95% fasteignalán: Höfum áður brennt okkur á þessari umræðu Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. febrúar 2017 11:45 Mikill þrýstingur er á fasteignmarkaði sem stendur. Vísir/Anton Brink Þorsteinn Víglundsson, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir að skýr merki séu á fasteignamarkaði um ofhitnun og bólumyndun. Rétt sé að hafa áhyggjur af ástandinu enda sé hækkun á fasteignaverði langt umfram kaupmáttaraukningu. Lausnin sé að auka framboð á lóðum og smærri íbúðum, en ekki hærra lánshlutfall. Það hafi áður leitt okkur í ógöngur. Þorsteinn var spurður álits í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun á 95% fasteignalánum sem byggingarfélagið Þak hefur í hyggju að veita. Um er að ræða lán sem brúar bilið frá bankalánum, á bilinu 10-15% af kaupverði, og ber 9,8% vexti í 7 ár. Í frétt Vísis í gær kom fram að fleiri byggingarfélög hefðu áhuga á að feta í sömu fótspor. „Mér leist ekkert séstaklega vel á þessa leið og þegar ég kynnti mér hana betur þá leist mér enn verr á hana, þegar að ég sá að lánið er á mjög háum vöxtum til mjög skamms tíma. Þannig að þetta þýðir að þetta er mikil greiðslubyrði fyrir fólk,“ segir Þorsteinn. Sjá einnig: Bjóða 95% fasteignalán: „Vonandi fyrsta skrefið í átt að því sem koma skal“Þorsteinn VíglundssonVísirÁður brennt okkur Hann segir að rétt sé að varast umræðuna um aukið veðhluftall, Íslendingar hafi brennt sig á henni áður. 90% fasteignalán voru til að mynda eitt aðalkosningamál Framsóknarflokksins árið 2003, lán sem voru harðlega gagnrýnd í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Þau hafi blásið upp fasteignaverð og aukið þrýstinginn á markaðinn á þenslutíma. „Við þekkjum hvað gerðist hér síðast,“ segir Þorsteinn. „Þetta var fyrst og fremst til að sprengja frekar upp fasteignaverðið og setti fólk oft í mjög skuldsetta stöðu. Það mátti lítið við að fasteignaverð lækkaði að nýju og við fórum í gegnum mjög sársaukafulla og kostnaðarsama aðlögun hvað þetta varðar eftir hrun. Þann leik viljum við ekki endurtaka,“ segir Þorsteinn. „Meintum vanda ungs fólks var mætt með hærri veðsetningu sem á endanum skapaði miklu meira vandamál en það leysti.“ Hann segir lausnina því ekki fólgna í auknu svigrúmi til lántöku, vinna þurfi betur á framboðshliðinni ef tryggja á jafnvægi á fasteignamarkaði til langtíma. Þannig verði að tryggja aukið lóðaframboð og byggja smærra, það muni til að mynda auðvelda ungu fólki að taka fyrsta, erfiða, skrefið inn á húsnæðismarkaðinn. Til þess þarf að efla samtal ríkis við sveitarfélögin, jafnt sem samtalið á milli þeirra. Þrýstingurinn sé mikill á markaðnum núna og segir Þorsteinn að í ráðuneyti hans sé talað um skýr merki ofhitnunar og bólumyndunar – þau beri að varast. Fasteignaverð sé að hækka langt umfram kaupmáttaraukningu. Því sé að öllum líkindum ekki rétti tíminn til að kaupa fasteign. Húsnæðismál Tengdar fréttir Bjóða 95 prósent fasteignalán: „Vonandi fyrsta skrefið í átt að því sem koma skal“ Talsmaður byggingarfélagsins Þaks, sem hóf á dögunum að bjóða 95% fasteignalán, segir fleiri félög hafa í hyggju að bjóða viðskiptavinum sínum upp á svipað lánshlutfall. 6. febrúar 2017 12:10 Mest lesið Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Viðskipti innlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Neytendur Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir að skýr merki séu á fasteignamarkaði um ofhitnun og bólumyndun. Rétt sé að hafa áhyggjur af ástandinu enda sé hækkun á fasteignaverði langt umfram kaupmáttaraukningu. Lausnin sé að auka framboð á lóðum og smærri íbúðum, en ekki hærra lánshlutfall. Það hafi áður leitt okkur í ógöngur. Þorsteinn var spurður álits í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun á 95% fasteignalánum sem byggingarfélagið Þak hefur í hyggju að veita. Um er að ræða lán sem brúar bilið frá bankalánum, á bilinu 10-15% af kaupverði, og ber 9,8% vexti í 7 ár. Í frétt Vísis í gær kom fram að fleiri byggingarfélög hefðu áhuga á að feta í sömu fótspor. „Mér leist ekkert séstaklega vel á þessa leið og þegar ég kynnti mér hana betur þá leist mér enn verr á hana, þegar að ég sá að lánið er á mjög háum vöxtum til mjög skamms tíma. Þannig að þetta þýðir að þetta er mikil greiðslubyrði fyrir fólk,“ segir Þorsteinn. Sjá einnig: Bjóða 95% fasteignalán: „Vonandi fyrsta skrefið í átt að því sem koma skal“Þorsteinn VíglundssonVísirÁður brennt okkur Hann segir að rétt sé að varast umræðuna um aukið veðhluftall, Íslendingar hafi brennt sig á henni áður. 90% fasteignalán voru til að mynda eitt aðalkosningamál Framsóknarflokksins árið 2003, lán sem voru harðlega gagnrýnd í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Þau hafi blásið upp fasteignaverð og aukið þrýstinginn á markaðinn á þenslutíma. „Við þekkjum hvað gerðist hér síðast,“ segir Þorsteinn. „Þetta var fyrst og fremst til að sprengja frekar upp fasteignaverðið og setti fólk oft í mjög skuldsetta stöðu. Það mátti lítið við að fasteignaverð lækkaði að nýju og við fórum í gegnum mjög sársaukafulla og kostnaðarsama aðlögun hvað þetta varðar eftir hrun. Þann leik viljum við ekki endurtaka,“ segir Þorsteinn. „Meintum vanda ungs fólks var mætt með hærri veðsetningu sem á endanum skapaði miklu meira vandamál en það leysti.“ Hann segir lausnina því ekki fólgna í auknu svigrúmi til lántöku, vinna þurfi betur á framboðshliðinni ef tryggja á jafnvægi á fasteignamarkaði til langtíma. Þannig verði að tryggja aukið lóðaframboð og byggja smærra, það muni til að mynda auðvelda ungu fólki að taka fyrsta, erfiða, skrefið inn á húsnæðismarkaðinn. Til þess þarf að efla samtal ríkis við sveitarfélögin, jafnt sem samtalið á milli þeirra. Þrýstingurinn sé mikill á markaðnum núna og segir Þorsteinn að í ráðuneyti hans sé talað um skýr merki ofhitnunar og bólumyndunar – þau beri að varast. Fasteignaverð sé að hækka langt umfram kaupmáttaraukningu. Því sé að öllum líkindum ekki rétti tíminn til að kaupa fasteign.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Bjóða 95 prósent fasteignalán: „Vonandi fyrsta skrefið í átt að því sem koma skal“ Talsmaður byggingarfélagsins Þaks, sem hóf á dögunum að bjóða 95% fasteignalán, segir fleiri félög hafa í hyggju að bjóða viðskiptavinum sínum upp á svipað lánshlutfall. 6. febrúar 2017 12:10 Mest lesið Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Viðskipti innlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Neytendur Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty Sjá meira
Bjóða 95 prósent fasteignalán: „Vonandi fyrsta skrefið í átt að því sem koma skal“ Talsmaður byggingarfélagsins Þaks, sem hóf á dögunum að bjóða 95% fasteignalán, segir fleiri félög hafa í hyggju að bjóða viðskiptavinum sínum upp á svipað lánshlutfall. 6. febrúar 2017 12:10