Innlent

Stórir pollar leika bíl­stjóra grátt

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Bílar gætu átt erfitt með að komast yfir pollinn.
Bílar gætu átt erfitt með að komast yfir pollinn. AÐSEND

Veðrið hefur leikið landsmenn grátt í dag. Stórir pollar mynduðust í Hafnarfirði, bílstjórum til mikilla ama.

Eins og sést á þessari mynd hefur stór pollur myndast við hringtorg við Hringhamar í Hafnarfirði. Þar sem venjulega er vegur er nú gríðarstór pollur sem gæti reynst erfitt að komast yfir.

Hringtorgið er við Hringhamar.AÐSEND

Þá var einn bílstjóri svo óheppinn að festa sig í, að svo virðist, álíka stórum polli í Hafnarfirði. 

Klippa: Bíll festist í polli

Samkvæmt heimildum fréttastofu má finna álíka polla víða á höfuðborgarsvæðinu, svo sem á Suðurgötu við Reykjavíkurflugvöllinn. Einhverjir rafmagnsbílaeigendur áttu erfitt og festu bílana sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×