Bjarki: Eigum ekki að sýna Spánverjum neina virðingu Arnar Björnsson í Metz skrifar 11. janúar 2017 16:00 Hornamaðurinn Bjarki Már Elísson er einn margra í landsliðinu sem hefur ekki getað beitt sér að fullu vegna meiðsla. „Ég var að glíma við smávægileg meiðsli í mjöðminni en prófaði á æfingu í gær og það gekk rosalega vel. Ég er bjartsýnn á að þetta haldi og verði gott,“ sagði Bjarki Már eftir æfingu liðsins í gær. „Ef ég myndi ekki treysta mér þá myndi ég ekki gefa kost á mér. Ég er bara klár.“ Bjarki gekk til liðs við Füchse Berlin sumarið 2015 og er næstmarkahæsti maður liðsins en Berlínarliðið er í fjórða sæti í Bundesligunni. Hann er búinn að skora 62 mörk úr vinstra horninu og aðeins Petar Nenadic er búinn að skora fleiri mörk fyrir Füchse. „Ég er einbeittur og vil standa mig og nýta það tækifæri sem ég fæ og reyna að hjálpa liðinu,“ segir Bjarki sem tekur núna þátt í sínu fyrsta stórmóti. Bjarki viðurkennir alveg að honum hafi fundist að það væri kominn tími á að hann fengi tækifærið. „Jú, jú en þjálfarinn velur náttúrulega alltaf sitt lið og maður verður alltaf að bera virðingu fyrir því. Ég er búinn að bíða lengi eftir sénsinum og hann er loksins kominn, ef þetta fer sem horfir. Ég hlakka bara til að hjálpa liðinu eins og ég get,“ segir Bjarki. Fyrsti andstæðingurinn er afar erfiður enda Spánverjar sem eru með valinn mann í hverju rúmi. „Við þurfum að undirbúa okkur vel, mæta með kassann úti og gefa allt í þetta. Við höfum engu að tapa. Við eigum ekki að sýna þeim neina virðingu og fara í leikinn af krafti og sjá hvað gerist,“ segir Bjarki sem skoraði sjö mörk úr níu skotum í leikjunum tveimur sem hann spilaði á æfingamótinu í Danmörku.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira
Hornamaðurinn Bjarki Már Elísson er einn margra í landsliðinu sem hefur ekki getað beitt sér að fullu vegna meiðsla. „Ég var að glíma við smávægileg meiðsli í mjöðminni en prófaði á æfingu í gær og það gekk rosalega vel. Ég er bjartsýnn á að þetta haldi og verði gott,“ sagði Bjarki Már eftir æfingu liðsins í gær. „Ef ég myndi ekki treysta mér þá myndi ég ekki gefa kost á mér. Ég er bara klár.“ Bjarki gekk til liðs við Füchse Berlin sumarið 2015 og er næstmarkahæsti maður liðsins en Berlínarliðið er í fjórða sæti í Bundesligunni. Hann er búinn að skora 62 mörk úr vinstra horninu og aðeins Petar Nenadic er búinn að skora fleiri mörk fyrir Füchse. „Ég er einbeittur og vil standa mig og nýta það tækifæri sem ég fæ og reyna að hjálpa liðinu,“ segir Bjarki sem tekur núna þátt í sínu fyrsta stórmóti. Bjarki viðurkennir alveg að honum hafi fundist að það væri kominn tími á að hann fengi tækifærið. „Jú, jú en þjálfarinn velur náttúrulega alltaf sitt lið og maður verður alltaf að bera virðingu fyrir því. Ég er búinn að bíða lengi eftir sénsinum og hann er loksins kominn, ef þetta fer sem horfir. Ég hlakka bara til að hjálpa liðinu eins og ég get,“ segir Bjarki. Fyrsti andstæðingurinn er afar erfiður enda Spánverjar sem eru með valinn mann í hverju rúmi. „Við þurfum að undirbúa okkur vel, mæta með kassann úti og gefa allt í þetta. Við höfum engu að tapa. Við eigum ekki að sýna þeim neina virðingu og fara í leikinn af krafti og sjá hvað gerist,“ segir Bjarki sem skoraði sjö mörk úr níu skotum í leikjunum tveimur sem hann spilaði á æfingamótinu í Danmörku.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira