Usain Bolt vildi hætta eftir Ólympíuleikana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2017 13:45 Usain Bolt. Vísir/AFP Jamaíkamaðurinn Usain Bolt vann þrenn gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst síðastliðnum og margir sáu fyrir sér að hann myndi þá segja þetta gott. Hann hélt hinsvegar áfram en hefur nú viðurkennt að það var ekki hann sjálfur sem réði því. „Ég vildi hætta eftir Ólympíuleikana en liðið mitt sagði nei,“ sagði Usain Bolt. Bolt er nú þrítugur en hefur unnið átta Ólympíugull og ellefu heimsmeistaragull á ferlinum. Hann nýtur enn sviðsljóssins og keppninnar. „Ég hef ánægju af þessu. Eina ástæðan fyrir að ég er með á þessu tímabili eru áhorfendurnir. Ég vil gefa öllum tækifæri á að sjá mig einu sinni enn og áhorfendanna vegna ætla ég að keppa á fleiri mótum á þessu tímabili,“ sagði Usain Bolt. Bolt mun keppa á HM í London eftir sex mánuði en hann er ekki farinn að hugsa um hvað hann ætlar að gera þar. „Ég horfi ekki svo langt fram í tímann. Þetta er síðasta tímabilið mitt og ég er ekki að stressa mig yfir þessu. Ég reyni alltaf að æfa eins vel og ég get. Ég ætla hinsvegar bara að einbeita mér að einum mánuði í einu,“ sagði Bolt. Usain Bolt var með níu gullverðlaun á Ólympíuleikum en missti ein þegar liðsfélagi hans Nesta Carter féll á lyfjaprófi átta árum eftir úrslitahlaupið. „Ég var vonsvikinn en svona hlutir gerast í lífinu. Ég ætla ekki að vera leiður yfir þessu. Ég missti medalíuna mína en nú einbeiti ég mér að því að hlaupa,“ sagði Bolt. „Ég hef aldrei keppt svona snemma á tímabilinu og ég er því ekki í toppformi eins og er. Ég er að reyna að hlaupa mig í formi. Því meira sem ég hleyp því betur líður mér,“ sagði Bolt. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Ayana og Bolt valin frjálsíþróttafólk ársins Spretthlauparinn Usain Bolt frá Jamaíku og langhlauparinn Almaz Ayana frá Eþíópíu voru í gær valin frjálsíþróttafólk ársins við hátíðlega athöfn í Mónakó. 3. desember 2016 11:30 Hápunktar á eftirminnilegu íþróttaári: Biles heillaði, Bolt safnaði, Phelps kvaddi og heimsbyggðin grét Íþróttaárið 2016 var mjög stórt enda bæði Ólympíu- og EM-ár. 30. desember 2016 10:00 Þrefalda ólympíuþrennan hans Bolts að engu orðin vegna lyfjabanns Nesta Carter notaði árangursbætandi efni á Ólympíuleikunum í Peking og því hefur jamaíska boðhlaupssveitin verið svipt verðlaunum sínum. 25. janúar 2017 14:46 Jamaíkumenn íhuga að áfrýja eftir að gullið var tekið af Bolt og félögum Nesta Carter, sem var fundinn sekur um lyfjamisnotkun, ætlar einnig að áfrýja til íþróttadómstólsins. 26. janúar 2017 15:00 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Sjá meira
Jamaíkamaðurinn Usain Bolt vann þrenn gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst síðastliðnum og margir sáu fyrir sér að hann myndi þá segja þetta gott. Hann hélt hinsvegar áfram en hefur nú viðurkennt að það var ekki hann sjálfur sem réði því. „Ég vildi hætta eftir Ólympíuleikana en liðið mitt sagði nei,“ sagði Usain Bolt. Bolt er nú þrítugur en hefur unnið átta Ólympíugull og ellefu heimsmeistaragull á ferlinum. Hann nýtur enn sviðsljóssins og keppninnar. „Ég hef ánægju af þessu. Eina ástæðan fyrir að ég er með á þessu tímabili eru áhorfendurnir. Ég vil gefa öllum tækifæri á að sjá mig einu sinni enn og áhorfendanna vegna ætla ég að keppa á fleiri mótum á þessu tímabili,“ sagði Usain Bolt. Bolt mun keppa á HM í London eftir sex mánuði en hann er ekki farinn að hugsa um hvað hann ætlar að gera þar. „Ég horfi ekki svo langt fram í tímann. Þetta er síðasta tímabilið mitt og ég er ekki að stressa mig yfir þessu. Ég reyni alltaf að æfa eins vel og ég get. Ég ætla hinsvegar bara að einbeita mér að einum mánuði í einu,“ sagði Bolt. Usain Bolt var með níu gullverðlaun á Ólympíuleikum en missti ein þegar liðsfélagi hans Nesta Carter féll á lyfjaprófi átta árum eftir úrslitahlaupið. „Ég var vonsvikinn en svona hlutir gerast í lífinu. Ég ætla ekki að vera leiður yfir þessu. Ég missti medalíuna mína en nú einbeiti ég mér að því að hlaupa,“ sagði Bolt. „Ég hef aldrei keppt svona snemma á tímabilinu og ég er því ekki í toppformi eins og er. Ég er að reyna að hlaupa mig í formi. Því meira sem ég hleyp því betur líður mér,“ sagði Bolt.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Ayana og Bolt valin frjálsíþróttafólk ársins Spretthlauparinn Usain Bolt frá Jamaíku og langhlauparinn Almaz Ayana frá Eþíópíu voru í gær valin frjálsíþróttafólk ársins við hátíðlega athöfn í Mónakó. 3. desember 2016 11:30 Hápunktar á eftirminnilegu íþróttaári: Biles heillaði, Bolt safnaði, Phelps kvaddi og heimsbyggðin grét Íþróttaárið 2016 var mjög stórt enda bæði Ólympíu- og EM-ár. 30. desember 2016 10:00 Þrefalda ólympíuþrennan hans Bolts að engu orðin vegna lyfjabanns Nesta Carter notaði árangursbætandi efni á Ólympíuleikunum í Peking og því hefur jamaíska boðhlaupssveitin verið svipt verðlaunum sínum. 25. janúar 2017 14:46 Jamaíkumenn íhuga að áfrýja eftir að gullið var tekið af Bolt og félögum Nesta Carter, sem var fundinn sekur um lyfjamisnotkun, ætlar einnig að áfrýja til íþróttadómstólsins. 26. janúar 2017 15:00 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Sjá meira
Ayana og Bolt valin frjálsíþróttafólk ársins Spretthlauparinn Usain Bolt frá Jamaíku og langhlauparinn Almaz Ayana frá Eþíópíu voru í gær valin frjálsíþróttafólk ársins við hátíðlega athöfn í Mónakó. 3. desember 2016 11:30
Hápunktar á eftirminnilegu íþróttaári: Biles heillaði, Bolt safnaði, Phelps kvaddi og heimsbyggðin grét Íþróttaárið 2016 var mjög stórt enda bæði Ólympíu- og EM-ár. 30. desember 2016 10:00
Þrefalda ólympíuþrennan hans Bolts að engu orðin vegna lyfjabanns Nesta Carter notaði árangursbætandi efni á Ólympíuleikunum í Peking og því hefur jamaíska boðhlaupssveitin verið svipt verðlaunum sínum. 25. janúar 2017 14:46
Jamaíkumenn íhuga að áfrýja eftir að gullið var tekið af Bolt og félögum Nesta Carter, sem var fundinn sekur um lyfjamisnotkun, ætlar einnig að áfrýja til íþróttadómstólsins. 26. janúar 2017 15:00