Michael J. Fox og Seth Rogen mættu á DeLorean Finnur Thorlacius skrifar 27. febrúar 2017 13:27 Leikararir Michael J. Fox og Seth Rogen mættu á DeLorean bíl á sviðið á Óskarsverðlaunahátíðinni í gær, en þeir voru að afhenda verðlaun fyrir bestu klippingu bíómyndar. Það er náttúrulega afar viðeigandi að Michael J. Fox mæti á DeLorean DMC-12 bíl til svona verkefna, en þannig bíll var notaður í Back to the Future myndunum sem Fox lék í á árum áður. DeLorean DMC-12 bílum fer nú fjölgandi aftur en þessa dagana er verið að framleiða nokkur hundruð nýja svoleiðis bíla uppúr íhlutum sem döguðu uppi er smíði þeirra var hætt í kjölfar gjaldþrots DeLorean árið 1983. Ef til vill var bíllinn á sviðinu á Óskarsverðlaunahátíðinni einn þeirra nýju bíla, eða bara einkar vel með farinn bíll frá framleiðsluárunum 1981 til 1983. Bíllinn var einungis framleiddur þessi 3 ár. Samtals voru framleidd um 7.000 eintök af DeLorean DMC-12 bílum og verða þau eintök sem enn eru til af honum vaflaust eftir að verða verðmætari og verðmætari. Eitt slíkt eintak er til hérlendis og eftir því sem best er vitað er það staðsett á Ísafirði. Til að slá enn frekar í gegn og vitna í leiðinni í aðra Back to the Futurer myndina mætti Seth Rogen í sjálfreimandi Nike skóm. Hann lét hafa eftir sér að á sínum tíma hefðu Back to the Future myndirnar haft mikil áhrif á sig og verið honum mikill innblástur í eigin leikaraferli. Hér að ofan má sjá magnaða innkomu Michael J. Fox og Seth Rogen á Óskarsverðlaunahátíðinni í gær. Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Innlent
Leikararir Michael J. Fox og Seth Rogen mættu á DeLorean bíl á sviðið á Óskarsverðlaunahátíðinni í gær, en þeir voru að afhenda verðlaun fyrir bestu klippingu bíómyndar. Það er náttúrulega afar viðeigandi að Michael J. Fox mæti á DeLorean DMC-12 bíl til svona verkefna, en þannig bíll var notaður í Back to the Future myndunum sem Fox lék í á árum áður. DeLorean DMC-12 bílum fer nú fjölgandi aftur en þessa dagana er verið að framleiða nokkur hundruð nýja svoleiðis bíla uppúr íhlutum sem döguðu uppi er smíði þeirra var hætt í kjölfar gjaldþrots DeLorean árið 1983. Ef til vill var bíllinn á sviðinu á Óskarsverðlaunahátíðinni einn þeirra nýju bíla, eða bara einkar vel með farinn bíll frá framleiðsluárunum 1981 til 1983. Bíllinn var einungis framleiddur þessi 3 ár. Samtals voru framleidd um 7.000 eintök af DeLorean DMC-12 bílum og verða þau eintök sem enn eru til af honum vaflaust eftir að verða verðmætari og verðmætari. Eitt slíkt eintak er til hérlendis og eftir því sem best er vitað er það staðsett á Ísafirði. Til að slá enn frekar í gegn og vitna í leiðinni í aðra Back to the Futurer myndina mætti Seth Rogen í sjálfreimandi Nike skóm. Hann lét hafa eftir sér að á sínum tíma hefðu Back to the Future myndirnar haft mikil áhrif á sig og verið honum mikill innblástur í eigin leikaraferli. Hér að ofan má sjá magnaða innkomu Michael J. Fox og Seth Rogen á Óskarsverðlaunahátíðinni í gær.
Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Innlent