Blóðugur niðurskurður í vændum hjá Umhverfisstofnuninni Kjartan Kjartansson skrifar 2. mars 2017 14:30 Ríkisstjórn Donalds Trump hefur í hyggju að skera starfsemi Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna (EPA) niður við trog. Áætlun Hvíta hússins gerir ráð fyrir því að starfsmönnum hennar verði fækkað um fimmtung og fjöldi verkefna verði sleginn út af borðinu, þar á meðal aðgerðir í loftslagsmálum. Greint hefur verið frá því að Trump ætli að auka framlög til hernaðarmála um tíu prósent á næsta ári og skera verulega niður hjá öðrum stofnunum bandaríska alríkisins. Skjöl sem blaðamenn bandaríska dagblaðsins Washington Post hafa skoðað benda til þess að árlegar fjárheimildir EPA fari úr 8,2 milljörðum dollara í 6,1 milljarð. Þessi niðurskurður komi til með að hafa enn meiri áhrif á kjarnastarfsemi stofnunarinnar þar sem að stór hluti fjárheimilda hennar fer í styrki til einstakra ríkja og sveitarfélaga. Repúblikanar hafa lengi haft horn í síðu Umhverfisstofnunarinnar og hafa sumir þeirra jafnvel viljað leggja hana niður, þar á meðal Trump sjálfur í kosningabaráttunni. Trump skipaði jafnframt Scott Pruitt, fyrrverandi dómsmálaráðherra Oklahoma, sem forstjóra EPA. Sá höfðaði fjölda dómsmála gegn stofnuninni til þess að hnekkja reglum hennar um losun gróðurhúsalofttegunda, meðal annars í samráði við hagsmunaðila í jarðefnaeldsneytisiðnaði.Leggja af loftslagsaðgerðir og hreinsunarstarfVerði áform Hvíta hússins að veruleika verður starfsmönnum EPA fækkað um þrjú þúsund, úr 15.000 í 12.000 samkvæmt Washington Post. Styrkir til ríkja og og framlög til verkefna sem eiga að tryggja Bandaríkjamönnum hreint loft og vatn verða skorin niður um þriðjung. Til viðbótar verða 38 mismunandi verkefni lögð af með öllu. Þau lúta meðal annars að aðgerðum gegn loftslagsbreytingum og hreinsunarstarfi á gömlum iðnaðarsvæðum. Bandaríkjaþing þarf að samþykkja fjárveitingar til EPA. Óvíst er talið hvort að þingmenn muni fallast á svo umfangsmikinn niðurskurð hjá stofnuninni. Umhverfisverndarsamtök og fyrrverandi forstjóri EPA hafa brugðist hart við fyrirhuguðum niðurskurði. „Ef þingið samþykkir þennan niðurskurð mun hann rífa hjartað og sálina úr áætlun stjórnvalda um að hafa hemil á loftmengun og tefla heilsu og velferð tuga milljóna manna um allt land í tvísýnu,“ segir S. William Becker, framkvæmdastjóri Landsambands stofnana um hreint loft (National Association of Clean Air Agencies). Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Ríkisstjórn Donalds Trump hefur í hyggju að skera starfsemi Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna (EPA) niður við trog. Áætlun Hvíta hússins gerir ráð fyrir því að starfsmönnum hennar verði fækkað um fimmtung og fjöldi verkefna verði sleginn út af borðinu, þar á meðal aðgerðir í loftslagsmálum. Greint hefur verið frá því að Trump ætli að auka framlög til hernaðarmála um tíu prósent á næsta ári og skera verulega niður hjá öðrum stofnunum bandaríska alríkisins. Skjöl sem blaðamenn bandaríska dagblaðsins Washington Post hafa skoðað benda til þess að árlegar fjárheimildir EPA fari úr 8,2 milljörðum dollara í 6,1 milljarð. Þessi niðurskurður komi til með að hafa enn meiri áhrif á kjarnastarfsemi stofnunarinnar þar sem að stór hluti fjárheimilda hennar fer í styrki til einstakra ríkja og sveitarfélaga. Repúblikanar hafa lengi haft horn í síðu Umhverfisstofnunarinnar og hafa sumir þeirra jafnvel viljað leggja hana niður, þar á meðal Trump sjálfur í kosningabaráttunni. Trump skipaði jafnframt Scott Pruitt, fyrrverandi dómsmálaráðherra Oklahoma, sem forstjóra EPA. Sá höfðaði fjölda dómsmála gegn stofnuninni til þess að hnekkja reglum hennar um losun gróðurhúsalofttegunda, meðal annars í samráði við hagsmunaðila í jarðefnaeldsneytisiðnaði.Leggja af loftslagsaðgerðir og hreinsunarstarfVerði áform Hvíta hússins að veruleika verður starfsmönnum EPA fækkað um þrjú þúsund, úr 15.000 í 12.000 samkvæmt Washington Post. Styrkir til ríkja og og framlög til verkefna sem eiga að tryggja Bandaríkjamönnum hreint loft og vatn verða skorin niður um þriðjung. Til viðbótar verða 38 mismunandi verkefni lögð af með öllu. Þau lúta meðal annars að aðgerðum gegn loftslagsbreytingum og hreinsunarstarfi á gömlum iðnaðarsvæðum. Bandaríkjaþing þarf að samþykkja fjárveitingar til EPA. Óvíst er talið hvort að þingmenn muni fallast á svo umfangsmikinn niðurskurð hjá stofnuninni. Umhverfisverndarsamtök og fyrrverandi forstjóri EPA hafa brugðist hart við fyrirhuguðum niðurskurði. „Ef þingið samþykkir þennan niðurskurð mun hann rífa hjartað og sálina úr áætlun stjórnvalda um að hafa hemil á loftmengun og tefla heilsu og velferð tuga milljóna manna um allt land í tvísýnu,“ segir S. William Becker, framkvæmdastjóri Landsambands stofnana um hreint loft (National Association of Clean Air Agencies).
Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira