Svipmynd Markaðarins: Hleypur á eftir sonunum og bolabítnum Haraldur Guðmundsson skrifar 4. febrúar 2017 11:00 Guðríður Svana Bjarnadóttir tók við starfi rekstrarstjóra Marorku í byrjun janúar. Vísir/GVA Guðríður Svana Bjarnadóttir var nýverið ráðin rekstrarstjóri Marorku. Hún er 38 ára gömul, lögfræðingur að mennt, með bakgrunn í fjármálum og viðskiptum, og lauk framhaldsnámi í alþjóðlegum skattarétti og viðskiptum frá New York University School af Law. Áður var hún yfirlögfræðingur hjá Advania, starfsmaður hjá slitastjórn Kaupþings, ráðgjafi hjá KPMG New York og yfirlögfræðingur hjá skattrannsóknarstjóra.Hvað kom þér mest á óvart í fyrra? „Það kom mér gríðarlega á óvart að Donald Trump skyldi vera kjörinn í embætti forseta Bandaríkjanna og að Bretar skyldu ákveða að ganga úr Evrópusambandinu. Það kom mér hins vegar ekki síður á óvart að íslenska þjóðin skyldi fá tækifæri til að sjá íslenska landsliðið spila í 8-liða úrslitum á EM í Frakklandi.“Hvaða app notarðu mest? „Mest notaða appið í símanum mínum er líklegast Lunchbox Monkey, sem er mjög vinsælt hjá yngstu kynslóðinni. Fyrir utan hið hefðbundna app fyrir tölvupóstinn nota ég mest Skype for Business og Facebook Messenger. Það app sem ég er samt hvað ánægðust með þessa dagana er nýja Arion banka-appið.“Hvaða land heimsóttir þú síðast og hvers vegna? „Síðasta heimsókn erlendis var til Þýskalands vegna vinnu en Marorka er með skrifstofu í Hamborg. Ég hafði ekki komið til Hamborgar áður, en þar sem ég dvaldist þar í nokkra daga hafði ég smá tíma til að skoða borgina. Mér fannst Hamborg rosalega heillandi og skemmtileg borg og ég hlakka til að fara þangað aftur.“Hvernig heldur þú þér í formi? „Ég stunda líkamsrækt þrisvar til fjórum sinnum í viku og svo fer ég reglulega í jóga eða pilates. Þar fyrir utan á ég tvo litla drengi sem halda mér á hreyfingu og 30 kg enskan bolabít sem heimtar sinn göngutúr á hverju kvöldi (þótt ótrúlegt megi virðast).“Ertu í þínu draumastarfi? „Ég er nýbyrjuð að vinna hjá Marorku í mjög spennandi starfi sem býður upp á bæði krefjandi og skemmtileg verkefni. Marorka framleiðir búnað í skip sem miðar að því að hámarka nýtingu orku og aðra frammistöðu skipsins, þannig stuðla vörur félagsins að verndun umhverfisins. Það er ómetanlegt að fá tækifæri til að vinna hjá fyrirtæki með slíkan tilgang.“ Donald Trump Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Sjá meira
Guðríður Svana Bjarnadóttir var nýverið ráðin rekstrarstjóri Marorku. Hún er 38 ára gömul, lögfræðingur að mennt, með bakgrunn í fjármálum og viðskiptum, og lauk framhaldsnámi í alþjóðlegum skattarétti og viðskiptum frá New York University School af Law. Áður var hún yfirlögfræðingur hjá Advania, starfsmaður hjá slitastjórn Kaupþings, ráðgjafi hjá KPMG New York og yfirlögfræðingur hjá skattrannsóknarstjóra.Hvað kom þér mest á óvart í fyrra? „Það kom mér gríðarlega á óvart að Donald Trump skyldi vera kjörinn í embætti forseta Bandaríkjanna og að Bretar skyldu ákveða að ganga úr Evrópusambandinu. Það kom mér hins vegar ekki síður á óvart að íslenska þjóðin skyldi fá tækifæri til að sjá íslenska landsliðið spila í 8-liða úrslitum á EM í Frakklandi.“Hvaða app notarðu mest? „Mest notaða appið í símanum mínum er líklegast Lunchbox Monkey, sem er mjög vinsælt hjá yngstu kynslóðinni. Fyrir utan hið hefðbundna app fyrir tölvupóstinn nota ég mest Skype for Business og Facebook Messenger. Það app sem ég er samt hvað ánægðust með þessa dagana er nýja Arion banka-appið.“Hvaða land heimsóttir þú síðast og hvers vegna? „Síðasta heimsókn erlendis var til Þýskalands vegna vinnu en Marorka er með skrifstofu í Hamborg. Ég hafði ekki komið til Hamborgar áður, en þar sem ég dvaldist þar í nokkra daga hafði ég smá tíma til að skoða borgina. Mér fannst Hamborg rosalega heillandi og skemmtileg borg og ég hlakka til að fara þangað aftur.“Hvernig heldur þú þér í formi? „Ég stunda líkamsrækt þrisvar til fjórum sinnum í viku og svo fer ég reglulega í jóga eða pilates. Þar fyrir utan á ég tvo litla drengi sem halda mér á hreyfingu og 30 kg enskan bolabít sem heimtar sinn göngutúr á hverju kvöldi (þótt ótrúlegt megi virðast).“Ertu í þínu draumastarfi? „Ég er nýbyrjuð að vinna hjá Marorku í mjög spennandi starfi sem býður upp á bæði krefjandi og skemmtileg verkefni. Marorka framleiðir búnað í skip sem miðar að því að hámarka nýtingu orku og aðra frammistöðu skipsins, þannig stuðla vörur félagsins að verndun umhverfisins. Það er ómetanlegt að fá tækifæri til að vinna hjá fyrirtæki með slíkan tilgang.“
Donald Trump Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Sjá meira