Evrópa losnar úr verðhjöðnunargildrunni Lars Christensen skrifar 25. janúar 2017 10:30 Um helgina voru tvö ár síðan Seðlabanki Evrópu (ECB) undir stjórn Marios Draghi hratt af stað áætlun um svokallaða peningalega örvun (QE). Tilgangur áætlunarinnar var að koma evrusvæðinu upp úr þeirri verðhjöðnunargildru sem gjaldmiðilssvæðið hafði sokkið ofan í. Tveimur árum síðar er sennilega of snemmt að segja að ECB hafi tekist að færa evrusvæðið varanlega frá verðhjöðnunargjánni en ég tel engu að síður að það sé ástæða til að fagna árangrinum. Ég tek sérstaklega eftir tveimur mikilvægum hagvísum sem benda til þess að við höfum færst verulega frá verðhjöðnunargildrunni og að verðbólga til meðallangs tíma (2-3 ára) muni líklega verða aftur í kringum 2% verðbólgumarkmið ECB. Það væri gríðarlega mikilvægt því það myndi líka binda enda á skulda- og hagvaxtarkreppuna á evrusvæðinu. Í fyrsta sinn síðan 2014 hefur vöxtur peningamagns og sparifjár (M3) aukist verulega og í öðru lagi hefur nafnvirði vergrar landsframleiðslu – besti vísirinn hvað varðar vöxt heildareftirspurnar – aukist.Ljós við enda ganganna Þannig hefur M3-vöxturinn verið að meðaltali 5-6% á meðan nafnvirði vergrar landsframleiðslu hefur vaxið um 3-4%. Hvort tveggja er nokkurn veginn í samræmi við 2% verðbólgu að gefinni leitni í veltuhraða peninga og í vexti vergrar landsframleiðslu að raunvirði. Þessa stundina er verðbólga á evrusvæðinu rétt yfir 1% en ef leitni síðustu tveggja ára hvað varðar M3 og vöxt á nafnvirði vergrar landsframleiðslu heldur áfram, þá má búast við að verðbólga á evrusvæðinu fari aftur upp í 2% á komandi árum. Og það er ekki bara á evrusvæðinu sem verðbólgan er að taka við sér. Raunar hefur verðbólgan í Svíþjóð og Tékklandi, löndum sem nota ekki evru, nýlega farið upp í 2% og í Bretlandi er líklegt að verðbólgan fari í 2% á árinu 2017. Þótt við munum, eftir að evrusvæðið hefur í mörg ár verið undir opinbera 2% verðbólgumarkmiðinu, sjá verðbólguna nálægt 2% þýðir það ekki að ECB ætti að flýta sér að binda enda á QE-áætlunina – það væri sannarlega ótímabært og sem betur fer viðurkennir seðlabankastjóri Evrópu það, en þetta þýðir að það er ljós við enda ganganna.Þrýstingur á Seðlabankann Þetta þýðir líka að við gætum séð sum Evrópulönd – eins og Svíþjóð, Tékkland og Bretland – byrja að hækka stýrivexti (mjög) hægt á árinu 2017. Og það skal ítrekað að það er engin þörf á stórtækri aðhaldsstefnu í peningamálum. En kannski verða í fyrsta sinn í mörg ár rök fyrir hægfara hækkun stýrivaxta. Frá íslenskum sjónarhóli þýðir þetta að Ísland mun sennilega ekki lengur flytja inn verðbólguhjöðnun frá Evrópu á komandi árum og að vextir í Evrópu muni hækka örlítið. Að mínu áliti eru peningamarkaðsskilyrði á Íslandi nú þegar of lausbeisluð og þrátt fyrir gríðarlegan þrýsting á Seðlabankann að lækka stýrivexti er ekkert svigrúm til að losa um peningamálstefnuna ef Seðlabankanum er alvara með að tryggja 2,5% verðbólgumarkmið sitt til meðallangs tíma.Pistillinn birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Um helgina voru tvö ár síðan Seðlabanki Evrópu (ECB) undir stjórn Marios Draghi hratt af stað áætlun um svokallaða peningalega örvun (QE). Tilgangur áætlunarinnar var að koma evrusvæðinu upp úr þeirri verðhjöðnunargildru sem gjaldmiðilssvæðið hafði sokkið ofan í. Tveimur árum síðar er sennilega of snemmt að segja að ECB hafi tekist að færa evrusvæðið varanlega frá verðhjöðnunargjánni en ég tel engu að síður að það sé ástæða til að fagna árangrinum. Ég tek sérstaklega eftir tveimur mikilvægum hagvísum sem benda til þess að við höfum færst verulega frá verðhjöðnunargildrunni og að verðbólga til meðallangs tíma (2-3 ára) muni líklega verða aftur í kringum 2% verðbólgumarkmið ECB. Það væri gríðarlega mikilvægt því það myndi líka binda enda á skulda- og hagvaxtarkreppuna á evrusvæðinu. Í fyrsta sinn síðan 2014 hefur vöxtur peningamagns og sparifjár (M3) aukist verulega og í öðru lagi hefur nafnvirði vergrar landsframleiðslu – besti vísirinn hvað varðar vöxt heildareftirspurnar – aukist.Ljós við enda ganganna Þannig hefur M3-vöxturinn verið að meðaltali 5-6% á meðan nafnvirði vergrar landsframleiðslu hefur vaxið um 3-4%. Hvort tveggja er nokkurn veginn í samræmi við 2% verðbólgu að gefinni leitni í veltuhraða peninga og í vexti vergrar landsframleiðslu að raunvirði. Þessa stundina er verðbólga á evrusvæðinu rétt yfir 1% en ef leitni síðustu tveggja ára hvað varðar M3 og vöxt á nafnvirði vergrar landsframleiðslu heldur áfram, þá má búast við að verðbólga á evrusvæðinu fari aftur upp í 2% á komandi árum. Og það er ekki bara á evrusvæðinu sem verðbólgan er að taka við sér. Raunar hefur verðbólgan í Svíþjóð og Tékklandi, löndum sem nota ekki evru, nýlega farið upp í 2% og í Bretlandi er líklegt að verðbólgan fari í 2% á árinu 2017. Þótt við munum, eftir að evrusvæðið hefur í mörg ár verið undir opinbera 2% verðbólgumarkmiðinu, sjá verðbólguna nálægt 2% þýðir það ekki að ECB ætti að flýta sér að binda enda á QE-áætlunina – það væri sannarlega ótímabært og sem betur fer viðurkennir seðlabankastjóri Evrópu það, en þetta þýðir að það er ljós við enda ganganna.Þrýstingur á Seðlabankann Þetta þýðir líka að við gætum séð sum Evrópulönd – eins og Svíþjóð, Tékkland og Bretland – byrja að hækka stýrivexti (mjög) hægt á árinu 2017. Og það skal ítrekað að það er engin þörf á stórtækri aðhaldsstefnu í peningamálum. En kannski verða í fyrsta sinn í mörg ár rök fyrir hægfara hækkun stýrivaxta. Frá íslenskum sjónarhóli þýðir þetta að Ísland mun sennilega ekki lengur flytja inn verðbólguhjöðnun frá Evrópu á komandi árum og að vextir í Evrópu muni hækka örlítið. Að mínu áliti eru peningamarkaðsskilyrði á Íslandi nú þegar of lausbeisluð og þrátt fyrir gríðarlegan þrýsting á Seðlabankann að lækka stýrivexti er ekkert svigrúm til að losa um peningamálstefnuna ef Seðlabankanum er alvara með að tryggja 2,5% verðbólgumarkmið sitt til meðallangs tíma.Pistillinn birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun