Hrafn: Sárt að tapa líka utan vallar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. mars 2017 22:20 Hrafn á hliðarlínunni í kvöld. vísir/stefán „Þessi leikur tapast á því hvernig við komum inn í hann og þetta er orðið þreytt,“ sagði hundsvekktur þjálfari Stjörnunnar, Hrafn Kristjánsson, eftir tapið gegn Haukum í kvöld. „Ég skil vel að það sé verið að spyrja mig af hverju við komum svona inn í leikinn. Ég er kannski að hrauna yfir leikmenn fara að koma illa inn í leikinn en við þurfum allir að skoða þetta. Kannski þarf að haga undirbúningi öðruvísi. Ég hélt að við gerðum okkur grein fyrir mikilvægi leiksins.“ Það var líka mikið undir hjá Stjörnunni í kvöld en er vandamálið andlegt því ekki vantar gæðin í liðið? „Það er stundum sagt að það sé versti óvinur sköpunargáfunnar sé sjálfsefi. Það virðist vera stutt í að fólk fari að hugsa um sín vandamál inn á vellinum og nái ekki að tengja saman sem lið,“ segir Hrafn og viðurkennir að hans lið hafi tapað í baráttunni og svo hjálpaði ekki að Kaninn hans var nær meðvitundarlaus í kvöld. Hafði ekkert fram að færa. „Það er hárrétt. Þetta hefur verið köflótt hjá honum. Hann fer inn í skelina og hættir að taka af skarið.“ Garðbæingar voru undir líka utan vallar og það fannst þjálfaranum líka miður. „Ég er væntanlega að taka smá áhættu með því að tala um þetta núna. Ég elska félagið, stuðningsmennina og Garðabæ. Ég hef farið í gegnum ótrúlega mörg ævintýri með þeim og mér finnst sárt að mæta hingað og verða líka vel undir í stúkunni,“ segir Hrafn. „Við erum á leið í úrslitakeppnina og ég vona innilega að fólk haldi enn í trúna og geri sér grein fyrir að það hjálpi líka. Ábyrgðin liggur á mér og leikmönnum en það gefur okkur mikið aukalega er maður finnur hvatninguna er það gengur illa. Ég vona að það verði hvítt og blátt í stúkunni í úrslitakeppninni.“ Liðið er enn án Justin Shouse og Hrafn bindur vonir við að hann snúi aftur í úrslitakeppninni. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Haukar 78-87 | Haukar brunuðu yfir Stjörnuna Haukar þjöppuðu sér saman í kvöld og unnu heldur betur stóran sigur á nágrönnum sínum í Stjörnunni. Sigurinn tryggði sætið í efstu deild á næsta tímabili. 5. mars 2017 22:00 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Körfubolti Fleiri fréttir NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum Sjá meira
„Þessi leikur tapast á því hvernig við komum inn í hann og þetta er orðið þreytt,“ sagði hundsvekktur þjálfari Stjörnunnar, Hrafn Kristjánsson, eftir tapið gegn Haukum í kvöld. „Ég skil vel að það sé verið að spyrja mig af hverju við komum svona inn í leikinn. Ég er kannski að hrauna yfir leikmenn fara að koma illa inn í leikinn en við þurfum allir að skoða þetta. Kannski þarf að haga undirbúningi öðruvísi. Ég hélt að við gerðum okkur grein fyrir mikilvægi leiksins.“ Það var líka mikið undir hjá Stjörnunni í kvöld en er vandamálið andlegt því ekki vantar gæðin í liðið? „Það er stundum sagt að það sé versti óvinur sköpunargáfunnar sé sjálfsefi. Það virðist vera stutt í að fólk fari að hugsa um sín vandamál inn á vellinum og nái ekki að tengja saman sem lið,“ segir Hrafn og viðurkennir að hans lið hafi tapað í baráttunni og svo hjálpaði ekki að Kaninn hans var nær meðvitundarlaus í kvöld. Hafði ekkert fram að færa. „Það er hárrétt. Þetta hefur verið köflótt hjá honum. Hann fer inn í skelina og hættir að taka af skarið.“ Garðbæingar voru undir líka utan vallar og það fannst þjálfaranum líka miður. „Ég er væntanlega að taka smá áhættu með því að tala um þetta núna. Ég elska félagið, stuðningsmennina og Garðabæ. Ég hef farið í gegnum ótrúlega mörg ævintýri með þeim og mér finnst sárt að mæta hingað og verða líka vel undir í stúkunni,“ segir Hrafn. „Við erum á leið í úrslitakeppnina og ég vona innilega að fólk haldi enn í trúna og geri sér grein fyrir að það hjálpi líka. Ábyrgðin liggur á mér og leikmönnum en það gefur okkur mikið aukalega er maður finnur hvatninguna er það gengur illa. Ég vona að það verði hvítt og blátt í stúkunni í úrslitakeppninni.“ Liðið er enn án Justin Shouse og Hrafn bindur vonir við að hann snúi aftur í úrslitakeppninni.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Haukar 78-87 | Haukar brunuðu yfir Stjörnuna Haukar þjöppuðu sér saman í kvöld og unnu heldur betur stóran sigur á nágrönnum sínum í Stjörnunni. Sigurinn tryggði sætið í efstu deild á næsta tímabili. 5. mars 2017 22:00 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Körfubolti Fleiri fréttir NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Haukar 78-87 | Haukar brunuðu yfir Stjörnuna Haukar þjöppuðu sér saman í kvöld og unnu heldur betur stóran sigur á nágrönnum sínum í Stjörnunni. Sigurinn tryggði sætið í efstu deild á næsta tímabili. 5. mars 2017 22:00
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins