Lagaumhverfi gæti fælt fjárfesta frá Borgarlínunni Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 28. janúar 2017 07:00 Hlutur almenningssamgangna í Borgarlínunni á að vera minnst 12 prósent 2040. vísir/vilhelm Eyjólfur Árni Rafnsson, verkefnisstjóri hjá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, kynnti Borgarlínuna fyrir Umhverfis- og framkvæmdaráði Hafnarfjarðar í vikunni. Þar kom fram að ófullnægjandi lagaumhverfi almenningssamgangna væri áhættuþáttur sem gæti fælt frá fjárfesta. Ekki séu til ákvæði um viðurlög við því þegar farþegar greiða ekki fargjald eða svindla til að komast hjá greiðslu. Þau skref sem sé verið að taka séu ekki þær lagabætur sem sveitarfélög hafi beðið eftir. „Vegna þrýstings frá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, hyggst innanríkisráðherra leggja fram frumvarp með lágmarksbreytingum við fyrsta tækifæri. Meginefnið sé hrein innleiðing á Evrópugerðum um fólksflutninga. Í leiðinni verða lagðar til ákveðnar úrbætur varðandi einkaréttinn sem sé mögulega skref í rétta átt en ekki það lagaumhverfi sem sveitarfélög hafa beðið eftir,“ segir í kynningu Eyjólfs. „Ófullnægjandi lagaumhverfi almenningssamgangna er áhættuþáttur sem gæti fælt fjárfesta frá þátttöku í verkefninu. Eðlileg krafa sveitarfélaga og annarra fjárfesta í verkefninu er að einkaréttur sé tryggður í lögum annars er hætta á samkeppni sem ógnar tekjuáætlun verkefnisins. Stórt samfélagsverkefni á borð við Borgarlínu þolir illa slíka áhættu,“ segir enn fremur. Þá benti Eyjólfur á að enn vantaði ákvæði um viðurlög við því að farþegar greiði ekki fargjald eða svindli til að komast hjá greiðslu. Frá 2012 hafi verið unnið að úrbótum á lagaumhverfi en pólitíska samstöðu skorti. Tvær leiðir séu færar: Annars vegar almenn lög um rekstrarfyrirkomulag almenningssamgangna samanber dönsku lögin um Trafikselskaber og hins vegar sérstök lög um Borgarlínuna. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Borgarlína Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Sjá meira
Eyjólfur Árni Rafnsson, verkefnisstjóri hjá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, kynnti Borgarlínuna fyrir Umhverfis- og framkvæmdaráði Hafnarfjarðar í vikunni. Þar kom fram að ófullnægjandi lagaumhverfi almenningssamgangna væri áhættuþáttur sem gæti fælt frá fjárfesta. Ekki séu til ákvæði um viðurlög við því þegar farþegar greiða ekki fargjald eða svindla til að komast hjá greiðslu. Þau skref sem sé verið að taka séu ekki þær lagabætur sem sveitarfélög hafi beðið eftir. „Vegna þrýstings frá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, hyggst innanríkisráðherra leggja fram frumvarp með lágmarksbreytingum við fyrsta tækifæri. Meginefnið sé hrein innleiðing á Evrópugerðum um fólksflutninga. Í leiðinni verða lagðar til ákveðnar úrbætur varðandi einkaréttinn sem sé mögulega skref í rétta átt en ekki það lagaumhverfi sem sveitarfélög hafa beðið eftir,“ segir í kynningu Eyjólfs. „Ófullnægjandi lagaumhverfi almenningssamgangna er áhættuþáttur sem gæti fælt fjárfesta frá þátttöku í verkefninu. Eðlileg krafa sveitarfélaga og annarra fjárfesta í verkefninu er að einkaréttur sé tryggður í lögum annars er hætta á samkeppni sem ógnar tekjuáætlun verkefnisins. Stórt samfélagsverkefni á borð við Borgarlínu þolir illa slíka áhættu,“ segir enn fremur. Þá benti Eyjólfur á að enn vantaði ákvæði um viðurlög við því að farþegar greiði ekki fargjald eða svindli til að komast hjá greiðslu. Frá 2012 hafi verið unnið að úrbótum á lagaumhverfi en pólitíska samstöðu skorti. Tvær leiðir séu færar: Annars vegar almenn lög um rekstrarfyrirkomulag almenningssamgangna samanber dönsku lögin um Trafikselskaber og hins vegar sérstök lög um Borgarlínuna. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Borgarlína Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Sjá meira