Dettifossvegur "niðurgrafinn moldarvegur“ sem annar engan veginn eftirspurn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. mars 2017 16:37 Dettifossvegur er mjór, niðurgrafinn moldarslóði á yfir 20 kílómetra kafla á leiðinni milli Ásbyrgis, Hljóðakletta og Dettifoss. Mynd/Friðrik Þór Halldórsson Húsavíkurstofa, sem er sameiginlegur vettvangur ferðaþjónustuaðila á Húsavík, hefur sent frá sér ályktun vegna niðurskurðar á samgönguáætlun. Er það gagnrýnt að ekki verði farið í nauðsynlegar samgönguframkvæmdir á landsbyggðinni en á meðal þess sem skorið er niður er Dettifossvegur sem ekki verður kláraður á árinu 2018 eins og áður var stefnt að. Segir í ályktuninni að þetta sé „áfall fyrir ferðaþjónustuuppbyggingu á Norðurlandi og þar með samfélagið í heild sinni.“ Þá segir jafnframt: „Húsavíkurstofa furðar sig á því að stjórnmálamenn umgangist samgönguáætlun með þessum hætti sem gengur þvert gegn yfirlýsingum þeirra í aðdraganda nýafstaðinna kosningar um nauðsyn þess að setja meira fjármagn í uppbyggingu innviða, ekki síst til vegamála. Fyrir ferðaþjónustu á Íslandi er viðhald og uppbygging vegakerfisins og annarra samgöngumannvirkja einn mikilvægasti þáttturinn til þess að atvinnugreinin nái að vaxa og dafna öllum landsmönnum til heilla. Áframhaldandi fjársvelti til samgöngumála mun leiða til hruns í samgöngukerfinu innan skamms tíma sem mun koma hart niður á ferðaþjónustu, öðrum atvinnugreinum og íbúum landsins. Dettifossvegur nr. 862 er niðurgrafinn moldarvegur sem getur alls ekki annað þeirri eftirspurn sem nú þegar er til staðar á svæðinu við Dettifoss, aflmesta foss Evrópu og einu stærsta aðdráttarafli fyrir ferðamenn á Norðurlandi. Húsavíkurstofa skorar á Alþingi að tryggja fulla fjármögnun á lífsnauðsynlegum samgönguframkvæmdum sem efla munu innviði og atvinnutækifæri á landsbyggðinni.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þingmenn hjóluðu í ráðherra vegna niðurskurðar á samgönguáætlun Fjöldi þingmanna, aðallega úr stjórnarandstöðunni, kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta og gagnrýndu Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, harðlega vegna niðurskurðar sem gera þarf á samgönguáætlun í ár. 6. mars 2017 16:07 Þessir vegir lenda í tíu milljarða niðurskurði samgönguáætlunar Vegur um Teigsskóg, Dettifossvegur, hringvegurinn í Berufirði og ný brú á Hornafjarðarfljót eru meðal verkefna sem lenda undir hnífnum. 2. mars 2017 20:00 Mótmæli sveitunga munu engu breyta Samgönguráðherra segist skilja vel gremju fólks vegna niðurskurðar á samgönguáætlun. Um 200 íbúar í Berufjarðarbotni og nærsveitum lokuðu þjóðvegi 1 í tvær klukkustundir í gær með um 60 bílum. 6. mars 2017 06:00 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Húsavíkurstofa, sem er sameiginlegur vettvangur ferðaþjónustuaðila á Húsavík, hefur sent frá sér ályktun vegna niðurskurðar á samgönguáætlun. Er það gagnrýnt að ekki verði farið í nauðsynlegar samgönguframkvæmdir á landsbyggðinni en á meðal þess sem skorið er niður er Dettifossvegur sem ekki verður kláraður á árinu 2018 eins og áður var stefnt að. Segir í ályktuninni að þetta sé „áfall fyrir ferðaþjónustuuppbyggingu á Norðurlandi og þar með samfélagið í heild sinni.“ Þá segir jafnframt: „Húsavíkurstofa furðar sig á því að stjórnmálamenn umgangist samgönguáætlun með þessum hætti sem gengur þvert gegn yfirlýsingum þeirra í aðdraganda nýafstaðinna kosningar um nauðsyn þess að setja meira fjármagn í uppbyggingu innviða, ekki síst til vegamála. Fyrir ferðaþjónustu á Íslandi er viðhald og uppbygging vegakerfisins og annarra samgöngumannvirkja einn mikilvægasti þáttturinn til þess að atvinnugreinin nái að vaxa og dafna öllum landsmönnum til heilla. Áframhaldandi fjársvelti til samgöngumála mun leiða til hruns í samgöngukerfinu innan skamms tíma sem mun koma hart niður á ferðaþjónustu, öðrum atvinnugreinum og íbúum landsins. Dettifossvegur nr. 862 er niðurgrafinn moldarvegur sem getur alls ekki annað þeirri eftirspurn sem nú þegar er til staðar á svæðinu við Dettifoss, aflmesta foss Evrópu og einu stærsta aðdráttarafli fyrir ferðamenn á Norðurlandi. Húsavíkurstofa skorar á Alþingi að tryggja fulla fjármögnun á lífsnauðsynlegum samgönguframkvæmdum sem efla munu innviði og atvinnutækifæri á landsbyggðinni.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þingmenn hjóluðu í ráðherra vegna niðurskurðar á samgönguáætlun Fjöldi þingmanna, aðallega úr stjórnarandstöðunni, kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta og gagnrýndu Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, harðlega vegna niðurskurðar sem gera þarf á samgönguáætlun í ár. 6. mars 2017 16:07 Þessir vegir lenda í tíu milljarða niðurskurði samgönguáætlunar Vegur um Teigsskóg, Dettifossvegur, hringvegurinn í Berufirði og ný brú á Hornafjarðarfljót eru meðal verkefna sem lenda undir hnífnum. 2. mars 2017 20:00 Mótmæli sveitunga munu engu breyta Samgönguráðherra segist skilja vel gremju fólks vegna niðurskurðar á samgönguáætlun. Um 200 íbúar í Berufjarðarbotni og nærsveitum lokuðu þjóðvegi 1 í tvær klukkustundir í gær með um 60 bílum. 6. mars 2017 06:00 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Þingmenn hjóluðu í ráðherra vegna niðurskurðar á samgönguáætlun Fjöldi þingmanna, aðallega úr stjórnarandstöðunni, kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta og gagnrýndu Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, harðlega vegna niðurskurðar sem gera þarf á samgönguáætlun í ár. 6. mars 2017 16:07
Þessir vegir lenda í tíu milljarða niðurskurði samgönguáætlunar Vegur um Teigsskóg, Dettifossvegur, hringvegurinn í Berufirði og ný brú á Hornafjarðarfljót eru meðal verkefna sem lenda undir hnífnum. 2. mars 2017 20:00
Mótmæli sveitunga munu engu breyta Samgönguráðherra segist skilja vel gremju fólks vegna niðurskurðar á samgönguáætlun. Um 200 íbúar í Berufjarðarbotni og nærsveitum lokuðu þjóðvegi 1 í tvær klukkustundir í gær með um 60 bílum. 6. mars 2017 06:00