Lækkum vexti með stöðugleikasjóði Sigurður Hannesson skrifar 9. mars 2017 07:00 Ef rétt er á málum haldið má lækka vexti með stofnun stöðugleikasjóðs sem hefði sveiflujöfnun hagkerfisins og opinberan sparnað að leiðarljósi. Útgjöld hins opinbera hafa bein áhrif á vaxtastigið í landinu. Óhóflegur útgjaldavöxtur ríkisins er þensluhvetjandi og kallar á viðbrögð Seðlabankans, sem nýtir stýrivexti til að slá á þenslu. Nú þegar vel árar virðast ríkisstjórn og Seðlabanki ekki ætla að ganga í takt. Í stað þess að draga úr eftirspurn í hagkerfinu, auka aðhald og stefna að myndarlegum rekstrarafgangi ríkissjóðs er stefnt á 1,5% afgang næstu árin samkvæmt fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar. Sá litli afgangur heldur vöxtum hærri en ella og leggur þyngri vaxtabyrði en annars væri á fyrirtæki og heimili landsins. Stöðugleikasjóður ætti að fá framlög með þrennum hætti. Í fyrsta lagi með stofnframlagi, til dæmis hluta af stöðugleikaframlögum slitabúanna sem nýttur er til kaupa á gjaldeyri af Seðlabankanum. Slíkt myndi létta undir með Seðlabankanum sem ber tugmilljarða kostnað á hverju ári af stórum gjaldeyrisforða. Í annan stað ætti sjóðurinn að fá myndarlegt framlag úr ríkissjóði þegar vel árar eins og nú. Í þriðja lagi ætti að nýta tekjur hins opinbera af nýtingu helstu auðlinda landsins – sjávarútvegi, orkuiðnaði og ferðaþjónustu. Stöðugleikasjóðurinn ætti að fjárfesta erlendis, enda er sveiflujöfnun eitt af markmiðum hans og ekki ráðlegt að setja öll eggin í sömu efnahagskörfuna. Þegar vel áraði kæmi framlag úr ríkissjóði. Slíkt drægi úr sveiflum og gerði Seðlabankanum kleift að lækka vexti. Þegar verr áraði myndi stöðugleikasjóðurinn fjármagna uppbyggingu innviða innanlands og minnka áhrif af niðursveiflu. Reynslan sýnir að krónan hefur tilhneigingu til að styrkjast smám saman þegar vel árar og veikjast skyndilega við áföll. Stöðugleikasjóður eins og hér er lýst jafnar því gengissveiflur svo fremi sem umgjörð sjóðsins er vönduð og tryggt sé að ekki sé hægt að taka út úr honum nema við fyrirfram tilgreindar aðstæður. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Hannesson Mest lesið Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skoðun Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ef rétt er á málum haldið má lækka vexti með stofnun stöðugleikasjóðs sem hefði sveiflujöfnun hagkerfisins og opinberan sparnað að leiðarljósi. Útgjöld hins opinbera hafa bein áhrif á vaxtastigið í landinu. Óhóflegur útgjaldavöxtur ríkisins er þensluhvetjandi og kallar á viðbrögð Seðlabankans, sem nýtir stýrivexti til að slá á þenslu. Nú þegar vel árar virðast ríkisstjórn og Seðlabanki ekki ætla að ganga í takt. Í stað þess að draga úr eftirspurn í hagkerfinu, auka aðhald og stefna að myndarlegum rekstrarafgangi ríkissjóðs er stefnt á 1,5% afgang næstu árin samkvæmt fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar. Sá litli afgangur heldur vöxtum hærri en ella og leggur þyngri vaxtabyrði en annars væri á fyrirtæki og heimili landsins. Stöðugleikasjóður ætti að fá framlög með þrennum hætti. Í fyrsta lagi með stofnframlagi, til dæmis hluta af stöðugleikaframlögum slitabúanna sem nýttur er til kaupa á gjaldeyri af Seðlabankanum. Slíkt myndi létta undir með Seðlabankanum sem ber tugmilljarða kostnað á hverju ári af stórum gjaldeyrisforða. Í annan stað ætti sjóðurinn að fá myndarlegt framlag úr ríkissjóði þegar vel árar eins og nú. Í þriðja lagi ætti að nýta tekjur hins opinbera af nýtingu helstu auðlinda landsins – sjávarútvegi, orkuiðnaði og ferðaþjónustu. Stöðugleikasjóðurinn ætti að fjárfesta erlendis, enda er sveiflujöfnun eitt af markmiðum hans og ekki ráðlegt að setja öll eggin í sömu efnahagskörfuna. Þegar vel áraði kæmi framlag úr ríkissjóði. Slíkt drægi úr sveiflum og gerði Seðlabankanum kleift að lækka vexti. Þegar verr áraði myndi stöðugleikasjóðurinn fjármagna uppbyggingu innviða innanlands og minnka áhrif af niðursveiflu. Reynslan sýnir að krónan hefur tilhneigingu til að styrkjast smám saman þegar vel árar og veikjast skyndilega við áföll. Stöðugleikasjóður eins og hér er lýst jafnar því gengissveiflur svo fremi sem umgjörð sjóðsins er vönduð og tryggt sé að ekki sé hægt að taka út úr honum nema við fyrirfram tilgreindar aðstæður. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun