Vilhjálmur: Viljum að sjómenn fái að sitja við sama borð og aðrir Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. febrúar 2017 07:47 Frá fundi deiluaðila hjá Ríkissáttarsemjara á dögunum.. Vilhjálmur er annar frá vinstri. Vísir/Stefán Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, og einn samningamanna sjómanna, segir að drög að nýjum kjarasamningi hafi legið fyrir seint í gærkvöld á fundi sjómanna og útvegsmanna hjá sáttasemjara. Vilyrði frá sjávarútvegsráðherra hafi verið það sem eftir hafi verið, og því hafi sjómenn ekki getað klárað nýjan samning. „Það er þyngra en tárum taki eftir rúmlega tveggja mánaða verkfall og eina af erfiðustu vinnudeilum Íslandssögunnar skuli sjávarútvegsráðherra ekki hafa verið tilbúinn að liðka fyrir þessu réttlætismáli fyrir íslenska sjómenn. Ef ráðherrann hefði verið tilbúinn til þess hefði verið hægt að leggja kjarasamninginn í dóm sjómanna og ef hann yrði samþykktur væri flotinn kominn til veiða innan nokkra daga,“ segir Vilhjálmur á Facebook-síðu sinni. Sem fyrr segir lauk samningafundi sjómanna og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi seint í gærkvöld, eða í kringum miðnætti, án niðurstöðu. Nýr fundur hefur ekki verið boðaður í deilunni og eru samningaumleitanir því komnar í biðstöðu. Vilhjálmur sendir neyðarkall til Alþingismanna að koma þessu máli í gegn þannig að sjómenn sitji við sama borð annað launafólk, hvað fæðiskostnað varðar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra ræddi við deilendur í gærkvöldi og sagði meðal annars að hratt yrði farið í að skoða fæðis- og dagpeninga á almennum vinnumarkaði með tilliti til skattaívilnana. „Við höfum lagt okkur gríðarlega fram við að klára þessa erfiðu deilu því við gerum okkur svo sannarlega grein fyrir okkar ábyrgð við að ná að klára samning þannig að hægt sé að kjósa um hann og koma tannhjólum sjávarútvegsins um hinar dreifðu byggðir landssins af stað á nýjan leik íslensku þjóðarbúi til heilla! Það verður hins vegar ekki gert ef þetta réttlætismál nær ekki í gegn,“ segir Vilhjálmur. Færsluna í heild má finna hér fyrir neðan. Kjaramál Verkfall 2016 Tengdar fréttir Lagði til að gerð yrði heildstæð greining á skattaumhverfi dagpeninga og fæðispeninga Samkvæmt heimildum Vísis miðar greiningin að því að tryggja áfram einfalda og sanngjarna framkvæmd og jafnræði á milli launþega varðandi skattaumhverfi dagpeninga og fæðispeninga. 16. febrúar 2017 00:08 Sjómenn og útgerðarmenn funduðu með sjávarútvegsráðherra Útgerðarmenn og sjómenn fóru til fundar í sjávarútvegsráðuneytinu á ellefta tímanum í kvöld. 15. febrúar 2017 23:00 Sjávarútvegsráðherra: Ekki þannig að menn stilli ríkinu upp við vegg á lokametrunum og segi „Komið með milljarðana“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, kveðst fyrst og fremst fara til fundar við sjómenn og útgerðarmenn í Karphúsinu í kvöld til þess að hlusta á deiluaðila. Rætt var við Þorgerði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem hún var nýlent á Reykjavíkurflugvelli eftir að hafa verið á Ísafirði. 15. febrúar 2017 18:54 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Sjá meira
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, og einn samningamanna sjómanna, segir að drög að nýjum kjarasamningi hafi legið fyrir seint í gærkvöld á fundi sjómanna og útvegsmanna hjá sáttasemjara. Vilyrði frá sjávarútvegsráðherra hafi verið það sem eftir hafi verið, og því hafi sjómenn ekki getað klárað nýjan samning. „Það er þyngra en tárum taki eftir rúmlega tveggja mánaða verkfall og eina af erfiðustu vinnudeilum Íslandssögunnar skuli sjávarútvegsráðherra ekki hafa verið tilbúinn að liðka fyrir þessu réttlætismáli fyrir íslenska sjómenn. Ef ráðherrann hefði verið tilbúinn til þess hefði verið hægt að leggja kjarasamninginn í dóm sjómanna og ef hann yrði samþykktur væri flotinn kominn til veiða innan nokkra daga,“ segir Vilhjálmur á Facebook-síðu sinni. Sem fyrr segir lauk samningafundi sjómanna og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi seint í gærkvöld, eða í kringum miðnætti, án niðurstöðu. Nýr fundur hefur ekki verið boðaður í deilunni og eru samningaumleitanir því komnar í biðstöðu. Vilhjálmur sendir neyðarkall til Alþingismanna að koma þessu máli í gegn þannig að sjómenn sitji við sama borð annað launafólk, hvað fæðiskostnað varðar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra ræddi við deilendur í gærkvöldi og sagði meðal annars að hratt yrði farið í að skoða fæðis- og dagpeninga á almennum vinnumarkaði með tilliti til skattaívilnana. „Við höfum lagt okkur gríðarlega fram við að klára þessa erfiðu deilu því við gerum okkur svo sannarlega grein fyrir okkar ábyrgð við að ná að klára samning þannig að hægt sé að kjósa um hann og koma tannhjólum sjávarútvegsins um hinar dreifðu byggðir landssins af stað á nýjan leik íslensku þjóðarbúi til heilla! Það verður hins vegar ekki gert ef þetta réttlætismál nær ekki í gegn,“ segir Vilhjálmur. Færsluna í heild má finna hér fyrir neðan.
Kjaramál Verkfall 2016 Tengdar fréttir Lagði til að gerð yrði heildstæð greining á skattaumhverfi dagpeninga og fæðispeninga Samkvæmt heimildum Vísis miðar greiningin að því að tryggja áfram einfalda og sanngjarna framkvæmd og jafnræði á milli launþega varðandi skattaumhverfi dagpeninga og fæðispeninga. 16. febrúar 2017 00:08 Sjómenn og útgerðarmenn funduðu með sjávarútvegsráðherra Útgerðarmenn og sjómenn fóru til fundar í sjávarútvegsráðuneytinu á ellefta tímanum í kvöld. 15. febrúar 2017 23:00 Sjávarútvegsráðherra: Ekki þannig að menn stilli ríkinu upp við vegg á lokametrunum og segi „Komið með milljarðana“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, kveðst fyrst og fremst fara til fundar við sjómenn og útgerðarmenn í Karphúsinu í kvöld til þess að hlusta á deiluaðila. Rætt var við Þorgerði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem hún var nýlent á Reykjavíkurflugvelli eftir að hafa verið á Ísafirði. 15. febrúar 2017 18:54 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Sjá meira
Lagði til að gerð yrði heildstæð greining á skattaumhverfi dagpeninga og fæðispeninga Samkvæmt heimildum Vísis miðar greiningin að því að tryggja áfram einfalda og sanngjarna framkvæmd og jafnræði á milli launþega varðandi skattaumhverfi dagpeninga og fæðispeninga. 16. febrúar 2017 00:08
Sjómenn og útgerðarmenn funduðu með sjávarútvegsráðherra Útgerðarmenn og sjómenn fóru til fundar í sjávarútvegsráðuneytinu á ellefta tímanum í kvöld. 15. febrúar 2017 23:00
Sjávarútvegsráðherra: Ekki þannig að menn stilli ríkinu upp við vegg á lokametrunum og segi „Komið með milljarðana“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, kveðst fyrst og fremst fara til fundar við sjómenn og útgerðarmenn í Karphúsinu í kvöld til þess að hlusta á deiluaðila. Rætt var við Þorgerði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem hún var nýlent á Reykjavíkurflugvelli eftir að hafa verið á Ísafirði. 15. febrúar 2017 18:54