Írakar ná flugvellinum í Mosul Samúel Karl Ólason skrifar 23. febrúar 2017 12:12 Öryggissveitir Írak eru studdar af Bandaríkjunum og öðrum bandamönnum. Vísir/AFP Írakar hafa tekið flugvöll Mosul frá vígamönnum Íslamska ríkisins eftir um fjögurra tíma bardaga. Um er að ræða stóran lið í frelsun vesturhluta borgarinnar. Austurhluti Mosul var frelsaður í síðasta mánuði og aðgerðir í vestri hófust fyrr í vikunni. Mosul er næst stærsta borg Írak og hefur verið undir oki ISIS frá sumrinu 2014, þegar vígamenn gerðu skyndisókn á Írak og hertóku stóran hluta landsins. Öryggissveitir Írak eru studdar af Bandaríkjunum og öðrum bandamönnum, en írakskir embættismenn sögðu AP fréttaveitunni að erlendir hermenn hefðu tekið þátt í aðgerðunum á og við flugvöllinn. Sveitirnar eru einnig sagðar standa í bardögum við ISIS-liða í nærliggjandi herstöð.Flugvöllurinn þykir mjög mikilvægur, þrátt fyrir að flugbrautin sé ónýt.Vísir/GraphicNewsVesturhluti borgarinnar er minni en austurhluti hennar, en hann er þéttbýlli og íbúar hans eru taldir vera hliðhollari ISIS en aðrir íbúar. Talið er að um 750 þúsund almennir borgarar haldi til í austurhluta Mosul. Þeir höfðu þó verið varaðir við aðgerðinni, en bæklingum var varpað yfir borgina þar sem íbúar voru varaðir við komandi bardögum. Sameinuðu þjóðirnar sögðu frá því í janúar að um helmingur allra þeirra sem dóu í bardögum í austurhluta borgarinnar hafi verið almennir borgarar. Vesturhluti borgarinnar er eldri en aðrir og götur þar eru þröngar. Talið er að þrengslin gætu gert öryggissveitunum erfitt fyrir og auðveldað ISIS-liðum að sitja fyrir þeim og notast við sprengjur og gildrur. Vopnaðar sveitir sjálfboðaliða standa einnig í orrustum vestur af Mosul, þar sem þeir berjast gegn ISIS-liðum um fjölda þorpa.Samkvæmt frétt BBC er flugbraut flugvallarins ónýt, en hann þykir þó mjög mikilvægur. Með því að stjórna flugvellinum geta Írakar tryggt aðkomuleiðir að borginni úr suðri. Mið-Austurlönd Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira
Írakar hafa tekið flugvöll Mosul frá vígamönnum Íslamska ríkisins eftir um fjögurra tíma bardaga. Um er að ræða stóran lið í frelsun vesturhluta borgarinnar. Austurhluti Mosul var frelsaður í síðasta mánuði og aðgerðir í vestri hófust fyrr í vikunni. Mosul er næst stærsta borg Írak og hefur verið undir oki ISIS frá sumrinu 2014, þegar vígamenn gerðu skyndisókn á Írak og hertóku stóran hluta landsins. Öryggissveitir Írak eru studdar af Bandaríkjunum og öðrum bandamönnum, en írakskir embættismenn sögðu AP fréttaveitunni að erlendir hermenn hefðu tekið þátt í aðgerðunum á og við flugvöllinn. Sveitirnar eru einnig sagðar standa í bardögum við ISIS-liða í nærliggjandi herstöð.Flugvöllurinn þykir mjög mikilvægur, þrátt fyrir að flugbrautin sé ónýt.Vísir/GraphicNewsVesturhluti borgarinnar er minni en austurhluti hennar, en hann er þéttbýlli og íbúar hans eru taldir vera hliðhollari ISIS en aðrir íbúar. Talið er að um 750 þúsund almennir borgarar haldi til í austurhluta Mosul. Þeir höfðu þó verið varaðir við aðgerðinni, en bæklingum var varpað yfir borgina þar sem íbúar voru varaðir við komandi bardögum. Sameinuðu þjóðirnar sögðu frá því í janúar að um helmingur allra þeirra sem dóu í bardögum í austurhluta borgarinnar hafi verið almennir borgarar. Vesturhluti borgarinnar er eldri en aðrir og götur þar eru þröngar. Talið er að þrengslin gætu gert öryggissveitunum erfitt fyrir og auðveldað ISIS-liðum að sitja fyrir þeim og notast við sprengjur og gildrur. Vopnaðar sveitir sjálfboðaliða standa einnig í orrustum vestur af Mosul, þar sem þeir berjast gegn ISIS-liðum um fjölda þorpa.Samkvæmt frétt BBC er flugbraut flugvallarins ónýt, en hann þykir þó mjög mikilvægur. Með því að stjórna flugvellinum geta Írakar tryggt aðkomuleiðir að borginni úr suðri.
Mið-Austurlönd Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira