Geir: Ef við erum ekki klárir þá verður þetta vesen Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. janúar 2017 13:42 Geir á hliðarlínunni í Metz. vísir/epa Það er hvíldardagur hjá strákunum okkar í dag eftir erfiða helgi. Það var fundað í morgun og svo verður æfing seinni partinn. „Það er alltaf verið að funda og fara yfir stöðuna,“ segir Geir Sveinsson landsliðsþjálfari léttur er hann kom af enn einum fundinum með strákunum. „Við vinnum þetta þannig að við förum alltaf yfir síðasta leik með fundi daginn eftir. Það gefur okkur heilmikið og þannig getum við þróað okkar leik áfram,“ segir Geir en hann var eðlilega svekktur að hafa aðeins fengið eitt stig úr leikjum helgarinnar. „Kannski hefðum við getað fengið þrjá. Við vorum svekktir að fá ekki neitt úr leiknum gegn Slóveníu. Með Túnis-leikinn þá litum við á stigið sem við misstum sem tapað stig. Við breytum því ekkert úr þessu og það er bara þetta klassíska. Halda áfram veginn.“ Þjálfarinn sá þó margt jákvætt í leik liðsins sem haldið verður áfram að byggja ofan á. „Sérstaklega fram á við. Hraðar sóknir og hraðaupplaup. Vonandi höldum við því áfram. Varnarleikurinn flottur. Sterk innkoma hjá Aroni í markið og frábær innkoma Bjarka Gunnars í vörnina. Það sem er svo mikilvægt í svona löngu og ströngu móti er að halda breiddinni. Ef einhver dettur niður þá kemur næsti maður inn eins og með Bjarka þar sem Gummi var ekki að finna sig. Það geta allir lent í því. Angóla hefur ekki riðið feitum hesti frá leikjum sínum á mótinu og þetta er leikur sem Ísland á að vinna. Angóla er frekar óhefðbundið lið en hvernig undirbýr Geir liðið fyrir þann leik? „Þetta er sérstakt lið. Menn vita að þeir hafa verið að tapa sínum leikjum stórt. Þá segir fólk að þetta sé lið sem á að labba yfir og leyfa öðrum að spila og svona. Það er bara ekkert þannig. Þetta er stórt og kröftugt lið sem er að gera fullt af fínum hlutum. Svolítið óslípaðir. Ef við verðum ekki klárir þá verður þetta vesen og stress í þeim leik.“ Geir segist ekki ætla að gera neinar breytingar á leikmannahópnum og það eru engar líkur á því að Aron Pálmarsson komi í leikinn gegn Makedóníu.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira
Það er hvíldardagur hjá strákunum okkar í dag eftir erfiða helgi. Það var fundað í morgun og svo verður æfing seinni partinn. „Það er alltaf verið að funda og fara yfir stöðuna,“ segir Geir Sveinsson landsliðsþjálfari léttur er hann kom af enn einum fundinum með strákunum. „Við vinnum þetta þannig að við förum alltaf yfir síðasta leik með fundi daginn eftir. Það gefur okkur heilmikið og þannig getum við þróað okkar leik áfram,“ segir Geir en hann var eðlilega svekktur að hafa aðeins fengið eitt stig úr leikjum helgarinnar. „Kannski hefðum við getað fengið þrjá. Við vorum svekktir að fá ekki neitt úr leiknum gegn Slóveníu. Með Túnis-leikinn þá litum við á stigið sem við misstum sem tapað stig. Við breytum því ekkert úr þessu og það er bara þetta klassíska. Halda áfram veginn.“ Þjálfarinn sá þó margt jákvætt í leik liðsins sem haldið verður áfram að byggja ofan á. „Sérstaklega fram á við. Hraðar sóknir og hraðaupplaup. Vonandi höldum við því áfram. Varnarleikurinn flottur. Sterk innkoma hjá Aroni í markið og frábær innkoma Bjarka Gunnars í vörnina. Það sem er svo mikilvægt í svona löngu og ströngu móti er að halda breiddinni. Ef einhver dettur niður þá kemur næsti maður inn eins og með Bjarka þar sem Gummi var ekki að finna sig. Það geta allir lent í því. Angóla hefur ekki riðið feitum hesti frá leikjum sínum á mótinu og þetta er leikur sem Ísland á að vinna. Angóla er frekar óhefðbundið lið en hvernig undirbýr Geir liðið fyrir þann leik? „Þetta er sérstakt lið. Menn vita að þeir hafa verið að tapa sínum leikjum stórt. Þá segir fólk að þetta sé lið sem á að labba yfir og leyfa öðrum að spila og svona. Það er bara ekkert þannig. Þetta er stórt og kröftugt lið sem er að gera fullt af fínum hlutum. Svolítið óslípaðir. Ef við verðum ekki klárir þá verður þetta vesen og stress í þeim leik.“ Geir segist ekki ætla að gera neinar breytingar á leikmannahópnum og það eru engar líkur á því að Aron Pálmarsson komi í leikinn gegn Makedóníu.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira