Hringbraut rekin með 65 milljóna tapi: „Reksturinn hefur verið erfiður“ Haraldur Guðmundsson skrifar 9. febrúar 2017 16:13 Sölvi Tryggvason og Linda Blöndal, þáttastjórnendur á Hringbraut. Hringbraut Fjölmiðlafyrirtækið Hringbraut, sem rekur samnefnda sjónvarpsstöð, vefsíðu og útvarpsstöð, var rekið með 65,5 milljóna króna tapi á fyrsta rekstrarári þess eða 2015. Guðmundur Örn Jóhannsson, stjórnarformaður fjölmiðilsins og stærsti hluthafi, segir reksturinn erfiðan og að fyrirtækið hafi einnig verið rekið með tapi í fyrra. „Reksturinn hefur verið erfiður en við höfum náð að laga það aðeins til. Við höfum lækkað kostnað og aðlagað okkur að erfiðara umhverfi en við finnum fyrir því að það er erfiðara að ná í auglýsingatekjur en var. Við höfum breytt fyrirtækinu þannig að við erum núna meira í framleðslu á efni og nýtum okkar tæki og tól í það,“ segir Guðmundur og heldur áfram: „Við sjáum fyrir okkur að sækja um styrki til framleiðslu á sjónvarpsefni líkt og framleiðslufyrirtækin og fleiri hafa gert. Við ætlum að halda áfram en ef það birtir ekki til á árinu 2017 þá endurmetum við stöðuna.“ Samkvæmt ársreikningi Hringbrautar – miðlunar ehf. fyrir 2015 námu heildareignir fjölmiðilsins 15,3 milljónum króna í lok ársins og skuldirnar 80,7 milljónum. Eigið féð var því neikvætt um 65,4 milljónir. Hringbraut fór í loftið í febrúar 2015 og er einkarekið fjölmiðlafyrirtæki. Í árslok 2015 var allt hlutafé fjölmiðilsins í eigu Guðmundar. Síðan þá hafa Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri og þáttastjórnandi á Hringbraut, og fjárfestirinn Jón von Tetzhner, bæst í eigendahópinn. Að sögn Guðmundar eru þau bæði minnihlutaeigendur en upplýsingar um eignarhald á fjölmiðlinum hafa ekki verið uppfærðar á vef Fjölmiðlanefndar. Fjölmiðlar Mest lesið Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent Enn ein eldrauð opnun Viðskipti innlent Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Viðskipti innlent Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sjá meira
Fjölmiðlafyrirtækið Hringbraut, sem rekur samnefnda sjónvarpsstöð, vefsíðu og útvarpsstöð, var rekið með 65,5 milljóna króna tapi á fyrsta rekstrarári þess eða 2015. Guðmundur Örn Jóhannsson, stjórnarformaður fjölmiðilsins og stærsti hluthafi, segir reksturinn erfiðan og að fyrirtækið hafi einnig verið rekið með tapi í fyrra. „Reksturinn hefur verið erfiður en við höfum náð að laga það aðeins til. Við höfum lækkað kostnað og aðlagað okkur að erfiðara umhverfi en við finnum fyrir því að það er erfiðara að ná í auglýsingatekjur en var. Við höfum breytt fyrirtækinu þannig að við erum núna meira í framleðslu á efni og nýtum okkar tæki og tól í það,“ segir Guðmundur og heldur áfram: „Við sjáum fyrir okkur að sækja um styrki til framleiðslu á sjónvarpsefni líkt og framleiðslufyrirtækin og fleiri hafa gert. Við ætlum að halda áfram en ef það birtir ekki til á árinu 2017 þá endurmetum við stöðuna.“ Samkvæmt ársreikningi Hringbrautar – miðlunar ehf. fyrir 2015 námu heildareignir fjölmiðilsins 15,3 milljónum króna í lok ársins og skuldirnar 80,7 milljónum. Eigið féð var því neikvætt um 65,4 milljónir. Hringbraut fór í loftið í febrúar 2015 og er einkarekið fjölmiðlafyrirtæki. Í árslok 2015 var allt hlutafé fjölmiðilsins í eigu Guðmundar. Síðan þá hafa Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri og þáttastjórnandi á Hringbraut, og fjárfestirinn Jón von Tetzhner, bæst í eigendahópinn. Að sögn Guðmundar eru þau bæði minnihlutaeigendur en upplýsingar um eignarhald á fjölmiðlinum hafa ekki verið uppfærðar á vef Fjölmiðlanefndar.
Fjölmiðlar Mest lesið Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent Enn ein eldrauð opnun Viðskipti innlent Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Viðskipti innlent Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sjá meira
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf