Landbúnaður á villigötum Þröstur Ólafsson skrifar 4. janúar 2017 07:00 Aldrei fór það svo, að stjórnkerfi landbúnaðarins megnaði ekki að koma mér á óvart, hélt þó að sá brunnur væri þurrausinn. Slíkur hefur fjárausturinn verið; svo mögnuð hefur umframframleiðslan orðið; jafn læstu hefur kerfinu verið haldið og því staurblint á afkomu almennings. Viðskiptaleg einokun og einangrun íslenskrar matvælaframleiðslu er slík að frekar illa þokkuð iðnaðarframleiðsla á eggjum og kjúklingum er hér seld á uppsprengdu verði. Öll atvinnustarfsemi þarfnast samkeppni ef hún á að þroskast, einnig landbúnaður, enda ber íslenskur landbúnaður stöðnuninni og ofdekri vitni. Allt þetta hefur verið þekkt og þolað. Jafnvel sú fáránlega þversögn hefur verið gjaldgeng, að jafn erfitt landbúnaðarland sem Ísland er, sem býður eigin þegnum dýrustu matvæli, geti með hinni hendinni flutt út matvæli á ódýra samkeppnismarkaði. Íslendingum er ekki bara skylt að borða dýrasta matinn, heldur eru þeir skyldaðir til að borga að auki lambakjöt ofan í velmegandi útlendinga. Það verður ekki annað sagt en þeir sem þessu stjórna séu örlátir, a.m.k. á annarra fé. Ósjálfráð meðvirkni Það sem kom á óvart var ósjálfráð meðvirkni ríkisstjórnarinnar þegar hún, skömmu fyrir jólin, lagði til að auka fé til erlendrar markaðssetningar á landbúnaðarvörum, einkum lambakjöti. Þar á bæ eru menn svo næmir fyrir kenjum og offrekju kerfisins, að óþarfi er að biðja um viðbótarfé, það kemur af sjálfu sér. Það kannaðist nefnilega enginn við að hafa beðið um þessar 100 m.kr. Markaðsnefndin segist ekki hafa beðið um þetta. Skyldu það hafa verið pólitísku bændahöfðingjarnir á Alþingi? Á meðan forstjóri Landspítalans talar um neyðarástand; meðan ekki má manna lögregluna nægilega; meðan vegakerfið er víða í lamasessi; meðan heilsugæslan er á horriminni; meðan hluti aldraðra lifir við sultarkjör – þá er fé ausið í tilgangslausan útflutning á lambakjöti. Einu rökin voru að verð á lambakjöti mætti ekki lækka hér heima, bara erlendis! Það er göfug gjafmildi. Þessi pólitísku heljartök sem landbúnaðurinn hefur á löggjafanum eru afkvæmi tærandi dreifbýlishyggju og misvægis atkvæða, sem er smánarblettur á íslensku lýðræði. Þó ný ríkisstjórn kæmi engu öðru í verk en jafna atkvæðavægið, þá væri það umtalsverður áfangi. Jöfnun gildis atkvæða er grundvallarréttlætismál og jafnframt forsenda þess, að skynsemin (brjóstvitið) öðlist eðlilegan sess við úrlausn mála á Alþingi. Óráðsía offramleiðslunnar Svo er það þessi hvimleiða regla um framboð og eftirspurn. Ríkisstýrð hagkerfi eða framleiðslugreinar hafa tilhneigingu til að líta fram hjá henni. Hún bankar þó upp á að lokum. Hér halda menn áfram offramleiðslu og hvetja til aukningar með þá glapræðistálsýn að leiðarljósi, að nú fari erlendir markaðir að opnast. Hvað skyldi vera búið að eyða mörgum milljörðum í sjálfsblekkjandi markaðsaðgerðir vestan hafs sl. hálfa öld? Það brást. Nú er einblínt á Kína, því ekki má undir neinum kringumstæðum draga úr framleiðslunni. Hér heima er öllum ráðum beitt til að þrengja svo kosti íslenskra neytenda að fram hjá lambakjötinu sé torleiði. Hvað skyldi ráða því að bændaforystan hafi valið þráláta offramleiðslu sem meginreglu við stýringu á framboði lambakjöts, og komist upp með það? Ekki er það eftirtekjan, hvað þá umhyggjan fyrir afkomu bænda. Hún er og verður rýr þrátt fyrir fjárausturinn af almannafé. Launhelgi þjóðarinnar á sauðkindinni hjálpar þar eflaust til. Til eru þó aðrar árangursríkar leiðir. Í framhaldi af setningu aflamarksreglu í sjávarútvegi og lögfestingu kvótakerfisins (1985), var gerð tilraun með að kvótasetja landbúnaðarframleiðsluna. Hugmyndin var sú að aðlaga framleiðsluna að heimamarkaði. Þetta var skynsamleg nálgun sem smám saman hefði bætt afkomu búanna um leið og þeim hefði fækkað, sbr. þróunina í sjávarútvegi. Samdráttur er nefnilega árangursríkasta aðferðin við að draga úr offramleiðslu. Þessi tilraun fékk ekki að þróast. Bændaforystan gafst fljótlega upp á leið skynseminnar en valdi slóð óráðsíunnar. Hún var studd af stjórnmálaflokkum sem studdu og styrktust af misvægi atkvæða. Vituð þér enn, eða hvað? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Ólafsson Mest lesið Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Aldrei fór það svo, að stjórnkerfi landbúnaðarins megnaði ekki að koma mér á óvart, hélt þó að sá brunnur væri þurrausinn. Slíkur hefur fjárausturinn verið; svo mögnuð hefur umframframleiðslan orðið; jafn læstu hefur kerfinu verið haldið og því staurblint á afkomu almennings. Viðskiptaleg einokun og einangrun íslenskrar matvælaframleiðslu er slík að frekar illa þokkuð iðnaðarframleiðsla á eggjum og kjúklingum er hér seld á uppsprengdu verði. Öll atvinnustarfsemi þarfnast samkeppni ef hún á að þroskast, einnig landbúnaður, enda ber íslenskur landbúnaður stöðnuninni og ofdekri vitni. Allt þetta hefur verið þekkt og þolað. Jafnvel sú fáránlega þversögn hefur verið gjaldgeng, að jafn erfitt landbúnaðarland sem Ísland er, sem býður eigin þegnum dýrustu matvæli, geti með hinni hendinni flutt út matvæli á ódýra samkeppnismarkaði. Íslendingum er ekki bara skylt að borða dýrasta matinn, heldur eru þeir skyldaðir til að borga að auki lambakjöt ofan í velmegandi útlendinga. Það verður ekki annað sagt en þeir sem þessu stjórna séu örlátir, a.m.k. á annarra fé. Ósjálfráð meðvirkni Það sem kom á óvart var ósjálfráð meðvirkni ríkisstjórnarinnar þegar hún, skömmu fyrir jólin, lagði til að auka fé til erlendrar markaðssetningar á landbúnaðarvörum, einkum lambakjöti. Þar á bæ eru menn svo næmir fyrir kenjum og offrekju kerfisins, að óþarfi er að biðja um viðbótarfé, það kemur af sjálfu sér. Það kannaðist nefnilega enginn við að hafa beðið um þessar 100 m.kr. Markaðsnefndin segist ekki hafa beðið um þetta. Skyldu það hafa verið pólitísku bændahöfðingjarnir á Alþingi? Á meðan forstjóri Landspítalans talar um neyðarástand; meðan ekki má manna lögregluna nægilega; meðan vegakerfið er víða í lamasessi; meðan heilsugæslan er á horriminni; meðan hluti aldraðra lifir við sultarkjör – þá er fé ausið í tilgangslausan útflutning á lambakjöti. Einu rökin voru að verð á lambakjöti mætti ekki lækka hér heima, bara erlendis! Það er göfug gjafmildi. Þessi pólitísku heljartök sem landbúnaðurinn hefur á löggjafanum eru afkvæmi tærandi dreifbýlishyggju og misvægis atkvæða, sem er smánarblettur á íslensku lýðræði. Þó ný ríkisstjórn kæmi engu öðru í verk en jafna atkvæðavægið, þá væri það umtalsverður áfangi. Jöfnun gildis atkvæða er grundvallarréttlætismál og jafnframt forsenda þess, að skynsemin (brjóstvitið) öðlist eðlilegan sess við úrlausn mála á Alþingi. Óráðsía offramleiðslunnar Svo er það þessi hvimleiða regla um framboð og eftirspurn. Ríkisstýrð hagkerfi eða framleiðslugreinar hafa tilhneigingu til að líta fram hjá henni. Hún bankar þó upp á að lokum. Hér halda menn áfram offramleiðslu og hvetja til aukningar með þá glapræðistálsýn að leiðarljósi, að nú fari erlendir markaðir að opnast. Hvað skyldi vera búið að eyða mörgum milljörðum í sjálfsblekkjandi markaðsaðgerðir vestan hafs sl. hálfa öld? Það brást. Nú er einblínt á Kína, því ekki má undir neinum kringumstæðum draga úr framleiðslunni. Hér heima er öllum ráðum beitt til að þrengja svo kosti íslenskra neytenda að fram hjá lambakjötinu sé torleiði. Hvað skyldi ráða því að bændaforystan hafi valið þráláta offramleiðslu sem meginreglu við stýringu á framboði lambakjöts, og komist upp með það? Ekki er það eftirtekjan, hvað þá umhyggjan fyrir afkomu bænda. Hún er og verður rýr þrátt fyrir fjárausturinn af almannafé. Launhelgi þjóðarinnar á sauðkindinni hjálpar þar eflaust til. Til eru þó aðrar árangursríkar leiðir. Í framhaldi af setningu aflamarksreglu í sjávarútvegi og lögfestingu kvótakerfisins (1985), var gerð tilraun með að kvótasetja landbúnaðarframleiðsluna. Hugmyndin var sú að aðlaga framleiðsluna að heimamarkaði. Þetta var skynsamleg nálgun sem smám saman hefði bætt afkomu búanna um leið og þeim hefði fækkað, sbr. þróunina í sjávarútvegi. Samdráttur er nefnilega árangursríkasta aðferðin við að draga úr offramleiðslu. Þessi tilraun fékk ekki að þróast. Bændaforystan gafst fljótlega upp á leið skynseminnar en valdi slóð óráðsíunnar. Hún var studd af stjórnmálaflokkum sem studdu og styrktust af misvægi atkvæða. Vituð þér enn, eða hvað?
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar