Framlegðin í sjávarútvegi: 600 milljarðar króna á 8 árum Kristinn H. Gunnarsson skrifar 13. mars 2017 00:00 Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum skrifar í Fréttablaðið og véfengir tölur um góða afkomu í sjávarútvegi og sérstaklega í uppsjávarveiðum og vinnslu sem ég birti í grein minni áður. Upplýsingarnar sem ég vísaði til er allar að finna í gögnum Hagstofu Íslands og útgefnum skýrslum um hag veiða og vinnslu. Hugtökin framlegð og hreinan hagnað nota ég með sama hætti og Hagstofa Íslands. Framlegðin er tekjur að frádregnum kostnaði við öflun teknanna og Hagstofan kallar framlegðina verga hlutdeild fjármagns (EBITDA). Frá framlegðinni eru síðan dregnar afskriftir og fjármagnskostnaður. Þá stendur eftir hreinn hagnaður. Framkvæmdastjórinn segir um gögn Hagstofunnar að þau séu úrtaksgögn og lætur að því liggja að þeim sé áfátt þegar lýsa eigi afkomu í sjávarútvegi. Hann vegur ómaklega að Hagstofu Íslands. Stofnunin byggir tölur sínar um afkomu í sjávarútvegi ársins 2015 á upplýsingum frá fyrirtækjum sem samtals eru með 88% af allri veltu í sjávarútvegi. Það er því seilst um hurð til lokunnar að véfengja áreiðanleika talna Hagstofu Íslands um afkomu í sjávarútvegi. Það er ekkert ofmælt í grein minni um góða afkomu í sjávarútvegi á síðustu árum eða sérstaklega í uppsjávarveiðum og vinnslu. Framlegðin hefur verið gríðarlega mikil og einnig hreinn hagnaður. Frá 2008 - 2015 var samanlögð framlegð í sjávarútvegi (EBITDA) á verðlagi í desember 2016 rúmlega 600 milljarðar króna. Mælt sem hlutfall af tekjum var það á bilinu 24,3% - 31%. Mælt í krónum var framlegðin á bilinu 61 - 91 milljarður króna á ári. Til marks um það hve mikið stóð eftir til þess að bæta hag fyrirtækjanna er að eigið fé sjávarútvegsfyrirtækjanna jókst um 300 milljarða króna frá árslokum 2008 til ársloka 2015. Afkoman í uppsjávarveiðum og vinnslu er sveiflukenndari en engu að síður er hún á þessu árabili síst lakari en í sjávarútveginum í heild. Alvarlegasti vandi kvótakerfisins er þjóðfélagslegar afleiðingarnar vegna samþjöppunar og einokunaraðstöðu í höndum tiltölulega fárra einstaklinga. Sjómenn hafa fengið að kenna á því óþvegið og íbúar sjávarbyggðanna hafa mátt líða óvissu, óöryggi og verðrýrnun eigna sinna auk þess að missa vinnuna. Allt vegna þeirrar stöðu að fáeinir eigendur fyrirtækja í sjávarútvegi deila og drottna í krafti einokunar á kvóta. Í uppsjávarveiðum er svo komið að 8 fyrirtæki ráða meirihluta alls kvóta á uppsjávartegundum. Þessi fyrirtæki ráða yfir 90% alls kvóta í loðnu, Íslands síld og Norður Atlantshafs síldinni, 86% af kvóta í kolmunna og 68% kvótans í makríl. Uppsjávarskipin eru aðeins um 20. Þessi fyrirtæki ráða að auki um þriðjungi af botnfiskkvótanum. Sjávarútvegur einkennist af einokun og samþjöppun auðs og valds í fárra höndum. Gífurleg verðmæti eru gefin á hverju ári þessum sjálfvalda hópi. Sjómenn, íbúar sjávarbyggðanna og þjóðin í heild líður fyrir þetta ástand. Ótímabundin sjálfvirk úthlutun veiðiheimilda er komin á endastöð og ekki undan því komist að byrja upp á nýtt. Verðmætum veiðiheimildum í eigu þjóðarinnar verður best ráðstafað með jafnræði og samkeppni að leiðarljósi sem mun tryggja henni markaðsverð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum skrifar í Fréttablaðið og véfengir tölur um góða afkomu í sjávarútvegi og sérstaklega í uppsjávarveiðum og vinnslu sem ég birti í grein minni áður. Upplýsingarnar sem ég vísaði til er allar að finna í gögnum Hagstofu Íslands og útgefnum skýrslum um hag veiða og vinnslu. Hugtökin framlegð og hreinan hagnað nota ég með sama hætti og Hagstofa Íslands. Framlegðin er tekjur að frádregnum kostnaði við öflun teknanna og Hagstofan kallar framlegðina verga hlutdeild fjármagns (EBITDA). Frá framlegðinni eru síðan dregnar afskriftir og fjármagnskostnaður. Þá stendur eftir hreinn hagnaður. Framkvæmdastjórinn segir um gögn Hagstofunnar að þau séu úrtaksgögn og lætur að því liggja að þeim sé áfátt þegar lýsa eigi afkomu í sjávarútvegi. Hann vegur ómaklega að Hagstofu Íslands. Stofnunin byggir tölur sínar um afkomu í sjávarútvegi ársins 2015 á upplýsingum frá fyrirtækjum sem samtals eru með 88% af allri veltu í sjávarútvegi. Það er því seilst um hurð til lokunnar að véfengja áreiðanleika talna Hagstofu Íslands um afkomu í sjávarútvegi. Það er ekkert ofmælt í grein minni um góða afkomu í sjávarútvegi á síðustu árum eða sérstaklega í uppsjávarveiðum og vinnslu. Framlegðin hefur verið gríðarlega mikil og einnig hreinn hagnaður. Frá 2008 - 2015 var samanlögð framlegð í sjávarútvegi (EBITDA) á verðlagi í desember 2016 rúmlega 600 milljarðar króna. Mælt sem hlutfall af tekjum var það á bilinu 24,3% - 31%. Mælt í krónum var framlegðin á bilinu 61 - 91 milljarður króna á ári. Til marks um það hve mikið stóð eftir til þess að bæta hag fyrirtækjanna er að eigið fé sjávarútvegsfyrirtækjanna jókst um 300 milljarða króna frá árslokum 2008 til ársloka 2015. Afkoman í uppsjávarveiðum og vinnslu er sveiflukenndari en engu að síður er hún á þessu árabili síst lakari en í sjávarútveginum í heild. Alvarlegasti vandi kvótakerfisins er þjóðfélagslegar afleiðingarnar vegna samþjöppunar og einokunaraðstöðu í höndum tiltölulega fárra einstaklinga. Sjómenn hafa fengið að kenna á því óþvegið og íbúar sjávarbyggðanna hafa mátt líða óvissu, óöryggi og verðrýrnun eigna sinna auk þess að missa vinnuna. Allt vegna þeirrar stöðu að fáeinir eigendur fyrirtækja í sjávarútvegi deila og drottna í krafti einokunar á kvóta. Í uppsjávarveiðum er svo komið að 8 fyrirtæki ráða meirihluta alls kvóta á uppsjávartegundum. Þessi fyrirtæki ráða yfir 90% alls kvóta í loðnu, Íslands síld og Norður Atlantshafs síldinni, 86% af kvóta í kolmunna og 68% kvótans í makríl. Uppsjávarskipin eru aðeins um 20. Þessi fyrirtæki ráða að auki um þriðjungi af botnfiskkvótanum. Sjávarútvegur einkennist af einokun og samþjöppun auðs og valds í fárra höndum. Gífurleg verðmæti eru gefin á hverju ári þessum sjálfvalda hópi. Sjómenn, íbúar sjávarbyggðanna og þjóðin í heild líður fyrir þetta ástand. Ótímabundin sjálfvirk úthlutun veiðiheimilda er komin á endastöð og ekki undan því komist að byrja upp á nýtt. Verðmætum veiðiheimildum í eigu þjóðarinnar verður best ráðstafað með jafnræði og samkeppni að leiðarljósi sem mun tryggja henni markaðsverð.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun