Endurskoðun peningastefnu er óvissuferð Sigurður Hannesson skrifar 21. febrúar 2017 07:00 Það er ekki lögmál að raunvextir á Íslandi séu hærri en í nágrannalöndunum þó sú hafi verið raunin lengi. Markmiði ríkisstjórnarinnar um endurskoðun peningastefnu er fagnað enda hefur legið fyrir að hún færi fram þegar fjármagnshöft væru losuð. Breytt efnahagslandslag kallar einnig á slíka endurskoðun en ferðaþjónusta er nú mikilvæg stoð í hagkerfinu og ein af ástæðum þess að krónan hefur styrkst umtalsvert. Til að skapa stöðugleika þarf að styrkja umgjörð krónunnar, sem hefur í gegnum tíðina verið birtingarmynd óstöðugleika í efnahagslífinu en ekki ástæða hans. Hugmyndin að baki hávaxtastefnunni er sú, að háir vextir slái á eftirspurn í hagkerfinu, sporni þannig gegn verðbólgu og hvetji til sparnaðar. Hins vegar laða háir vextir erlent fjármagn til landsins og letja landsmenn til erlendra fjárfestinga. Við núverandi aðstæður styrkist krónan og afkoma útflutningsgreina versnar. Styrking krónu auðveldar Seðlabankanum tímabundið að ná markmiðum sínum um lága verðbólgu enda lækkar verð á innfluttum vörum með sterkri krónu. Hins vegar hafa hávaxtamyntir tilhneigingu til þess að styrkjast yfir lengri tímabil en veikjast svo skyndilega. Dæmið snýst þá við og verðbólga skýtur upp kollinum með tilheyrandi skelli fyrir heimilin í landinu, sem eru að mestu leyti með verðtryggðar skuldir. Allir finna fyrir slíkum samdrætti. Ráðast þarf að rótum vandans. Þannig verður að vinna gegn háum raunvöxtum en ekki gjaldmiðlinum sjálfum til að eyða ójafnvæginu sem skapast með reglulegu millibili á Íslandi og leiðir til efnahagsáfalla. Endurskoðun peningastefnu þarf að taka tillit til þessa eigi hún að vera vera trúverðug. Víðtæk samstaða virðist ríkja milli stjórnmálaflokka og Seðlabankans um nauðsyn þess að endurskoða peningastefnuna. Hins vegar ríkir engin samstaða um málið efnislega þar sem sjónarmiðin eru allt frá því að aðhyllast upptöku annarrar myntar yfir í sjálfstæða peningastefnu með íslensku krónunni og allt þar á milli. Ef áfangastaðurinn liggur ekki fyrir missir ferðalagið marks.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Hannesson Mest lesið Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki lögmál að raunvextir á Íslandi séu hærri en í nágrannalöndunum þó sú hafi verið raunin lengi. Markmiði ríkisstjórnarinnar um endurskoðun peningastefnu er fagnað enda hefur legið fyrir að hún færi fram þegar fjármagnshöft væru losuð. Breytt efnahagslandslag kallar einnig á slíka endurskoðun en ferðaþjónusta er nú mikilvæg stoð í hagkerfinu og ein af ástæðum þess að krónan hefur styrkst umtalsvert. Til að skapa stöðugleika þarf að styrkja umgjörð krónunnar, sem hefur í gegnum tíðina verið birtingarmynd óstöðugleika í efnahagslífinu en ekki ástæða hans. Hugmyndin að baki hávaxtastefnunni er sú, að háir vextir slái á eftirspurn í hagkerfinu, sporni þannig gegn verðbólgu og hvetji til sparnaðar. Hins vegar laða háir vextir erlent fjármagn til landsins og letja landsmenn til erlendra fjárfestinga. Við núverandi aðstæður styrkist krónan og afkoma útflutningsgreina versnar. Styrking krónu auðveldar Seðlabankanum tímabundið að ná markmiðum sínum um lága verðbólgu enda lækkar verð á innfluttum vörum með sterkri krónu. Hins vegar hafa hávaxtamyntir tilhneigingu til þess að styrkjast yfir lengri tímabil en veikjast svo skyndilega. Dæmið snýst þá við og verðbólga skýtur upp kollinum með tilheyrandi skelli fyrir heimilin í landinu, sem eru að mestu leyti með verðtryggðar skuldir. Allir finna fyrir slíkum samdrætti. Ráðast þarf að rótum vandans. Þannig verður að vinna gegn háum raunvöxtum en ekki gjaldmiðlinum sjálfum til að eyða ójafnvæginu sem skapast með reglulegu millibili á Íslandi og leiðir til efnahagsáfalla. Endurskoðun peningastefnu þarf að taka tillit til þessa eigi hún að vera vera trúverðug. Víðtæk samstaða virðist ríkja milli stjórnmálaflokka og Seðlabankans um nauðsyn þess að endurskoða peningastefnuna. Hins vegar ríkir engin samstaða um málið efnislega þar sem sjónarmiðin eru allt frá því að aðhyllast upptöku annarrar myntar yfir í sjálfstæða peningastefnu með íslensku krónunni og allt þar á milli. Ef áfangastaðurinn liggur ekki fyrir missir ferðalagið marks.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun