Einkunnir strákanna okkar: Bjarki Már og Arnór bestir 14. janúar 2017 16:28 Björgvin Páll var frábær í fyrri hálfleik. vísir/epa Strákarnir okkar í handboltalandsliðinu töpuðu með minnsta mun, 25-26, fyrir Slóveníu í B-riðli heimsmeistaramótsins í dag. Eftir hvern leik íslenska liðsins munu íþróttafréttamenn 365 gefa leikmönnum og þjálfaranum einkunnir. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir.Einkunnir Íslands gegn Slóveníu:Björgvin Páll Gústavsson - 4 Var mjög góður í fyrri hálfleik og heilt yfir mjög góður leikur hjá honum. Fékk á sig erfið færi síðari hluta leiksins. Ekki við hann að sakast.Guðjón Valur Sigurðsson - 3 Fyrirliðinn var í nýju hlutverki. Kom inn á til að taka vítaköst á ögurstundu. Skoraði úr þremur af fjórum. Ástæðulaust að kvarta yfir því.Ólafur Guðmundsson - 4 Ólafur var frábær varnarlega. Hafði stóru hlutverk að gegna í hjarta varnarinnar. Honum voru mislagðar hendur í sókninni en fær plús fyrir að halda áfram að reyna.Janus Daði Smárason - 3 Byrjaði leikinn. Fann línuna og var með gott flot á leiknum. En fljótlega kom í ljós að sviðið var of stórt fyrir hann. Hins vegar engin ástæða til örvænta. Hans er framtíðin.Rúnar Kárason - 4 Byrjaði ekki vel og reyndi hluti sem honum eru ekki eðlislægir. En vann sig vel inn í leikinn og sýndi hvers hann er megnugur þegar hann kom beint á vörnina og lét vaða á markið. Það er hans leikur.Arnór Þór Gunnarsson - 4 Allt annað sjá til hans en í leiknum gegn Spáni. Var ákafur og áræðinn en líður fyrir það að stuðlarnir finna hann ekki í horninu. Þar af leiðandi vantar hann mörk af teig.Kári Kristján Kristjánsson - 2 Kári var í miklum vandræðum allan leikinn. Varnarmenn Slóvena voru með hann heljargreipum og útilínan átti í erfiðleikum með að finna hann á línunni.Ásgeir Örn Hallgrímsson - 2 Skilar alltaf sínu í vörninni og er ómissandi þar. En í sókninni hefur hann ekki fundið fjölina sína. Við getum ekki endalaust skrifað það á litla leikæfingu. Ásgeir á mikið inni.Arnar Freyr Arnarsson - 3 Var ekki í eins stóru hlutverki og hann var í gegn Spáni. Samt ótrúlegt að fylgjast með þessum unga manni jafnt í vörn sem sókn. Skorti reynslu í sókninni í dag en það kemur með tímanum.Arnór Atlason - 5 Kom leiks þegar stundarfjórðungur var liðinn af leiknum. Með tilkomu hans gjörbreyttist leikur íslenska liðsins, þó ekki fyrr en í seinni hálfleik. Setti leikinn upp og vissi nákvæmlega hvað átti að spila. Skoraði fjögur mörk úr jafnmörgum skotum. Gerði auðvitað afdrifarík mistök undir lokin.Guðmundur Hólmar Helgason - 4 Frábær leikur hjá Akureyringnum eins og gegn Spáni. Það hefur gert honum gott að leika í einni sterkustu deild heims. Hefur sýnt miklar framfarir.Gunnar Steinn Jónsson - 3 Í erfiðu hlutverki, er hins vegar skynsamur og hjálpar liðinu. Það er lítil skotógn af Gunnari og yfirfintuna til vinstri lesa menn eins og opna bók.Ómar Ingi Magnússon - Spilaði ekki neitt.Aron Rafn Eðvarðsson - 2 Spilaði ekki mikið. Hefði hugsanlega mátt koma fyrr inn þegar Björgvin Páll var farinn að þreytast og gefa eftir. Og kannski var Aron of lengi inn á loksins þegar hann fékk tækifærið.Bjarki Már Elísson - 5 Var besti leikmaður íslenska liðsins. Nýtti færin sín frábærlega. Gríðarlega öflugur af teig. Les leikinn vel. Án nokkurs vafa framtíðarmaður og erfitt að taka stöðuna af honum, jafnvel þótt þú heitir Guðjón Valur.Geir Sveinsson - 4 Varnarleikurinn var frábær hjá íslenska liðinu og í hans anda. Var fljótur að bregðast við þegar sóknin gekk illa. Líður fyrir það hvað breiddin í liðinu er lítil. Rúllar vel á liðinu. Gagnrýndur fyrir að setja Ómar Inga Magnússon ekki inn en í fyrstu tvo leikina hafði hann ekkert að gera. Hans tækifæri er handan við hornið.Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Arnór: Síðasti tapaði boltinn situr í mér "Það er svolítið vonleysi og svekkelsi núna,“ segir Arnór Atlason sem átti magnaðan leik fyrir Ísland í kvöld. Stýrði sóknarleik íslenska liðsins af myndarskap og öll fjögur skot hans fóru í markið. 14. janúar 2017 16:13 Vujovic: Framtíð íslenska liðsins er björt "Ég veit ekki hvað skal segja,“ sagði þjálfari Slóvena, Veselin Vujovic, gjörsamlega búinn á því eftir hinn magnaða leik Íslands og Slóveníu í dag. Drengir Vujovic skriðu út úr höllinni með tvo punkta en það hefði ekki verið mjög ósanngjarnt ef Ísland hefði fengið annað stigið. 14. janúar 2017 16:01 Guðmundur Hólmar: Við mætum bara dýrvitlausir á morgun Guðmundur Hólmar Helgason var daufur í dálkinn eftir eins marks tap á móti Slóveníu á HM í handbolta í dag. 14. janúar 2017 15:50 Einar Andri gerir upp leik Íslands: Frábær seinni hálfleikur en svekkjandi tap Einar Andri Einarsson, þjálfari toppliðs Aftureldingar í Olís-deild karla í handbolta og sérfræðingur 365 um HM í handbolta, fer yfir leik Íslands og Slóveníu. 14. janúar 2017 15:58 Arnór: Hefðum getað komist tveimur mörkum yfir en ég klúðraði dauðafæri „Þetta er ótrúlega svekkjandi. Við áttum séns að komast tveimur mörkum yfir og ég til að mynda klúðraði þá dauðafæri,“ segir Arnór Þór Gunnarsson, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir svekkkjandi tap gegn Slóvenum á HM í handbolta í Frakklandi. 14. janúar 2017 15:46 Kom alla leið frá Hólmavík á leikinn: „Okkur lýst ótrúlega vel á nýju strákana“ „Af hverju ættum við ekki að vera hér?," segir Svanhildur Jónsdóttir, hress stuðningsmaður íslenska landsliðsins, í Metz fyrir leik Íslands og Slóveníu á HM í handbolta sem fram fer í Frakklandi. 14. janúar 2017 14:05 Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 25-26 | Grátlegt tap í bardaga gegn Slóveníu Strákarnir okkar urðu að sætta sig við tap í æsilegum slag gegn Slóveníu í dag. Lokatölur 25-26, Slóvenum í vil. 14. janúar 2017 15:15 Ólafur: Höfum ekki tíma til að svekkja okkur „Við vorum ekkert langt frá þessu, vorum inn í leiknum allan tímann og þetta hefði getað dottið báðum megin,“ segir Ólafur Guðmundsson, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir svekkkjandi tap gegn Slóvenum á HM í handbolta í Frakklandi. 14. janúar 2017 15:32 Bjarki: Líður alltaf vel er ég spila handbolta Bjarki Már Elísson er búinn að bíða lengi eftir sínu fyrsta tækifæri á stórmóti og það kom frekar óvænt í dag. Óhætt er að segja að Bjarki hafi nýtt tækifærið vel því hann fór á kostum gegn Slóvenum. 14. janúar 2017 16:24 Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Sjá meira
Strákarnir okkar í handboltalandsliðinu töpuðu með minnsta mun, 25-26, fyrir Slóveníu í B-riðli heimsmeistaramótsins í dag. Eftir hvern leik íslenska liðsins munu íþróttafréttamenn 365 gefa leikmönnum og þjálfaranum einkunnir. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir.Einkunnir Íslands gegn Slóveníu:Björgvin Páll Gústavsson - 4 Var mjög góður í fyrri hálfleik og heilt yfir mjög góður leikur hjá honum. Fékk á sig erfið færi síðari hluta leiksins. Ekki við hann að sakast.Guðjón Valur Sigurðsson - 3 Fyrirliðinn var í nýju hlutverki. Kom inn á til að taka vítaköst á ögurstundu. Skoraði úr þremur af fjórum. Ástæðulaust að kvarta yfir því.Ólafur Guðmundsson - 4 Ólafur var frábær varnarlega. Hafði stóru hlutverk að gegna í hjarta varnarinnar. Honum voru mislagðar hendur í sókninni en fær plús fyrir að halda áfram að reyna.Janus Daði Smárason - 3 Byrjaði leikinn. Fann línuna og var með gott flot á leiknum. En fljótlega kom í ljós að sviðið var of stórt fyrir hann. Hins vegar engin ástæða til örvænta. Hans er framtíðin.Rúnar Kárason - 4 Byrjaði ekki vel og reyndi hluti sem honum eru ekki eðlislægir. En vann sig vel inn í leikinn og sýndi hvers hann er megnugur þegar hann kom beint á vörnina og lét vaða á markið. Það er hans leikur.Arnór Þór Gunnarsson - 4 Allt annað sjá til hans en í leiknum gegn Spáni. Var ákafur og áræðinn en líður fyrir það að stuðlarnir finna hann ekki í horninu. Þar af leiðandi vantar hann mörk af teig.Kári Kristján Kristjánsson - 2 Kári var í miklum vandræðum allan leikinn. Varnarmenn Slóvena voru með hann heljargreipum og útilínan átti í erfiðleikum með að finna hann á línunni.Ásgeir Örn Hallgrímsson - 2 Skilar alltaf sínu í vörninni og er ómissandi þar. En í sókninni hefur hann ekki fundið fjölina sína. Við getum ekki endalaust skrifað það á litla leikæfingu. Ásgeir á mikið inni.Arnar Freyr Arnarsson - 3 Var ekki í eins stóru hlutverki og hann var í gegn Spáni. Samt ótrúlegt að fylgjast með þessum unga manni jafnt í vörn sem sókn. Skorti reynslu í sókninni í dag en það kemur með tímanum.Arnór Atlason - 5 Kom leiks þegar stundarfjórðungur var liðinn af leiknum. Með tilkomu hans gjörbreyttist leikur íslenska liðsins, þó ekki fyrr en í seinni hálfleik. Setti leikinn upp og vissi nákvæmlega hvað átti að spila. Skoraði fjögur mörk úr jafnmörgum skotum. Gerði auðvitað afdrifarík mistök undir lokin.Guðmundur Hólmar Helgason - 4 Frábær leikur hjá Akureyringnum eins og gegn Spáni. Það hefur gert honum gott að leika í einni sterkustu deild heims. Hefur sýnt miklar framfarir.Gunnar Steinn Jónsson - 3 Í erfiðu hlutverki, er hins vegar skynsamur og hjálpar liðinu. Það er lítil skotógn af Gunnari og yfirfintuna til vinstri lesa menn eins og opna bók.Ómar Ingi Magnússon - Spilaði ekki neitt.Aron Rafn Eðvarðsson - 2 Spilaði ekki mikið. Hefði hugsanlega mátt koma fyrr inn þegar Björgvin Páll var farinn að þreytast og gefa eftir. Og kannski var Aron of lengi inn á loksins þegar hann fékk tækifærið.Bjarki Már Elísson - 5 Var besti leikmaður íslenska liðsins. Nýtti færin sín frábærlega. Gríðarlega öflugur af teig. Les leikinn vel. Án nokkurs vafa framtíðarmaður og erfitt að taka stöðuna af honum, jafnvel þótt þú heitir Guðjón Valur.Geir Sveinsson - 4 Varnarleikurinn var frábær hjá íslenska liðinu og í hans anda. Var fljótur að bregðast við þegar sóknin gekk illa. Líður fyrir það hvað breiddin í liðinu er lítil. Rúllar vel á liðinu. Gagnrýndur fyrir að setja Ómar Inga Magnússon ekki inn en í fyrstu tvo leikina hafði hann ekkert að gera. Hans tækifæri er handan við hornið.Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Arnór: Síðasti tapaði boltinn situr í mér "Það er svolítið vonleysi og svekkelsi núna,“ segir Arnór Atlason sem átti magnaðan leik fyrir Ísland í kvöld. Stýrði sóknarleik íslenska liðsins af myndarskap og öll fjögur skot hans fóru í markið. 14. janúar 2017 16:13 Vujovic: Framtíð íslenska liðsins er björt "Ég veit ekki hvað skal segja,“ sagði þjálfari Slóvena, Veselin Vujovic, gjörsamlega búinn á því eftir hinn magnaða leik Íslands og Slóveníu í dag. Drengir Vujovic skriðu út úr höllinni með tvo punkta en það hefði ekki verið mjög ósanngjarnt ef Ísland hefði fengið annað stigið. 14. janúar 2017 16:01 Guðmundur Hólmar: Við mætum bara dýrvitlausir á morgun Guðmundur Hólmar Helgason var daufur í dálkinn eftir eins marks tap á móti Slóveníu á HM í handbolta í dag. 14. janúar 2017 15:50 Einar Andri gerir upp leik Íslands: Frábær seinni hálfleikur en svekkjandi tap Einar Andri Einarsson, þjálfari toppliðs Aftureldingar í Olís-deild karla í handbolta og sérfræðingur 365 um HM í handbolta, fer yfir leik Íslands og Slóveníu. 14. janúar 2017 15:58 Arnór: Hefðum getað komist tveimur mörkum yfir en ég klúðraði dauðafæri „Þetta er ótrúlega svekkjandi. Við áttum séns að komast tveimur mörkum yfir og ég til að mynda klúðraði þá dauðafæri,“ segir Arnór Þór Gunnarsson, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir svekkkjandi tap gegn Slóvenum á HM í handbolta í Frakklandi. 14. janúar 2017 15:46 Kom alla leið frá Hólmavík á leikinn: „Okkur lýst ótrúlega vel á nýju strákana“ „Af hverju ættum við ekki að vera hér?," segir Svanhildur Jónsdóttir, hress stuðningsmaður íslenska landsliðsins, í Metz fyrir leik Íslands og Slóveníu á HM í handbolta sem fram fer í Frakklandi. 14. janúar 2017 14:05 Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 25-26 | Grátlegt tap í bardaga gegn Slóveníu Strákarnir okkar urðu að sætta sig við tap í æsilegum slag gegn Slóveníu í dag. Lokatölur 25-26, Slóvenum í vil. 14. janúar 2017 15:15 Ólafur: Höfum ekki tíma til að svekkja okkur „Við vorum ekkert langt frá þessu, vorum inn í leiknum allan tímann og þetta hefði getað dottið báðum megin,“ segir Ólafur Guðmundsson, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir svekkkjandi tap gegn Slóvenum á HM í handbolta í Frakklandi. 14. janúar 2017 15:32 Bjarki: Líður alltaf vel er ég spila handbolta Bjarki Már Elísson er búinn að bíða lengi eftir sínu fyrsta tækifæri á stórmóti og það kom frekar óvænt í dag. Óhætt er að segja að Bjarki hafi nýtt tækifærið vel því hann fór á kostum gegn Slóvenum. 14. janúar 2017 16:24 Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Sjá meira
Arnór: Síðasti tapaði boltinn situr í mér "Það er svolítið vonleysi og svekkelsi núna,“ segir Arnór Atlason sem átti magnaðan leik fyrir Ísland í kvöld. Stýrði sóknarleik íslenska liðsins af myndarskap og öll fjögur skot hans fóru í markið. 14. janúar 2017 16:13
Vujovic: Framtíð íslenska liðsins er björt "Ég veit ekki hvað skal segja,“ sagði þjálfari Slóvena, Veselin Vujovic, gjörsamlega búinn á því eftir hinn magnaða leik Íslands og Slóveníu í dag. Drengir Vujovic skriðu út úr höllinni með tvo punkta en það hefði ekki verið mjög ósanngjarnt ef Ísland hefði fengið annað stigið. 14. janúar 2017 16:01
Guðmundur Hólmar: Við mætum bara dýrvitlausir á morgun Guðmundur Hólmar Helgason var daufur í dálkinn eftir eins marks tap á móti Slóveníu á HM í handbolta í dag. 14. janúar 2017 15:50
Einar Andri gerir upp leik Íslands: Frábær seinni hálfleikur en svekkjandi tap Einar Andri Einarsson, þjálfari toppliðs Aftureldingar í Olís-deild karla í handbolta og sérfræðingur 365 um HM í handbolta, fer yfir leik Íslands og Slóveníu. 14. janúar 2017 15:58
Arnór: Hefðum getað komist tveimur mörkum yfir en ég klúðraði dauðafæri „Þetta er ótrúlega svekkjandi. Við áttum séns að komast tveimur mörkum yfir og ég til að mynda klúðraði þá dauðafæri,“ segir Arnór Þór Gunnarsson, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir svekkkjandi tap gegn Slóvenum á HM í handbolta í Frakklandi. 14. janúar 2017 15:46
Kom alla leið frá Hólmavík á leikinn: „Okkur lýst ótrúlega vel á nýju strákana“ „Af hverju ættum við ekki að vera hér?," segir Svanhildur Jónsdóttir, hress stuðningsmaður íslenska landsliðsins, í Metz fyrir leik Íslands og Slóveníu á HM í handbolta sem fram fer í Frakklandi. 14. janúar 2017 14:05
Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 25-26 | Grátlegt tap í bardaga gegn Slóveníu Strákarnir okkar urðu að sætta sig við tap í æsilegum slag gegn Slóveníu í dag. Lokatölur 25-26, Slóvenum í vil. 14. janúar 2017 15:15
Ólafur: Höfum ekki tíma til að svekkja okkur „Við vorum ekkert langt frá þessu, vorum inn í leiknum allan tímann og þetta hefði getað dottið báðum megin,“ segir Ólafur Guðmundsson, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir svekkkjandi tap gegn Slóvenum á HM í handbolta í Frakklandi. 14. janúar 2017 15:32
Bjarki: Líður alltaf vel er ég spila handbolta Bjarki Már Elísson er búinn að bíða lengi eftir sínu fyrsta tækifæri á stórmóti og það kom frekar óvænt í dag. Óhætt er að segja að Bjarki hafi nýtt tækifærið vel því hann fór á kostum gegn Slóvenum. 14. janúar 2017 16:24