Daniel Narcisse hélt upp á 300. landsleikinn með sigri á Slóvenum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2017 18:50 Daniel Narcisse. Vísir/Getty Frakkar unnu sannfærandi sjö marka sigur á Slóvenum, 33-26, í síðasta undirbúningsleik sínum fyrir HM í Frakklandi sem hefst í næstu viku. Slóvenar eru með okkur Íslendingum í riðli á HM en þeir náðu ekki að standa í Frökkum eins og í fyrri æfingaleik þjóðanna á föstudagskvöldið þegar Frakkar rétt mörðu tveggja marka sigur, 29-27, eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í seinni hálfleiknum. Frakkar spöruðu lykilmenn fyrir átökin á heimsmeistaramótinu. Nikola Karabatic spilaði bara seinni hálfleikinn og markvörðurinn Thierry Omeyer sat allan leikinn á bekknum. Frakkar voru 17-13 yfir í hálfleik en þeir voru komnir í 16-9 eftir 26 mínútur. Frakkar voru síðan með fjögurra til fimm marka forystu allan seinni hálfleikinn og juku síðan aðeins muninn í lokin. Daniel Narcisse náði stórum tímamótum í þessum leik þegar hann lék sinn 300. landsleik fyrir Frakka en aðeins fimm aðrir franskir landsliðsmenn hafa náð því. Valentin Porte var markahæstur með fimm mörk en Kentin Mahé skoraði fjögur mörk eins og Nedim Remili. Daniel Narcisse var einn af fimm mönnum með þrjú mörk en þeir William Accambray, Luc Abalo, Cédric Sorhaindo og Michaël Guigou skoruðu allir líka þrjú mörk í þessum leik. Gasper Marguc, liðsfélagi Aron Pálmarssonar hjá Veszprém var markahæstur hjá Slóvenum með fimm mörk en Borut Mackovsek skoraði fjögur mörk.Match maîtrisé par les Bleus dans une belle ambiance à Montpellier. Bloc défensif mobile et très agressif. RDV mercredi #FRASLO pic.twitter.com/yNgQL3Dg8U— Made in Hand (@MadeinHand) January 8, 2017 Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira
Frakkar unnu sannfærandi sjö marka sigur á Slóvenum, 33-26, í síðasta undirbúningsleik sínum fyrir HM í Frakklandi sem hefst í næstu viku. Slóvenar eru með okkur Íslendingum í riðli á HM en þeir náðu ekki að standa í Frökkum eins og í fyrri æfingaleik þjóðanna á föstudagskvöldið þegar Frakkar rétt mörðu tveggja marka sigur, 29-27, eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í seinni hálfleiknum. Frakkar spöruðu lykilmenn fyrir átökin á heimsmeistaramótinu. Nikola Karabatic spilaði bara seinni hálfleikinn og markvörðurinn Thierry Omeyer sat allan leikinn á bekknum. Frakkar voru 17-13 yfir í hálfleik en þeir voru komnir í 16-9 eftir 26 mínútur. Frakkar voru síðan með fjögurra til fimm marka forystu allan seinni hálfleikinn og juku síðan aðeins muninn í lokin. Daniel Narcisse náði stórum tímamótum í þessum leik þegar hann lék sinn 300. landsleik fyrir Frakka en aðeins fimm aðrir franskir landsliðsmenn hafa náð því. Valentin Porte var markahæstur með fimm mörk en Kentin Mahé skoraði fjögur mörk eins og Nedim Remili. Daniel Narcisse var einn af fimm mönnum með þrjú mörk en þeir William Accambray, Luc Abalo, Cédric Sorhaindo og Michaël Guigou skoruðu allir líka þrjú mörk í þessum leik. Gasper Marguc, liðsfélagi Aron Pálmarssonar hjá Veszprém var markahæstur hjá Slóvenum með fimm mörk en Borut Mackovsek skoraði fjögur mörk.Match maîtrisé par les Bleus dans une belle ambiance à Montpellier. Bloc défensif mobile et très agressif. RDV mercredi #FRASLO pic.twitter.com/yNgQL3Dg8U— Made in Hand (@MadeinHand) January 8, 2017
Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira