Var alltaf að leika fyrir bangsana Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 12. febrúar 2017 09:30 „Ég gapi alltaf þegar ég sé einhvern gera töfrabrögð,“ segir Gói. Vísir/Stefán Gói heitir fullu nafni Guðjón Davíð Karlsson. Hann bjó til leikritið Fjarskaland sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu og fjallar um gömlu ævintýrin. Skyldi hann hafa lesið mikið af ævintýrum sem krakki? „Já, ég elskaði ævintýri og þjóðsögur. Foreldrar mínir lásu mikið fyrir mig og sögðu mér sögur. Það er kannski ástæðan fyrir því að ég er með ævintýrin á heilanum.“Hvert þeirra hélst þú mest upp á? „Ég var alltaf svakalega hrifinn af Eldfærunum og Búkollu.“Varstu smeykur við eitthvað í ævintýrunum? „Átján barna faðir í álfheimum er saga sem ég var alltaf pínu smeykur við. Svo fékk ég alltaf kökk í hálsinn þegar ég las Dísu ljósálf.“Langaði þig einhverntíma að vera sögupersóna í ævintýri? „Ekki einhver ein. En ég var oft í ævintýraleikjum og þá var ég Pétur pan, Hans klaufi, því mér fannst hann svo fyndinn, og fleiri.“Reyndir þú einhverntíma að galdra? „Ég reyndi og reyndi. Ég fékk einhverntíman töframannasett í jólagjöf. Það gekk alveg ótrúlega illa hjá mér. En gapi ég alltaf þegar ég sé einhvern gera töfrabrögð.“Settir þú upp leiksýningar heima hjá þér, sem barn? „Stöðugt. Ég var alltaf að leika fyrir bangsana mína. Allskonar ævintýri.“Máttir þú vera með læti og fíflast þó pabbi þinn væri biskup? „Pabbi er prestur og þegar ég var unglingur þá varð hann biskup. En fyrir mér er hann alltaf pabbi minn. Það var mikið grín og gaman á heimilinu. Draumur minn er að verða jafn góður pabbi og hann er.“Hvaða ævintýri lest þú helst fyrir börnin þín? „Við lesum saman allskonar ævintýri. Reynum að lesa sem mest. Þegar ég var að skrifa Fjarskaland þá las ég oft úr því fyrir þau og prófaði suma brandara og fékk hugmyndir að ævintýrum frá þeim. Þau voru svona tilraunadýr.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. febrúar 2017. Lífið Menning Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Gói heitir fullu nafni Guðjón Davíð Karlsson. Hann bjó til leikritið Fjarskaland sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu og fjallar um gömlu ævintýrin. Skyldi hann hafa lesið mikið af ævintýrum sem krakki? „Já, ég elskaði ævintýri og þjóðsögur. Foreldrar mínir lásu mikið fyrir mig og sögðu mér sögur. Það er kannski ástæðan fyrir því að ég er með ævintýrin á heilanum.“Hvert þeirra hélst þú mest upp á? „Ég var alltaf svakalega hrifinn af Eldfærunum og Búkollu.“Varstu smeykur við eitthvað í ævintýrunum? „Átján barna faðir í álfheimum er saga sem ég var alltaf pínu smeykur við. Svo fékk ég alltaf kökk í hálsinn þegar ég las Dísu ljósálf.“Langaði þig einhverntíma að vera sögupersóna í ævintýri? „Ekki einhver ein. En ég var oft í ævintýraleikjum og þá var ég Pétur pan, Hans klaufi, því mér fannst hann svo fyndinn, og fleiri.“Reyndir þú einhverntíma að galdra? „Ég reyndi og reyndi. Ég fékk einhverntíman töframannasett í jólagjöf. Það gekk alveg ótrúlega illa hjá mér. En gapi ég alltaf þegar ég sé einhvern gera töfrabrögð.“Settir þú upp leiksýningar heima hjá þér, sem barn? „Stöðugt. Ég var alltaf að leika fyrir bangsana mína. Allskonar ævintýri.“Máttir þú vera með læti og fíflast þó pabbi þinn væri biskup? „Pabbi er prestur og þegar ég var unglingur þá varð hann biskup. En fyrir mér er hann alltaf pabbi minn. Það var mikið grín og gaman á heimilinu. Draumur minn er að verða jafn góður pabbi og hann er.“Hvaða ævintýri lest þú helst fyrir börnin þín? „Við lesum saman allskonar ævintýri. Reynum að lesa sem mest. Þegar ég var að skrifa Fjarskaland þá las ég oft úr því fyrir þau og prófaði suma brandara og fékk hugmyndir að ævintýrum frá þeim. Þau voru svona tilraunadýr.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. febrúar 2017.
Lífið Menning Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira