Afrekssjóður lokar mögulega á KSÍ: Sækja bara um fyrir stelpurnar og yngri landsliðin Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. mars 2017 19:00 Svo gæti farið að knattspyrnusamband Íslands fái ekki krónu til viðbótar úr afrekssjóði vegna sterkrar stöðu sambandsins ef tillögur vinnuhóps framkvæmdastjórnar ÍSÍ verða samþykktar á næsta íþróttaþingi en Vísir fjallaði um skýrslu vinnuhópsins í dag. Vinnuhópurinn leggur til í skýrslu sinni að Afrekssjóður fái frekari heimild til að hafna umsóknum fjársterkra sambanda. KSÍ er eitt í þeim flokki en það er fjárhagslega sterkara en stór hluti hreyfingarinnar lögð saman. KSÍ fékk tæpar níu milljónir við síðustu úthlutun vegna verkefna A-landsliðs kvenna og unglingalandsliða. „KSÍ er frábærlega vel rekið og er eina sérsambandið sem hefur gríðarlega mikla tekjumöguleika. Tekjuramminn þeirra er stærri en hjá meirihluta hreyfingarinnar [...] Við segjum að það er ekki nógu mikið af peningum og á meðan KSÍ gengur svona vel og raun ber vitni er eðlilegt að aðrir njóti peninganna,“ segir Stefán Konráðsson, formaður íþróttanefndar ríksins og einn starfsmanna vinnuhópsins. Guðrún Inga Sívertssen, varaformaður knattspyrnusambands Íslands, er í stjórn Afrekssjóðs. Hún segir þetta ekki vera beint nýjar fréttir þar sem reglan hefur verið í gildi í núverandi regluvirki afrekssjóðsins. „Ég fagna því að það sé settur ákveðinn rammi utan um afreksstarfið en KSÍ skilgreinir sig sem afreksstarf. Þessi rammi sem er settur má heldur ekki vera hamlandi fyrir þau sérsambönd sem reka sig vel og afla sinna tekna erlendis frá til dæmis,“ segir Guðrún Inga. Hún bendir á að ævintýralegar tekjur KSÍ á síðasta ári séu einsdæmi en þær komu til vegna árangurs karlalandsliðsins á EM í Frakklandi. „Árið í fyrra var að sjálfsögðu óvenjulegt fyrir okkur því við fengum mikið af tekjum vegna EM hjá strákunum. Hafa skal á hreinu að við sóttum ekki um styrk fyrir A-landslið karla í afrekssjóð. Við sækjum um fyrir A-landslið kvenna og unglingalandsliðin. Við sækjum ekki um styrki fyrir A-landslið karla því þaðan koma peningarnir,“ segir Guðrún Inga. KSÍ mun ekki hætta að sækja um styrki: „Að sjálfsögðu munum við halda áfram að sækja um fyrir þau lið okkar sem við sendum í keppni. Það er líka á ábyrgð okkar sem erum í knattspyrnuforystunni að ná í allar þær tekjur sem við getum náð í og alla þá styrki sem í boði eru,“ segir Guðrún Inga Sívertsen. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan. Aðrar íþróttir Íslenski boltinn Tengdar fréttir Tillögur um breytingar á Afrekssjóði: Sérsamböndum skipt í þrjá flokka og sterkari heimild til að hafna KSÍ Vinnuhópur skipaður til að gera tillögur til framkvæmdastjórar ÍSÍ um breytingar á Afrekssjóði kynnti skýrslu sína í dag. 8. mars 2017 15:00 "Þeir sem eru í mesta afreksstarfinu eiga að fá mest“ Afrekssjóður á ekki að vera félagslegur afrekssjóður segir einn starfsmanna vinnuhóps framkvæmdastjórnar ÍSÍ. 8. mars 2017 18:45 Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Sjá meira
Svo gæti farið að knattspyrnusamband Íslands fái ekki krónu til viðbótar úr afrekssjóði vegna sterkrar stöðu sambandsins ef tillögur vinnuhóps framkvæmdastjórnar ÍSÍ verða samþykktar á næsta íþróttaþingi en Vísir fjallaði um skýrslu vinnuhópsins í dag. Vinnuhópurinn leggur til í skýrslu sinni að Afrekssjóður fái frekari heimild til að hafna umsóknum fjársterkra sambanda. KSÍ er eitt í þeim flokki en það er fjárhagslega sterkara en stór hluti hreyfingarinnar lögð saman. KSÍ fékk tæpar níu milljónir við síðustu úthlutun vegna verkefna A-landsliðs kvenna og unglingalandsliða. „KSÍ er frábærlega vel rekið og er eina sérsambandið sem hefur gríðarlega mikla tekjumöguleika. Tekjuramminn þeirra er stærri en hjá meirihluta hreyfingarinnar [...] Við segjum að það er ekki nógu mikið af peningum og á meðan KSÍ gengur svona vel og raun ber vitni er eðlilegt að aðrir njóti peninganna,“ segir Stefán Konráðsson, formaður íþróttanefndar ríksins og einn starfsmanna vinnuhópsins. Guðrún Inga Sívertssen, varaformaður knattspyrnusambands Íslands, er í stjórn Afrekssjóðs. Hún segir þetta ekki vera beint nýjar fréttir þar sem reglan hefur verið í gildi í núverandi regluvirki afrekssjóðsins. „Ég fagna því að það sé settur ákveðinn rammi utan um afreksstarfið en KSÍ skilgreinir sig sem afreksstarf. Þessi rammi sem er settur má heldur ekki vera hamlandi fyrir þau sérsambönd sem reka sig vel og afla sinna tekna erlendis frá til dæmis,“ segir Guðrún Inga. Hún bendir á að ævintýralegar tekjur KSÍ á síðasta ári séu einsdæmi en þær komu til vegna árangurs karlalandsliðsins á EM í Frakklandi. „Árið í fyrra var að sjálfsögðu óvenjulegt fyrir okkur því við fengum mikið af tekjum vegna EM hjá strákunum. Hafa skal á hreinu að við sóttum ekki um styrk fyrir A-landslið karla í afrekssjóð. Við sækjum um fyrir A-landslið kvenna og unglingalandsliðin. Við sækjum ekki um styrki fyrir A-landslið karla því þaðan koma peningarnir,“ segir Guðrún Inga. KSÍ mun ekki hætta að sækja um styrki: „Að sjálfsögðu munum við halda áfram að sækja um fyrir þau lið okkar sem við sendum í keppni. Það er líka á ábyrgð okkar sem erum í knattspyrnuforystunni að ná í allar þær tekjur sem við getum náð í og alla þá styrki sem í boði eru,“ segir Guðrún Inga Sívertsen. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan.
Aðrar íþróttir Íslenski boltinn Tengdar fréttir Tillögur um breytingar á Afrekssjóði: Sérsamböndum skipt í þrjá flokka og sterkari heimild til að hafna KSÍ Vinnuhópur skipaður til að gera tillögur til framkvæmdastjórar ÍSÍ um breytingar á Afrekssjóði kynnti skýrslu sína í dag. 8. mars 2017 15:00 "Þeir sem eru í mesta afreksstarfinu eiga að fá mest“ Afrekssjóður á ekki að vera félagslegur afrekssjóður segir einn starfsmanna vinnuhóps framkvæmdastjórnar ÍSÍ. 8. mars 2017 18:45 Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Sjá meira
Tillögur um breytingar á Afrekssjóði: Sérsamböndum skipt í þrjá flokka og sterkari heimild til að hafna KSÍ Vinnuhópur skipaður til að gera tillögur til framkvæmdastjórar ÍSÍ um breytingar á Afrekssjóði kynnti skýrslu sína í dag. 8. mars 2017 15:00
"Þeir sem eru í mesta afreksstarfinu eiga að fá mest“ Afrekssjóður á ekki að vera félagslegur afrekssjóður segir einn starfsmanna vinnuhóps framkvæmdastjórnar ÍSÍ. 8. mars 2017 18:45