Ingi Þór: „Menn eiga að halda svona upplýsingum fyrir sig“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. mars 2017 14:00 „Ég hafði bara ekki hugmynd um að þetta væri í gangi,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari karla- og kvennaliðs Snæfells í Domino´s-deildinni í körfubolta um innherjaupplýsingarnar sem veðmálasíðan B-Ball Bets safnar til að auka sigurlíkur sínar og áskrifenda sinna þegar veðjað er á leiki deildarinnar.Vísir fjallaði í morgun um síðuna en að henni standa tveir menn sem hringja í leikmenn liðanna í Domino´s-deildinni til að fá upplýsingar um leikmannahópana og fleira sem getur hjálpað þeim að græða peninga.Sjá einnig:Formaður KKÍ um innherjaupplýsingarnar: „Getur haft alvarlegar afleiðingar“ „Það eru náttúrlega veðmálasíður út um allan heim en ég vissi ekki að það eru menn sem hringja til að fá upplýsingar og svo selja þær. Það getur alveg komið í bakið á mönnum að gera svona,“ segir Ingi Þór. „Menn gera auðvitað allt til að fá upplýsingar þegar peningar eru í húfi. Veðmálaáhugi er fylgifiskur allra íþrótta.“ Eins og gefur að skilja hefur Ingi Þór, sem þjálfari, lítinn húmor fyrir því að heyra að leikmenn, hvort sem það eru hans strákar eða leikmenn annara liða, séu að láta af hendi mikilvægar upplýsingar. „Menn eiga að halda svona upplýsingum fyrir sig. Körfuboltaleikur, eins og aðrar íþróttagreinar, er bara skák og því minna sem mótherjinn veit því betra. Það er alveg sama þó þeir láti upplýsingarnar ekki leka í hitt liðið. Þetta eru viðkvæmar upplýsingar og það að gefa upp eins lítið og hægt er,“ segir Ingi Þór sem sjálfur er ekkert að veðja. „Ég veit hvað Lengjan er og svo sé ég stundum Bet-eitthvað. Ég spila bara Lottó. Ég var með þrjá rétta síðast og fékk 777 krónur. Það dugar fyrir hálfum miða í viðbót,“ segir Ingi Þór Steinþórsson léttur að lokum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Fá upplýsingar frá leikmönnum í körfuboltanum og selja þær á veðmálasíðu Tveir fyrrverandi körfuboltamenn standa að síðu sem hjálpar fólki að græða peninga á Domino´s-deildinni. 2. mars 2017 09:45 Formaður KKÍ um innherjaupplýsingarnar: „Getur haft alvarlegar afleiðingar“ Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, hvetur leikmenn og þjálfara í Domino´s-deildinni til að halda upplýsingum um sín lið fyrir sig. 2. mars 2017 12:30 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Sjá meira
„Ég hafði bara ekki hugmynd um að þetta væri í gangi,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari karla- og kvennaliðs Snæfells í Domino´s-deildinni í körfubolta um innherjaupplýsingarnar sem veðmálasíðan B-Ball Bets safnar til að auka sigurlíkur sínar og áskrifenda sinna þegar veðjað er á leiki deildarinnar.Vísir fjallaði í morgun um síðuna en að henni standa tveir menn sem hringja í leikmenn liðanna í Domino´s-deildinni til að fá upplýsingar um leikmannahópana og fleira sem getur hjálpað þeim að græða peninga.Sjá einnig:Formaður KKÍ um innherjaupplýsingarnar: „Getur haft alvarlegar afleiðingar“ „Það eru náttúrlega veðmálasíður út um allan heim en ég vissi ekki að það eru menn sem hringja til að fá upplýsingar og svo selja þær. Það getur alveg komið í bakið á mönnum að gera svona,“ segir Ingi Þór. „Menn gera auðvitað allt til að fá upplýsingar þegar peningar eru í húfi. Veðmálaáhugi er fylgifiskur allra íþrótta.“ Eins og gefur að skilja hefur Ingi Þór, sem þjálfari, lítinn húmor fyrir því að heyra að leikmenn, hvort sem það eru hans strákar eða leikmenn annara liða, séu að láta af hendi mikilvægar upplýsingar. „Menn eiga að halda svona upplýsingum fyrir sig. Körfuboltaleikur, eins og aðrar íþróttagreinar, er bara skák og því minna sem mótherjinn veit því betra. Það er alveg sama þó þeir láti upplýsingarnar ekki leka í hitt liðið. Þetta eru viðkvæmar upplýsingar og það að gefa upp eins lítið og hægt er,“ segir Ingi Þór sem sjálfur er ekkert að veðja. „Ég veit hvað Lengjan er og svo sé ég stundum Bet-eitthvað. Ég spila bara Lottó. Ég var með þrjá rétta síðast og fékk 777 krónur. Það dugar fyrir hálfum miða í viðbót,“ segir Ingi Þór Steinþórsson léttur að lokum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Fá upplýsingar frá leikmönnum í körfuboltanum og selja þær á veðmálasíðu Tveir fyrrverandi körfuboltamenn standa að síðu sem hjálpar fólki að græða peninga á Domino´s-deildinni. 2. mars 2017 09:45 Formaður KKÍ um innherjaupplýsingarnar: „Getur haft alvarlegar afleiðingar“ Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, hvetur leikmenn og þjálfara í Domino´s-deildinni til að halda upplýsingum um sín lið fyrir sig. 2. mars 2017 12:30 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Sjá meira
Fá upplýsingar frá leikmönnum í körfuboltanum og selja þær á veðmálasíðu Tveir fyrrverandi körfuboltamenn standa að síðu sem hjálpar fólki að græða peninga á Domino´s-deildinni. 2. mars 2017 09:45
Formaður KKÍ um innherjaupplýsingarnar: „Getur haft alvarlegar afleiðingar“ Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, hvetur leikmenn og þjálfara í Domino´s-deildinni til að halda upplýsingum um sín lið fyrir sig. 2. mars 2017 12:30
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins