Tesla Model Y jepplingur næsti bíll Tesla Finnur Thorlacius skrifar 27. mars 2017 10:09 Svona gæti Tesla Model Y jepplingurinn litið út. Elon Musk greindi frá því í síðustu viku að nú væri unnið að næsta bíl fyrirtækisins og að hann fái nafnið Model Y. Hann verður jepplingur, en á stærð við Model 3 bílinn sem er að fara í fjöldaframleiðslu nú. Model Y mun verða með vængjahurðir eins og Model X jeppinn. Því er hann hálfgert afsprengi Model 3 bílsins líkt og Model X var afspengi af Model S bílnum. Búast má við því að Model Y verði því ekki mikið dýrari en Model 3 bíllinn sem kosta á aðeins um 35.000 dollara. Framleiðsla Model Y er liður í því að koma framleiðslu Tesla bíla uppí 500.000 bíla á ári, en það mun ekki gerast á þessu ári líkt og fyrri áætlanir Elon Musk hljóðuðu uppá. Tesla hefur þá trú, líkt og margur annar bílaframleiðandinn, að flokkur litla jepplinga verði söluhæsti flokkur bíla í heiminum innan tíðar og í því ljósi kemur ekki á óvart að slíkur bíll verði fyrir valinu sem næsti framleiðslubíll Tesla. Búast þeir Tesla menn við því að Model Y verði söluhæsti bíll Tesla þegar sala hans hefst. Elon Musk greindi einnig frá því að framleiðsla á Model 3 með fjórhjóladrifi verði ekki hafin fyrr en á næsta ári og má búast við því að hann verði nokkru öflugri en Model 3 með rafmótorum aðeins á einum öxli. Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Innlent
Elon Musk greindi frá því í síðustu viku að nú væri unnið að næsta bíl fyrirtækisins og að hann fái nafnið Model Y. Hann verður jepplingur, en á stærð við Model 3 bílinn sem er að fara í fjöldaframleiðslu nú. Model Y mun verða með vængjahurðir eins og Model X jeppinn. Því er hann hálfgert afsprengi Model 3 bílsins líkt og Model X var afspengi af Model S bílnum. Búast má við því að Model Y verði því ekki mikið dýrari en Model 3 bíllinn sem kosta á aðeins um 35.000 dollara. Framleiðsla Model Y er liður í því að koma framleiðslu Tesla bíla uppí 500.000 bíla á ári, en það mun ekki gerast á þessu ári líkt og fyrri áætlanir Elon Musk hljóðuðu uppá. Tesla hefur þá trú, líkt og margur annar bílaframleiðandinn, að flokkur litla jepplinga verði söluhæsti flokkur bíla í heiminum innan tíðar og í því ljósi kemur ekki á óvart að slíkur bíll verði fyrir valinu sem næsti framleiðslubíll Tesla. Búast þeir Tesla menn við því að Model Y verði söluhæsti bíll Tesla þegar sala hans hefst. Elon Musk greindi einnig frá því að framleiðsla á Model 3 með fjórhjóladrifi verði ekki hafin fyrr en á næsta ári og má búast við því að hann verði nokkru öflugri en Model 3 með rafmótorum aðeins á einum öxli.
Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Innlent