Þingflokkur Viðreisnar fékk Bjarna á símafund: Töldu svör Bjarna um skýrsluna viðunandi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 10. janúar 2017 10:33 Frá fundi ráðgjafaráðs Viðreisnar í gærkvöldi. vísir/hanna Þingflokkur Viðreisnar fékk Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins á símafund í gær til að ræða birtingu skýrslu um aflandsfélög og hvers vegna hún var ekki birt fyrr en síðastliðinn föstudag. Þingmenn Viðreisnar segja að þeim hafi fundist full ástæða til að fá svör frá Bjarna um hvers vegna svo var staðið að birtingu skýrslunnar áður en tekin væri endanleg ákvörðun um stjórnarsamstarf og segja svör hans hafa verið viðunandi. „Þingflokknum fannst ástæða til þess að fá tækifæri til að tala við hann um þessi skýrslumál og að geta spurt hann beint um þau mál og geta fengið svör. Okkur þótti það bara gríðarlega mikilvægt,“ segir Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar, í samtali við Vísi. Hún segir málið hafa valdið þingflokknum hugarangri og að þeim hafi fundist full ástæða til að fara yfir það frá A til Ö.Ekki æskileg vinnubrögð Skýrslan var birt opinberlega á föstudag. Í fréttum RÚV hefur verið fullyrt að skýrslunni hafi verið skilað til ráðuneytisins 13. september og að Bjarni hafi fengið kynningu á henni 5. október. Gagnrýnt hefur verið að skýrslan hafi ekki verið birt opinberlega samstundis, eða fyrir kosningar 29. Október þegar gengið var til kosninga. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir að þingflokkurinn hafi viljað setja sig vel inn í málið. „Þannig að auðvitað alveg ljóst að það var full ástæða til að skoða það vandlega áður en endanlegar ákvarðanir um stjórnarsamstarf voru teknar. Við vildum fara mjög vandlega yfir það eins og hefur komið fram þá hefðum við, þetta eru ekki vinnubrögð sem við hefðum ástundað í þessari stöðu og alltaf heppilegra að birta þessa skýrslu um leið og hún lá fyrir,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi. „Við vildum bara heyra betur frá Bjarna hvað skýrði það hvernig að málum var staðið á þessum tíma og við gætum þá tekið afstöðu til þess hvort það væri eitthvað sem truflaði okkur eða ekki.“ Aðspurður segir Þorsteinn að þau hafi metið svör Bjarna viðunandi. „Við töldum að það væri ekki ástæða til annars en að halda áfram þó við hefðum ítrekað að við hefðum viljað sjá þarna öðruvísi staðið að málum og við hefðum lagt á það áherslu í umræðu um nýtt stjórnarsamstarf að það verði einmitt unnið með mjög vönduðum hætti og með gagnsæja stjórnsýslu að leiðarljósi. En að því sögðu þá töldum við skýringar Bjarna fullnægjandi og ekkert því til fyrirstöðu að halda áfram.“Sjá einnig:Benedikt um skýrsluna: Slök dómgreind og klúður Þorsteinn segir þó að ekki hafi verið tekið til skoðunar að slíta stjórnarmyndunarviðræðum vegna málsins. „Nei það myndi ég ekki segja. Við töldum hins vegar fulla ástæðu til að fara mjög vandlega yfir málið. Það var ljóst að það væri að því eðli að við töldum að þarna hefðu augljóslega verið gerð mistök við afgreiðslu málsins á sínum tíma. Það vissulega heyrir til ábyrgðar síðustu ríkisstjórnar en við vildum vera með fulla vissu fyrir því að við hefðum góðan skilning á því hvernig þetta hefði borið til. Við fengum þær skýringar.“ Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, er formaður efnahags- og viðskiptanefndar. Benedikt upplýsti í gær í lokuðum hópi á Facebook sem trúnaðarmenn Viðreisnar hafa aðgang að hann hefði rætt málið við Bjarna og af því samtali megi ráða að um hafi verið að ræða frekar „klaufaskap og lélega dómgreind en ásetning um feluleik“, eins og Benedikt segir í færslunni. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Viðreisn samþykkti stjórnarsáttmálann samhljóða Ráðgjafaráð Viðreisnar samþykkti á fundi sínum í kvöld ríkisstjórnarsamstarf flokksins við Sjálfstæðisflokkinn og Bjarta framtíð. Stjórnarsáttmálinn var samþykktur samhljóða. 9. janúar 2017 21:56 Viðreisnarfólk óánægt með Bjarna Flokksmenn Viðreisnar létu í ljós óánægju sína með Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, sem sakaður hefur verið um að hafa setið á skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum fram yfir kosningar, á fundi þeirra í Ármúla í kvöld. 9. janúar 2017 22:04 Benedikt um skýrsluna: Slök dómgreind og klúður "Það er rosaleg skítalykt af þessu máli,“ segir þingmaður Pírata. Skýrsla um aflandseignir Íslendinga ekki birt fyrr en eftir kosningar. Formaður Samfylkingarinnar segir forkastanlegt að halda upplýsingum frá almenningi. 10. janúar 2017 05:00 Óvíst hvort Björt framtíð samþykki stjórnarsáttmála Kurr er á meðal stjórnarmanna í flokknum vegna skýrslu starfshóps um eignir Íslendinga í skattaskjólum. 9. janúar 2017 18:44 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Sjá meira
Þingflokkur Viðreisnar fékk Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins á símafund í gær til að ræða birtingu skýrslu um aflandsfélög og hvers vegna hún var ekki birt fyrr en síðastliðinn föstudag. Þingmenn Viðreisnar segja að þeim hafi fundist full ástæða til að fá svör frá Bjarna um hvers vegna svo var staðið að birtingu skýrslunnar áður en tekin væri endanleg ákvörðun um stjórnarsamstarf og segja svör hans hafa verið viðunandi. „Þingflokknum fannst ástæða til þess að fá tækifæri til að tala við hann um þessi skýrslumál og að geta spurt hann beint um þau mál og geta fengið svör. Okkur þótti það bara gríðarlega mikilvægt,“ segir Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar, í samtali við Vísi. Hún segir málið hafa valdið þingflokknum hugarangri og að þeim hafi fundist full ástæða til að fara yfir það frá A til Ö.Ekki æskileg vinnubrögð Skýrslan var birt opinberlega á föstudag. Í fréttum RÚV hefur verið fullyrt að skýrslunni hafi verið skilað til ráðuneytisins 13. september og að Bjarni hafi fengið kynningu á henni 5. október. Gagnrýnt hefur verið að skýrslan hafi ekki verið birt opinberlega samstundis, eða fyrir kosningar 29. Október þegar gengið var til kosninga. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir að þingflokkurinn hafi viljað setja sig vel inn í málið. „Þannig að auðvitað alveg ljóst að það var full ástæða til að skoða það vandlega áður en endanlegar ákvarðanir um stjórnarsamstarf voru teknar. Við vildum fara mjög vandlega yfir það eins og hefur komið fram þá hefðum við, þetta eru ekki vinnubrögð sem við hefðum ástundað í þessari stöðu og alltaf heppilegra að birta þessa skýrslu um leið og hún lá fyrir,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi. „Við vildum bara heyra betur frá Bjarna hvað skýrði það hvernig að málum var staðið á þessum tíma og við gætum þá tekið afstöðu til þess hvort það væri eitthvað sem truflaði okkur eða ekki.“ Aðspurður segir Þorsteinn að þau hafi metið svör Bjarna viðunandi. „Við töldum að það væri ekki ástæða til annars en að halda áfram þó við hefðum ítrekað að við hefðum viljað sjá þarna öðruvísi staðið að málum og við hefðum lagt á það áherslu í umræðu um nýtt stjórnarsamstarf að það verði einmitt unnið með mjög vönduðum hætti og með gagnsæja stjórnsýslu að leiðarljósi. En að því sögðu þá töldum við skýringar Bjarna fullnægjandi og ekkert því til fyrirstöðu að halda áfram.“Sjá einnig:Benedikt um skýrsluna: Slök dómgreind og klúður Þorsteinn segir þó að ekki hafi verið tekið til skoðunar að slíta stjórnarmyndunarviðræðum vegna málsins. „Nei það myndi ég ekki segja. Við töldum hins vegar fulla ástæðu til að fara mjög vandlega yfir málið. Það var ljóst að það væri að því eðli að við töldum að þarna hefðu augljóslega verið gerð mistök við afgreiðslu málsins á sínum tíma. Það vissulega heyrir til ábyrgðar síðustu ríkisstjórnar en við vildum vera með fulla vissu fyrir því að við hefðum góðan skilning á því hvernig þetta hefði borið til. Við fengum þær skýringar.“ Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, er formaður efnahags- og viðskiptanefndar. Benedikt upplýsti í gær í lokuðum hópi á Facebook sem trúnaðarmenn Viðreisnar hafa aðgang að hann hefði rætt málið við Bjarna og af því samtali megi ráða að um hafi verið að ræða frekar „klaufaskap og lélega dómgreind en ásetning um feluleik“, eins og Benedikt segir í færslunni.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Viðreisn samþykkti stjórnarsáttmálann samhljóða Ráðgjafaráð Viðreisnar samþykkti á fundi sínum í kvöld ríkisstjórnarsamstarf flokksins við Sjálfstæðisflokkinn og Bjarta framtíð. Stjórnarsáttmálinn var samþykktur samhljóða. 9. janúar 2017 21:56 Viðreisnarfólk óánægt með Bjarna Flokksmenn Viðreisnar létu í ljós óánægju sína með Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, sem sakaður hefur verið um að hafa setið á skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum fram yfir kosningar, á fundi þeirra í Ármúla í kvöld. 9. janúar 2017 22:04 Benedikt um skýrsluna: Slök dómgreind og klúður "Það er rosaleg skítalykt af þessu máli,“ segir þingmaður Pírata. Skýrsla um aflandseignir Íslendinga ekki birt fyrr en eftir kosningar. Formaður Samfylkingarinnar segir forkastanlegt að halda upplýsingum frá almenningi. 10. janúar 2017 05:00 Óvíst hvort Björt framtíð samþykki stjórnarsáttmála Kurr er á meðal stjórnarmanna í flokknum vegna skýrslu starfshóps um eignir Íslendinga í skattaskjólum. 9. janúar 2017 18:44 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Sjá meira
Viðreisn samþykkti stjórnarsáttmálann samhljóða Ráðgjafaráð Viðreisnar samþykkti á fundi sínum í kvöld ríkisstjórnarsamstarf flokksins við Sjálfstæðisflokkinn og Bjarta framtíð. Stjórnarsáttmálinn var samþykktur samhljóða. 9. janúar 2017 21:56
Viðreisnarfólk óánægt með Bjarna Flokksmenn Viðreisnar létu í ljós óánægju sína með Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, sem sakaður hefur verið um að hafa setið á skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum fram yfir kosningar, á fundi þeirra í Ármúla í kvöld. 9. janúar 2017 22:04
Benedikt um skýrsluna: Slök dómgreind og klúður "Það er rosaleg skítalykt af þessu máli,“ segir þingmaður Pírata. Skýrsla um aflandseignir Íslendinga ekki birt fyrr en eftir kosningar. Formaður Samfylkingarinnar segir forkastanlegt að halda upplýsingum frá almenningi. 10. janúar 2017 05:00
Óvíst hvort Björt framtíð samþykki stjórnarsáttmála Kurr er á meðal stjórnarmanna í flokknum vegna skýrslu starfshóps um eignir Íslendinga í skattaskjólum. 9. janúar 2017 18:44