Ég er á góðum stað í lífinu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. janúar 2017 06:00 Guðjón Valur fagnar einu fimm marka sinna gegn Spáni. vísir/getty „Nei, ég er ekkert að verða þreyttur á þessu. Ég veit ekki hvernig 37 ára manni á að líða en mér líður mjög vel. Ég hef alltaf sagt að ég hef aldrei tekið því sem sjálfsögðum hlut að vera í landsliðinu,“ segir landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson, sem er að taka þátt á sínu 20. stórmóti sem er auðvitað met. Hann er líka langmarkahæsti leikmaðurinn á HM í Frakklandi. Fyrsta stórmótið var EM í Króatíu árið 2000 og síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar en Guðjón virðist ekki eldast. Hann er enn fljótastur á vellinum og raðar inn mörkum eins og hann hefur alltaf gert. Hann hreinlega virðist ekki eldast. „Meðan ég er í landsliðinu vil ég sýna ungu mönnunum að það er ekki sjálfsagt. Menn eiga að berjast fyrir sínu sæti. Ég er glaður að spila fyrir landsliðið og leiða liðið út á völlinn á meðan landsliðsþjálfarinn treystir mér fyrir því. Ég held því áfram að gefa kost á mér. Auðvitað hafa komið mót sem voru ekki nógu skemmtileg en það var samt reynsla. Ég er á góðum stað í lífinu. Hamingjusamur og líður vel. Ég er ofsalega glaður að vera hérna.“ Fyrirliðinn tekur sitt hlutverk í liðinu mjög alvarlega og gefur af sér til yngri leikmanna. Miðlar af mestu reynslu í sögu íslenska handboltalandsliðsins. „Það er gaman og gefandi að fá að taka þátt í þessu ferli hjá mörgum mönnum hérna. Að koma hlutverkum yfir á þá og kannski kenna þeim eitthvað í leiðinni. Maður reynir að vanda það sem maður segir við drengina og þeir eru opnir og móttækilegir fyrir því sem við höfum fram að færa. Það er held ég meiri arfleifð sem maður getur skilið eftir heldur en leikir og mörk,“ segir Guðjón en hann gæti nánast verið faðir þeirra yngstu í liðinu. „Ómar Ingi er tveimur árum eldri en elsta dóttir mín og þetta er því sérstakt og gaman. Þetta er gefandi og mér finnst þetta mjög skemmtilegt.“ Guðjón er að kynnast fullt af nýjum strákum enda flestir sem hafa verið í liðinu síðustu árin hættir í því. Samfélagið hefur mikið breyst síðan Seltirningurinn byrjaði að spila fyrir Ísland og þrátt fyrir alla tæknina þá tala landsliðsstrákarnir enn saman. Það er ekki bara verið að hanga í símanum. „Þegar ég byrjaði í landsliðinu var maður að hringja heim úr hótelsímanum. Það er löngu búið. Ég var 20 ára á fyrsta mótinu og næstyngsti maðurinn var 26 ára. Þar var mikið bil á milli og ég var einn að koma inn. Það hefur ótrúlega mikið breyst á þessum tíma en það lifir alveg að menn tala mikið saman. Áður fyrr voru menn sektaðir fyrir að vera með símann á sér en nú er það alveg í lagi að menn hafi hann við höndina og kíki á hann. Samgangurinn er enn sá sami en við vitum að annað augað hjá mörgum er á símanum en það er ekki á kostnað þess að við tölum ekki saman.“ Það dylst engum hvað Guðjón Valur nýtur þess að spila fyrir landsliðið. Eftir að hafa skorað rúmlega 1.700 mörk fyrir liðið fagnar hann enn mörkum eins og fyrsta markinu. Í leiknum gegn Spánverjum fagnaði hann einu marki með góðu ljónsöskri og sneri í áttina að syni sínum, Jasoni, sem hoppaði hreinlega af kæti í stúkunni. Yndislegt augnablik. Guðjón var í fréttunum fyrir leik er hann ákvað að sýna réttindabaráttu hinsegin fólks stuðning með því að vera með regnbogafánann á skónum sínum. Hann reyndi að vera með regnbogafyrirliðaband ásamt Bjarte Myrhol, fyrirliða Noregs, á EM í Póllandi en þeim var meinað að bera böndin. „Það var smá uppreisnarseggur í mér eftir að hafa verið bannað að nota bandið í fyrra. Mér finnst að allir eigi að hafa sömu möguleika. Ég ákvað að fara þessa leið í því. Ég er samt ekki að leitast eftir því að vera talsmaður fyrir einhverja baráttu en mér finnst sjálfsagt að leggja mín lóð á vogarskálarnar,“ segir Guðjón og neitar því að hann sé að leggja grunninn að frama í pólitík eða einhverju álíka. „Pólitík heillar mig alls ekki. Ég fylgist með henni eins og aðrir. Einhvern veginn veldur hún manni alltaf jafn miklum vonbrigðum. Ég held mig við handboltann. Það kann ég.“ HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Sjá meira
„Nei, ég er ekkert að verða þreyttur á þessu. Ég veit ekki hvernig 37 ára manni á að líða en mér líður mjög vel. Ég hef alltaf sagt að ég hef aldrei tekið því sem sjálfsögðum hlut að vera í landsliðinu,“ segir landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson, sem er að taka þátt á sínu 20. stórmóti sem er auðvitað met. Hann er líka langmarkahæsti leikmaðurinn á HM í Frakklandi. Fyrsta stórmótið var EM í Króatíu árið 2000 og síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar en Guðjón virðist ekki eldast. Hann er enn fljótastur á vellinum og raðar inn mörkum eins og hann hefur alltaf gert. Hann hreinlega virðist ekki eldast. „Meðan ég er í landsliðinu vil ég sýna ungu mönnunum að það er ekki sjálfsagt. Menn eiga að berjast fyrir sínu sæti. Ég er glaður að spila fyrir landsliðið og leiða liðið út á völlinn á meðan landsliðsþjálfarinn treystir mér fyrir því. Ég held því áfram að gefa kost á mér. Auðvitað hafa komið mót sem voru ekki nógu skemmtileg en það var samt reynsla. Ég er á góðum stað í lífinu. Hamingjusamur og líður vel. Ég er ofsalega glaður að vera hérna.“ Fyrirliðinn tekur sitt hlutverk í liðinu mjög alvarlega og gefur af sér til yngri leikmanna. Miðlar af mestu reynslu í sögu íslenska handboltalandsliðsins. „Það er gaman og gefandi að fá að taka þátt í þessu ferli hjá mörgum mönnum hérna. Að koma hlutverkum yfir á þá og kannski kenna þeim eitthvað í leiðinni. Maður reynir að vanda það sem maður segir við drengina og þeir eru opnir og móttækilegir fyrir því sem við höfum fram að færa. Það er held ég meiri arfleifð sem maður getur skilið eftir heldur en leikir og mörk,“ segir Guðjón en hann gæti nánast verið faðir þeirra yngstu í liðinu. „Ómar Ingi er tveimur árum eldri en elsta dóttir mín og þetta er því sérstakt og gaman. Þetta er gefandi og mér finnst þetta mjög skemmtilegt.“ Guðjón er að kynnast fullt af nýjum strákum enda flestir sem hafa verið í liðinu síðustu árin hættir í því. Samfélagið hefur mikið breyst síðan Seltirningurinn byrjaði að spila fyrir Ísland og þrátt fyrir alla tæknina þá tala landsliðsstrákarnir enn saman. Það er ekki bara verið að hanga í símanum. „Þegar ég byrjaði í landsliðinu var maður að hringja heim úr hótelsímanum. Það er löngu búið. Ég var 20 ára á fyrsta mótinu og næstyngsti maðurinn var 26 ára. Þar var mikið bil á milli og ég var einn að koma inn. Það hefur ótrúlega mikið breyst á þessum tíma en það lifir alveg að menn tala mikið saman. Áður fyrr voru menn sektaðir fyrir að vera með símann á sér en nú er það alveg í lagi að menn hafi hann við höndina og kíki á hann. Samgangurinn er enn sá sami en við vitum að annað augað hjá mörgum er á símanum en það er ekki á kostnað þess að við tölum ekki saman.“ Það dylst engum hvað Guðjón Valur nýtur þess að spila fyrir landsliðið. Eftir að hafa skorað rúmlega 1.700 mörk fyrir liðið fagnar hann enn mörkum eins og fyrsta markinu. Í leiknum gegn Spánverjum fagnaði hann einu marki með góðu ljónsöskri og sneri í áttina að syni sínum, Jasoni, sem hoppaði hreinlega af kæti í stúkunni. Yndislegt augnablik. Guðjón var í fréttunum fyrir leik er hann ákvað að sýna réttindabaráttu hinsegin fólks stuðning með því að vera með regnbogafánann á skónum sínum. Hann reyndi að vera með regnbogafyrirliðaband ásamt Bjarte Myrhol, fyrirliða Noregs, á EM í Póllandi en þeim var meinað að bera böndin. „Það var smá uppreisnarseggur í mér eftir að hafa verið bannað að nota bandið í fyrra. Mér finnst að allir eigi að hafa sömu möguleika. Ég ákvað að fara þessa leið í því. Ég er samt ekki að leitast eftir því að vera talsmaður fyrir einhverja baráttu en mér finnst sjálfsagt að leggja mín lóð á vogarskálarnar,“ segir Guðjón og neitar því að hann sé að leggja grunninn að frama í pólitík eða einhverju álíka. „Pólitík heillar mig alls ekki. Ég fylgist með henni eins og aðrir. Einhvern veginn veldur hún manni alltaf jafn miklum vonbrigðum. Ég held mig við handboltann. Það kann ég.“
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Sjá meira