HM-pistill: Stund sannleikans runnin upp fyrir strákana okkar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. janúar 2017 07:00 Geir Sveinsson, þjálfari íslenska landsliðsins, þarf vonandi ekki að naga neglurnar í kvöld. vísir/EPA Strákarnir okkar spila algjöran úrslitaleik á HM í kvöld. Eftir þann leik verður ekki annað tækifæri. Það er núna eða aldrei fyrir liðið að stíga upp og klára mikilvægan leik ætli liðið sér að halda áfram í keppninni. Strákarnir hafa staðið sig vel í flestum prófum á mótinu hingað til og fengið hærri einkunn í þeim flestum en búast mátti við. Nú má aftur á móti ekki falla og það mun reyna á taugar leikmanna. Margra sem hafa ekki þurft að axla ábyrgð í risaleikjum með landsliðinu. Sumir hafa beðið eftir svona tækifæri og núna er tíminn til þess að sýna hvað í þeim býr. Makedóníumenn eiga að mæta þreyttari en strákarnir okkar í þann leik þar sem þeir spiluðu við Spánverja í gærkvöldi. Það verður liðið að nýta sér. Makedóníumenn eru talsvert þyngri á sér en íslenska liðið og vörnin þarf því að halda vel áfram svo liðið fái hraðaupphlaupsmörkin. Sóknarleikurinn þarf líka að taka framförum. Svo fær liðið að glíma við galdramanninn og keppnismanninn Kiril Lazarov sem ber þetta makedónska lið á herðum sér ár eftir ár. Ótrúlega góður leikmaður sem er búinn að vera lengi í heimsklassa. Takist að halda honum þokkalega í skefjum er hálfur sigur unninn. Þjálfari liðsins spilar með sjö á móti sex lengur en áður hefur sést. Sama hversu mörg mörk liðið fær á sig í tómt markið þá neitar Lino Cervar þjálfari að gefa sig. Hvernig strákarnir höndla þessa stöðu á eftir að hafa mikil áhrif á úrslit leiksins. Takist okkar mönnum að klára þennan leik og fara áfram þá er liðið þegar búið að ná þeim árangri sem hægt var að ætlast til af því. Allt í kjölfarið verður bónus. Þó svo frammistaðan í leikjunum til þessa hafi að mestu leyti verið jákvæð þá verður stóru spurningunum um getu, gæði og andlegan styrk leikmanna svarað í kvöld. Þetta verður mjög áhugavert kvöld sem vonandi endar á jákvæðan hátt fyrir okkar menn.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Frábært að þetta er í okkar höndum Það er allt undir hjá strákunum okkar í dag þegar þeir spila lokaleik sinn í riðlakeppni heimsmeistaramótsins gegn Makedóníumönnum. 19. janúar 2017 06:00 Með nöfn barnanna á skónum: „Þetta er uppáhaldsparið mitt“ Rúnar Kárason skrifaði nöfn barnanan sinna á skópar til að vita hvor væri hvað. 19. janúar 2017 07:30 Hlutkesti gæti ráðið örlögum strákanna okkar í dag Ísland leikur í kvöld lokaleik sinn í riðlakeppni HM. Fjögur efstu lið hvers riðils fara áfram í 16-liða úrslitin en hin tvö í Forsetabikarinn. Þetta eru möguleikar Íslands í kvöld miðað við að Túnis vinni Angóla í dag: 19. janúar 2017 08:15 Verðum fljótt komnir með hörkulandslið aftur Rúnar Kárason er í stóru ábyrgðarhlutverki hjá íslenska landsliðinu á HM. Þetta er hans fyrsta stóra tækifæri með landsliðinu og hann hefur nýtt það vel. 19. janúar 2017 06:30 Mest lesið Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Sjá meira
Strákarnir okkar spila algjöran úrslitaleik á HM í kvöld. Eftir þann leik verður ekki annað tækifæri. Það er núna eða aldrei fyrir liðið að stíga upp og klára mikilvægan leik ætli liðið sér að halda áfram í keppninni. Strákarnir hafa staðið sig vel í flestum prófum á mótinu hingað til og fengið hærri einkunn í þeim flestum en búast mátti við. Nú má aftur á móti ekki falla og það mun reyna á taugar leikmanna. Margra sem hafa ekki þurft að axla ábyrgð í risaleikjum með landsliðinu. Sumir hafa beðið eftir svona tækifæri og núna er tíminn til þess að sýna hvað í þeim býr. Makedóníumenn eiga að mæta þreyttari en strákarnir okkar í þann leik þar sem þeir spiluðu við Spánverja í gærkvöldi. Það verður liðið að nýta sér. Makedóníumenn eru talsvert þyngri á sér en íslenska liðið og vörnin þarf því að halda vel áfram svo liðið fái hraðaupphlaupsmörkin. Sóknarleikurinn þarf líka að taka framförum. Svo fær liðið að glíma við galdramanninn og keppnismanninn Kiril Lazarov sem ber þetta makedónska lið á herðum sér ár eftir ár. Ótrúlega góður leikmaður sem er búinn að vera lengi í heimsklassa. Takist að halda honum þokkalega í skefjum er hálfur sigur unninn. Þjálfari liðsins spilar með sjö á móti sex lengur en áður hefur sést. Sama hversu mörg mörk liðið fær á sig í tómt markið þá neitar Lino Cervar þjálfari að gefa sig. Hvernig strákarnir höndla þessa stöðu á eftir að hafa mikil áhrif á úrslit leiksins. Takist okkar mönnum að klára þennan leik og fara áfram þá er liðið þegar búið að ná þeim árangri sem hægt var að ætlast til af því. Allt í kjölfarið verður bónus. Þó svo frammistaðan í leikjunum til þessa hafi að mestu leyti verið jákvæð þá verður stóru spurningunum um getu, gæði og andlegan styrk leikmanna svarað í kvöld. Þetta verður mjög áhugavert kvöld sem vonandi endar á jákvæðan hátt fyrir okkar menn.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Frábært að þetta er í okkar höndum Það er allt undir hjá strákunum okkar í dag þegar þeir spila lokaleik sinn í riðlakeppni heimsmeistaramótsins gegn Makedóníumönnum. 19. janúar 2017 06:00 Með nöfn barnanna á skónum: „Þetta er uppáhaldsparið mitt“ Rúnar Kárason skrifaði nöfn barnanan sinna á skópar til að vita hvor væri hvað. 19. janúar 2017 07:30 Hlutkesti gæti ráðið örlögum strákanna okkar í dag Ísland leikur í kvöld lokaleik sinn í riðlakeppni HM. Fjögur efstu lið hvers riðils fara áfram í 16-liða úrslitin en hin tvö í Forsetabikarinn. Þetta eru möguleikar Íslands í kvöld miðað við að Túnis vinni Angóla í dag: 19. janúar 2017 08:15 Verðum fljótt komnir með hörkulandslið aftur Rúnar Kárason er í stóru ábyrgðarhlutverki hjá íslenska landsliðinu á HM. Þetta er hans fyrsta stóra tækifæri með landsliðinu og hann hefur nýtt það vel. 19. janúar 2017 06:30 Mest lesið Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Sjá meira
Frábært að þetta er í okkar höndum Það er allt undir hjá strákunum okkar í dag þegar þeir spila lokaleik sinn í riðlakeppni heimsmeistaramótsins gegn Makedóníumönnum. 19. janúar 2017 06:00
Með nöfn barnanna á skónum: „Þetta er uppáhaldsparið mitt“ Rúnar Kárason skrifaði nöfn barnanan sinna á skópar til að vita hvor væri hvað. 19. janúar 2017 07:30
Hlutkesti gæti ráðið örlögum strákanna okkar í dag Ísland leikur í kvöld lokaleik sinn í riðlakeppni HM. Fjögur efstu lið hvers riðils fara áfram í 16-liða úrslitin en hin tvö í Forsetabikarinn. Þetta eru möguleikar Íslands í kvöld miðað við að Túnis vinni Angóla í dag: 19. janúar 2017 08:15
Verðum fljótt komnir með hörkulandslið aftur Rúnar Kárason er í stóru ábyrgðarhlutverki hjá íslenska landsliðinu á HM. Þetta er hans fyrsta stóra tækifæri með landsliðinu og hann hefur nýtt það vel. 19. janúar 2017 06:30