Ég hef verið að berjast of lítið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. febrúar 2017 06:00 Gunnar tekur hér hraustlega á því á æfingu fyrir nýliðna helgi. Hann er heill heilsu og klár í slaginn þegar kallið kemur. fréttablaðið/vilhelm „Maður þarf kannski að gera meira af þessu að vera bara heima og slaka á,“ segir Gunnar Nelson léttur en hann er kominn í níunda sætið á styrkleikalista UFC í veltivigtinni. Það sem er áhugavert við stöðu Gunnars á listanum er að hann hefur farið upp um þrjú sæti síðan hann barðist síðast. Hann hefur aldrei verið hærra á listanum en í dag.London gæti kallað Mjölnismaðurinn barðist síðast í maí í fyrra er hann kláraði Rússann Albert Tumenov í annarri lotu. Hann átti að berjast við Kóreubúann Dong Hyung Kim í Belfast í nóvember en varð að draga sig úr bardaganum vegna ökklameiðsla. „Ökklinn er fullkominn núna og ég er að æfa á fullu. Nú er ég að vonast eftir því að fá bardaga í mars eða apríl,“ segir Gunnar en það var búið að útiloka að hann gæti keppt í London þann 18. mars þar sem kvöldið var orðið fullskipað. UFC hefur nú opnað smá glugga og hugsanlegt að Gunnari verði bætt inn á það kvöld. „Ég vildi komast inn á þetta kvöld í London og það er ekki úr myndinni. Ég vil nú samt ekki gefa fólki of miklar vonir og ég myndi ekkert panta miða alveg strax.“Ekkert gefið eftir.vísir/vilhelmViðræður við Dong Komist Gunnar ekki inn á bardagakvöldið í London þá er næsta kvöld þar á eftir þann 8. apríl. Það er UFC 210 í Buffalo þar sem bardagi Daniels Cormier og Anthony Johnson er aðalbardagi kvöldsins. „Ég var spenntur fyrir New York-kvöldinu sem er fram undan en ekki alveg eins spenntur fyrir Buffalo. Það er samt eitthvað splunkunýtt, gott kvöld og stutt að fara á austurströndina í Bandaríkjunum. Í rauninni er mér samt alveg sama hvar ég berst,“ segir Gunnar en það hafa verið viðræður um að hann berjist við Dong eftir allt saman. Ef það gengur ekki er okkar maður opinn fyrir hverju sem er og meðal annars bardaga gegn hinum skrautlega Donald „Cowboy“ Cerrone sem er í sætinu fyrir ofan Gunnar á styrkleikalista UFC. „Það væri frábær bardagi. Hann er stórt nafn í Ameríku og ég myndi taka honum opnum örmum.“Stefnir á þrjá bardaga Gunnar hafði sett stefnuna á fjóra bardaga á síðasta ári en náði aðeins einum. Árið 2015 barðist hann aðeins tvisvar og þetta eru því aðeins þrír bardagar á síðustu tveimur árum. Hann er ekki að ná nógu mörgum bardögum til þess að klífa enn hærra eins og hann stefnir á að gera. „Þetta er mjög misjafnt eftir mönnum. Þetta er kannski í minna lagi. Ég ætla kannski ekki að segjast ætla að ná fjórum núna en ég set stefnuna á þrjá bardaga á þessu ári. Þessi íþrótt er samt allt öðruvísi en aðrar íþróttir. Þeir sem eru á toppnum eru kannski í mesta lagi að berjast tvisvar á ári en svo eru gæjar sem berjast meira. En það er rétt. Ég hef verið að berjast of lítið á síðustu tveimur árum,“ segir Gunnar Nelson. NFL Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Sjá meira
„Maður þarf kannski að gera meira af þessu að vera bara heima og slaka á,“ segir Gunnar Nelson léttur en hann er kominn í níunda sætið á styrkleikalista UFC í veltivigtinni. Það sem er áhugavert við stöðu Gunnars á listanum er að hann hefur farið upp um þrjú sæti síðan hann barðist síðast. Hann hefur aldrei verið hærra á listanum en í dag.London gæti kallað Mjölnismaðurinn barðist síðast í maí í fyrra er hann kláraði Rússann Albert Tumenov í annarri lotu. Hann átti að berjast við Kóreubúann Dong Hyung Kim í Belfast í nóvember en varð að draga sig úr bardaganum vegna ökklameiðsla. „Ökklinn er fullkominn núna og ég er að æfa á fullu. Nú er ég að vonast eftir því að fá bardaga í mars eða apríl,“ segir Gunnar en það var búið að útiloka að hann gæti keppt í London þann 18. mars þar sem kvöldið var orðið fullskipað. UFC hefur nú opnað smá glugga og hugsanlegt að Gunnari verði bætt inn á það kvöld. „Ég vildi komast inn á þetta kvöld í London og það er ekki úr myndinni. Ég vil nú samt ekki gefa fólki of miklar vonir og ég myndi ekkert panta miða alveg strax.“Ekkert gefið eftir.vísir/vilhelmViðræður við Dong Komist Gunnar ekki inn á bardagakvöldið í London þá er næsta kvöld þar á eftir þann 8. apríl. Það er UFC 210 í Buffalo þar sem bardagi Daniels Cormier og Anthony Johnson er aðalbardagi kvöldsins. „Ég var spenntur fyrir New York-kvöldinu sem er fram undan en ekki alveg eins spenntur fyrir Buffalo. Það er samt eitthvað splunkunýtt, gott kvöld og stutt að fara á austurströndina í Bandaríkjunum. Í rauninni er mér samt alveg sama hvar ég berst,“ segir Gunnar en það hafa verið viðræður um að hann berjist við Dong eftir allt saman. Ef það gengur ekki er okkar maður opinn fyrir hverju sem er og meðal annars bardaga gegn hinum skrautlega Donald „Cowboy“ Cerrone sem er í sætinu fyrir ofan Gunnar á styrkleikalista UFC. „Það væri frábær bardagi. Hann er stórt nafn í Ameríku og ég myndi taka honum opnum örmum.“Stefnir á þrjá bardaga Gunnar hafði sett stefnuna á fjóra bardaga á síðasta ári en náði aðeins einum. Árið 2015 barðist hann aðeins tvisvar og þetta eru því aðeins þrír bardagar á síðustu tveimur árum. Hann er ekki að ná nógu mörgum bardögum til þess að klífa enn hærra eins og hann stefnir á að gera. „Þetta er mjög misjafnt eftir mönnum. Þetta er kannski í minna lagi. Ég ætla kannski ekki að segjast ætla að ná fjórum núna en ég set stefnuna á þrjá bardaga á þessu ári. Þessi íþrótt er samt allt öðruvísi en aðrar íþróttir. Þeir sem eru á toppnum eru kannski í mesta lagi að berjast tvisvar á ári en svo eru gæjar sem berjast meira. En það er rétt. Ég hef verið að berjast of lítið á síðustu tveimur árum,“ segir Gunnar Nelson.
NFL Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Sjá meira