móti Seattle Seahawks. Allir leikirnir í úrslitakeppninni verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
NFL Tengdar fréttir NFL: Osweiler svaraði gagnrýnendum sínum | Seattle örugglega áfram Houston Texans og Seattle Seahawks unnu bæði góða heimasigra í nótt þegar úrslitakeppni NFL-deildarinnar hófst með tveimur "Wild card“ leikjunum 8. janúar 2017 12:49 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ KA Íslandsmeistari kvenna í blaki: Unnu allt sem hægt var að vinna Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Sjá meira
NFL: Osweiler svaraði gagnrýnendum sínum | Seattle örugglega áfram Houston Texans og Seattle Seahawks unnu bæði góða heimasigra í nótt þegar úrslitakeppni NFL-deildarinnar hófst með tveimur "Wild card“ leikjunum 8. janúar 2017 12:49