Ríkisfjármálastefnan tekur ekki á vandanum – vantar tugi milljarða Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 9. mars 2017 07:00 Þessa dagana fjallar Alþingi um fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar. Sú stefna leggur línurnar um það sem koma skal á næstu fimm árum í ríkisfjármálum, t.d. hversu mikið svigrúm er ætlað til fjárfestinga og viðhalds í heilbrigðismálum, samgöngumálum og menntakerfinu, svo eitthvað sé nefnt. Það verður því miður að segjast að ríkisfjármálastefnan gengur engan veginn upp miðað við þau verkefni sem við stöndum frammi fyrir í þessum málaflokkum. Samgönguáætlun er sögð vera vanfjármögnuð um 10 milljarða en að mati greiningadeildar Arion banka er uppsöfnuð fjárfestingarþörf í vegakerfinu yfir 20 milljarðar og hefur verið það frá ársbyrjun 2016. En það er ekki bara uppsöfnuð þörf í vegakerfinu, heldur líka í öðrum innviðum eins og heilbrigðis- og menntamálum og sú stefna sem ríkisstjórnin hefur lagt fram tekur ekki á þessari vanfjármögnun. Þarna munar tugum milljarða og því er óásættanlegt að samþykkja ríkisfjármálastefnuna óbreytta.Það eru til fjármunir – sækjum þá Það er gott að leggja áherslu á að greiða niður skuldir og minnka vaxtakostnað en um leið er ekki hægt að vanrækja innviðina. Það þarf að auka tekjur ríkissjóðs til að mæta þeim þörfum og það verður ekki bara gert með stöku vegtollum út frá höfuðborginni. Það þarf að styrkja tekjuöflunarkerfi ríkisins með réttlátum hætti þar sem leggja þarf áherslu á að hlífa lág- og millitekjuhópum. Það er hægt að gera með því að hækka auðlindagjöld og kolefnisgjald, setja á komugjöld og auðlegðarskatt og efla skatteftirlit enn frekar. En ríkisstjórnin heykist á því að styrkja tekjustofna ríkissjóðs sem eru í járnum þegar tillit er tekið til hagsveiflunnar líkt og fjármálaráðuneytið hefur varað við. Vanræksla uppbyggingar innviða nú er ávísun á umtalsvert meiri kostnað til framtíðar sem getur ekki talist skynsamlegt. Það eru til fjármunir – sækjum þá. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Mest lesið Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þessa dagana fjallar Alþingi um fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar. Sú stefna leggur línurnar um það sem koma skal á næstu fimm árum í ríkisfjármálum, t.d. hversu mikið svigrúm er ætlað til fjárfestinga og viðhalds í heilbrigðismálum, samgöngumálum og menntakerfinu, svo eitthvað sé nefnt. Það verður því miður að segjast að ríkisfjármálastefnan gengur engan veginn upp miðað við þau verkefni sem við stöndum frammi fyrir í þessum málaflokkum. Samgönguáætlun er sögð vera vanfjármögnuð um 10 milljarða en að mati greiningadeildar Arion banka er uppsöfnuð fjárfestingarþörf í vegakerfinu yfir 20 milljarðar og hefur verið það frá ársbyrjun 2016. En það er ekki bara uppsöfnuð þörf í vegakerfinu, heldur líka í öðrum innviðum eins og heilbrigðis- og menntamálum og sú stefna sem ríkisstjórnin hefur lagt fram tekur ekki á þessari vanfjármögnun. Þarna munar tugum milljarða og því er óásættanlegt að samþykkja ríkisfjármálastefnuna óbreytta.Það eru til fjármunir – sækjum þá Það er gott að leggja áherslu á að greiða niður skuldir og minnka vaxtakostnað en um leið er ekki hægt að vanrækja innviðina. Það þarf að auka tekjur ríkissjóðs til að mæta þeim þörfum og það verður ekki bara gert með stöku vegtollum út frá höfuðborginni. Það þarf að styrkja tekjuöflunarkerfi ríkisins með réttlátum hætti þar sem leggja þarf áherslu á að hlífa lág- og millitekjuhópum. Það er hægt að gera með því að hækka auðlindagjöld og kolefnisgjald, setja á komugjöld og auðlegðarskatt og efla skatteftirlit enn frekar. En ríkisstjórnin heykist á því að styrkja tekjustofna ríkissjóðs sem eru í járnum þegar tillit er tekið til hagsveiflunnar líkt og fjármálaráðuneytið hefur varað við. Vanræksla uppbyggingar innviða nú er ávísun á umtalsvert meiri kostnað til framtíðar sem getur ekki talist skynsamlegt. Það eru til fjármunir – sækjum þá. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun