Í fréttatilkynningu frá Myllunni, sem sögð er áríðandi, er neytendum bent á að neyta ekki 770 gramma Heimilisbrauðs með best fyrir dagsetningu 27.01.2025 heldur farga þeim eða skila í verslanir þar sem þau eru keypt eða til Myllunnar Blikastaðavegi 2.
- Tegund innköllunar: Vara mögulega með aðskotahluti
- Vöruheiti: Heimilisbrauð heilt 770 g
- Vörunúmer: 1023
- Umbúðir: Poki
- Nettóþyngd: 770 g
- Framleiðandi: Myllan
- Best fyrir: 27.01.2025
- Strikanúmer: 5690568010235
- Dreifing: Verslanir um land allt