Trump vill flýta fyrir byggingu umdeildra olíuleiðslna Samúel Karl Ólason skrifar 24. janúar 2017 16:53 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skrifað undir tvær forsetatilskipanir í dag sem ætlað er að flýta byggingu tveggja umdeildra olíuleiðsla um Dakota. Ættbálkar Indíána og fjölmargir aðrir hafa mótmælt leiðslunum um langt skeið og Barack Obama, fyrrverandi forseti, stöðvaði byggingu annarrar leiðslunnar í árslok 2015. Bandaríkjaher ákvað svo í fyrra að reyna að finna aðra leið fyrir hina leiðsluna vegna mótmælanna.Trump sagði að hann vildi „endursemja“ um leiðslurnar og að þær myndu skapa um 28 þúsund störf. Olíuleiðslurnar eru nefndar Keystone XL og Dakota Access. Þeim er ætlað að flytja hráolíu frá Kanada til vinnslu í Texas. Dakota leiðslan liggur með fram friðarsvæði Standing Rock ættbálksins sem hefur staðið fyrir umfangsmiklum mótmælum. Þrátt fyrir tilskipanirnar sem Trump skrifaði undir liggur ekki fyrir hvernig hann ætli að flýta byggingu olíuleiðslanna. Umhverfisverndunarsinnar hafa brugðist illa við fregnunum í dag. Í samtali við BBC segir Annie Leonard, framkvæmdastjóri Greenpeace, að Trump ætti að einbeita sér að hreinum orkugjöfum sem séu hluti af framtíð Bandaríkjanna í stað þess að halda því ranglega fram að olíuleiðslurnar muni skapa störf. Michael Brune, framkvæmdastjóri Sierra Club, segir að Donald Trump hafi sýnt það á þeim fjórum dögum sem hann er búinn að vera forseti, að hann sé jafn hættulegur umhverfinu og óttast var. „Einfaldlega sagt, þá er Donald Trump sá sem við héldum að hann væri. Það er einstaklingur sem mun selja eigur Bandaríkjamanna, rétt ættbálka, hreint loft og vatn til fyrirtækja sem menga.“ Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skrifað undir tvær forsetatilskipanir í dag sem ætlað er að flýta byggingu tveggja umdeildra olíuleiðsla um Dakota. Ættbálkar Indíána og fjölmargir aðrir hafa mótmælt leiðslunum um langt skeið og Barack Obama, fyrrverandi forseti, stöðvaði byggingu annarrar leiðslunnar í árslok 2015. Bandaríkjaher ákvað svo í fyrra að reyna að finna aðra leið fyrir hina leiðsluna vegna mótmælanna.Trump sagði að hann vildi „endursemja“ um leiðslurnar og að þær myndu skapa um 28 þúsund störf. Olíuleiðslurnar eru nefndar Keystone XL og Dakota Access. Þeim er ætlað að flytja hráolíu frá Kanada til vinnslu í Texas. Dakota leiðslan liggur með fram friðarsvæði Standing Rock ættbálksins sem hefur staðið fyrir umfangsmiklum mótmælum. Þrátt fyrir tilskipanirnar sem Trump skrifaði undir liggur ekki fyrir hvernig hann ætli að flýta byggingu olíuleiðslanna. Umhverfisverndunarsinnar hafa brugðist illa við fregnunum í dag. Í samtali við BBC segir Annie Leonard, framkvæmdastjóri Greenpeace, að Trump ætti að einbeita sér að hreinum orkugjöfum sem séu hluti af framtíð Bandaríkjanna í stað þess að halda því ranglega fram að olíuleiðslurnar muni skapa störf. Michael Brune, framkvæmdastjóri Sierra Club, segir að Donald Trump hafi sýnt það á þeim fjórum dögum sem hann er búinn að vera forseti, að hann sé jafn hættulegur umhverfinu og óttast var. „Einfaldlega sagt, þá er Donald Trump sá sem við héldum að hann væri. Það er einstaklingur sem mun selja eigur Bandaríkjamanna, rétt ættbálka, hreint loft og vatn til fyrirtækja sem menga.“
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira