Freyr tilkynnir hópinn fyrir vináttuleik á morgun en England EM-hópinn á mánudaginn Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. mars 2017 17:00 Mark Sampson er ekkert að bíða með þetta. vísir/getty Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, tilkynnir á morgunn hópinn sem mætir Slóvakíu og Hollandi ytra í vináttuleikjum 6. og 11. apríl. Þetta eru síðustu skráðu vináttuleikir íslenska liðsins áður en kemur að stóru stundinni í Hollandi í júlí þar sem stelpurnar okkar hefja leik á EM á móti Frakklandi 18. júlí. Degi síðar, 19. júlí, spilar enska landsliðið sinn fyrsta leik á EM á móti Skotlandi og verður enski hópurinn tilkynntur á mánudaginn. Ekki er um að ræða hóp fyrir vináttuleiki eins og hjá íslenska landsliðinu heldur er Mark Sampson, landsliðsþjálfari Englands, búinn að velja þær 23 sem fara á EM í sumar. Sampson tilkynnir hópinn á æfingasvæði enska landsliðsins á mánudaginn heilum 107 dögum eða þremur mánuðum áður en EM hefst. Ensku stelpurnar, sem eru að fara á sitt níunda Evrópupmót og hafa lengst náð í undanúrslitin, eru auk Skota í riðli með Spáni og Portúgal. Enska liðið mætir Ítalíu í vináttuleik föstudaginn 7. apríl og Austurríki svo á heimavelli MK Dons 10. apríl. Enginn leikmaður í liðinu þarf að hafa áhyggjur af stöðu sinni í hópnum í þessum leikjum því eins og fyrr segir er þetta EM-hópurinn sem fer til Hollands í júlí. „Við höfum hugsað um þetta lengi að velja hópinn svona snemma. Þetta er eitthvað sem okkur finnst eiga eftir að skila okkur gríðarlega miklu á svona stórmóti. Við erum búin að vinna með ákveðnum hópi leikmanna í þrjú ár og vitum núna hverjir eru réttu leikmennirnir fyrir þetta verkefni,“ segir Mark Sampson. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjá meira
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, tilkynnir á morgunn hópinn sem mætir Slóvakíu og Hollandi ytra í vináttuleikjum 6. og 11. apríl. Þetta eru síðustu skráðu vináttuleikir íslenska liðsins áður en kemur að stóru stundinni í Hollandi í júlí þar sem stelpurnar okkar hefja leik á EM á móti Frakklandi 18. júlí. Degi síðar, 19. júlí, spilar enska landsliðið sinn fyrsta leik á EM á móti Skotlandi og verður enski hópurinn tilkynntur á mánudaginn. Ekki er um að ræða hóp fyrir vináttuleiki eins og hjá íslenska landsliðinu heldur er Mark Sampson, landsliðsþjálfari Englands, búinn að velja þær 23 sem fara á EM í sumar. Sampson tilkynnir hópinn á æfingasvæði enska landsliðsins á mánudaginn heilum 107 dögum eða þremur mánuðum áður en EM hefst. Ensku stelpurnar, sem eru að fara á sitt níunda Evrópupmót og hafa lengst náð í undanúrslitin, eru auk Skota í riðli með Spáni og Portúgal. Enska liðið mætir Ítalíu í vináttuleik föstudaginn 7. apríl og Austurríki svo á heimavelli MK Dons 10. apríl. Enginn leikmaður í liðinu þarf að hafa áhyggjur af stöðu sinni í hópnum í þessum leikjum því eins og fyrr segir er þetta EM-hópurinn sem fer til Hollands í júlí. „Við höfum hugsað um þetta lengi að velja hópinn svona snemma. Þetta er eitthvað sem okkur finnst eiga eftir að skila okkur gríðarlega miklu á svona stórmóti. Við erum búin að vinna með ákveðnum hópi leikmanna í þrjú ár og vitum núna hverjir eru réttu leikmennirnir fyrir þetta verkefni,“ segir Mark Sampson.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjá meira