Öll þessi landslið sem við eigum núna eru alveg stútfull af karakterum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. febrúar 2017 19:24 Viðar Halldórsson, lektor á Félagsvísindasviði í Háskóla Íslands, segir að við Íslendingar getum látið uppeldisstefnuna og afreksstefnuna vinna saman þegar við vinnum með krakkana okkar í íþróttum. Þjálfun á Íslandi hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu eftir að Sigfús Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta, gagnrýndi íþróttaumhverfi barna og unglinga á Íslandi. Sigfús vildi fá meiri keppni inn í íþróttirnar og hætta að verðlauna alla. „Við höfum náð miklum árangir á báðum stöðum. Við erum með eina mestu þátttöku barna og unglinga í íþróttum og það eru sterk gildi sem fylgja starfinu eins og rannsóknir hafa sýnt. Á hinn boginn höfum við náð miklum árangri í afreksíþróttum því við eigum öll þessi frábæru landslið og þessa frábæru íþróttamenn sem hafa náð árangri á undanförnum árum,“ sagði Viðar Halldórsson sem hefur mikið unnið með íþróttafólk og gert margar rannsóknir. Rætt var við hann í kvöldfréttum Stöðvar tvö. „Íslenskt íþróttalíf og íslensk íþróttahreyfing hefur verið að gera margt mjög gott. Samfélagið breytist og áherslur í íþróttum breytast. Við þurfum því að þróast með því,“ sagði Viðar. „Öll þessi landslið sem við eigum núna eru alveg stútfull af karakterum, mjög sterkum karakterum. Ég hef mjög mikið unnið með ungum íþróttamönnum sem eru að fara upp í meistaraflokka og það vantar oft andlegan styrk og allskonar þætti sem við viljum hafa hjá þessum krökkum. Ég segi að þarna fer uppeldisstefnan og afreksstefnan saman,“ sagði Viðar. „Ef við vinnum í því að búa til sterkari karaktera með betra sjálfstraust, að búa til betri leiðtoga með sterkari félagsfærni sem kunna að setja sér markmið. Þá erum við að sinna uppeldisstefnunni og skila betri einstaklingum út í samfélagið en við værum líka að skila sterkari einstaklingum til að vera afreksmenn,“ sagði Viðar. Það má sjá allt viðtalið við Viðar í spilaranum hér fyrir ofan. Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Viðar Halldórsson, lektor á Félagsvísindasviði í Háskóla Íslands, segir að við Íslendingar getum látið uppeldisstefnuna og afreksstefnuna vinna saman þegar við vinnum með krakkana okkar í íþróttum. Þjálfun á Íslandi hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu eftir að Sigfús Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta, gagnrýndi íþróttaumhverfi barna og unglinga á Íslandi. Sigfús vildi fá meiri keppni inn í íþróttirnar og hætta að verðlauna alla. „Við höfum náð miklum árangir á báðum stöðum. Við erum með eina mestu þátttöku barna og unglinga í íþróttum og það eru sterk gildi sem fylgja starfinu eins og rannsóknir hafa sýnt. Á hinn boginn höfum við náð miklum árangri í afreksíþróttum því við eigum öll þessi frábæru landslið og þessa frábæru íþróttamenn sem hafa náð árangri á undanförnum árum,“ sagði Viðar Halldórsson sem hefur mikið unnið með íþróttafólk og gert margar rannsóknir. Rætt var við hann í kvöldfréttum Stöðvar tvö. „Íslenskt íþróttalíf og íslensk íþróttahreyfing hefur verið að gera margt mjög gott. Samfélagið breytist og áherslur í íþróttum breytast. Við þurfum því að þróast með því,“ sagði Viðar. „Öll þessi landslið sem við eigum núna eru alveg stútfull af karakterum, mjög sterkum karakterum. Ég hef mjög mikið unnið með ungum íþróttamönnum sem eru að fara upp í meistaraflokka og það vantar oft andlegan styrk og allskonar þætti sem við viljum hafa hjá þessum krökkum. Ég segi að þarna fer uppeldisstefnan og afreksstefnan saman,“ sagði Viðar. „Ef við vinnum í því að búa til sterkari karaktera með betra sjálfstraust, að búa til betri leiðtoga með sterkari félagsfærni sem kunna að setja sér markmið. Þá erum við að sinna uppeldisstefnunni og skila betri einstaklingum út í samfélagið en við værum líka að skila sterkari einstaklingum til að vera afreksmenn,“ sagði Viðar. Það má sjá allt viðtalið við Viðar í spilaranum hér fyrir ofan.
Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira