Stefnt að einkarekstri í heilbrigðiskerfi Finna Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. mars 2017 07:00 Auðjöfurinn Juha Sipila er forsætisráðherra Finnlands. Stjórn hans ætlar að ráðast í breytingarnar. vísir/getty Undanfarnar vikur hafa finnskir þingmenn rætt hvort rétt sé að opna á einkarekstur í heilbrigðiskerfi landsins eður ei. Meðalaldur finnsku þjóðarinnar fer hækkandi og samhliða hækkar kostnaður sem hlýst af heilbrigðiskerfinu. Sem stendur er hann um átta milljarðar evra, andvirði tæplega 960 milljarða íslenskra króna á gengi dagsins í dag. Breytingarnar miða að því að einkaaðilar bjóði upp á heilsugæsluþjónustu og umönnun á dvalarheimilum fyrir árið 2019. Vonast stjórnvöld til þess að skera útgjöld til heilbrigðiskerfisins niður um þrjá milljarða evra fyrir árið 2030. Endurbætur á heilbrigðiskerfinu hafa lengi staðið til og verið lofað af fyrri ríkisstjórnum. Ríkisstjórn Miðflokksins, Sannra Finna og Þjóðarbandalagsins stefnir hins vegar að því að grípa til aðgerða. Forsætisráðherra landsins, Juha Sipila úr Miðflokknum, segir að breytingarnar séu nauðsynlegar til að koma á útgjaldaþaki og til að nútímavæða og bæta þjónustu fyrir íbúa landsins. Einkafyrirtæki hafa hafist handa við undirbúning verði tillögur ríkisstjórnarinnar að lögum. „Hvatar einkaaðila eru aðrir en ríkisins. Ef þjónusta þín er óskilvirk þá muntu fara á hausinn,“ segir Janne-Olli Jarvenpaa, forstjóri Mehilaien næststærstu einkareknu heilsugæslustöðva Finnlands, við Bloomberg. „Samanborið við opinbera geirann bjóðum við upp á fljótlegri meðferðir, vísum færri sjúklingum til sérfræðinga eða á sjúkrahús og viðskiptavinir okkar eru ánægðari.“ Breytingatillögur Finna taka að miklu leyti mið af breytingum nágranna þeirra í vestri. Svíar opnuðu á sambærilegan einkarekstur árið 2010. Áfangaskýrsla sænska heilbrigðisráðuneytisins um innleiðingu stefnunnar kom út í nóvember í fyrra en meðal niðurstaðna hennar er að einkafyrirtæki hafi skilað góðum hagnaði. Allir stjórnmálaflokkar Finnlands eru sammála um að endurskipuleggja þurfi heilbrigðiskerfið. Að mati stjórnarandstöðunnar er hins vegar fjölda galla að finna á frumvarpinu. Sósíaldemókratinn Tuula Haatainen segir til að mynda að það muni leiða til þess að ríkið missi stjórn á kerfinu, þjónusta muni versna, verð hækka og ólíklegt sé að nokkur sparnaður náist. Þá hafa sérfræðingar bent á að fyrirtæki muni reyna að hámarka gróða með því að ýmist bjóða of mikla eða of litla þjónustu. Bent hefur verið á að slík vandamál megi forðast með því að regluvæða verðskrár og meina fyrirtækjum að velja sér skjólstæðinga.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Finnland Norðurlönd Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Undanfarnar vikur hafa finnskir þingmenn rætt hvort rétt sé að opna á einkarekstur í heilbrigðiskerfi landsins eður ei. Meðalaldur finnsku þjóðarinnar fer hækkandi og samhliða hækkar kostnaður sem hlýst af heilbrigðiskerfinu. Sem stendur er hann um átta milljarðar evra, andvirði tæplega 960 milljarða íslenskra króna á gengi dagsins í dag. Breytingarnar miða að því að einkaaðilar bjóði upp á heilsugæsluþjónustu og umönnun á dvalarheimilum fyrir árið 2019. Vonast stjórnvöld til þess að skera útgjöld til heilbrigðiskerfisins niður um þrjá milljarða evra fyrir árið 2030. Endurbætur á heilbrigðiskerfinu hafa lengi staðið til og verið lofað af fyrri ríkisstjórnum. Ríkisstjórn Miðflokksins, Sannra Finna og Þjóðarbandalagsins stefnir hins vegar að því að grípa til aðgerða. Forsætisráðherra landsins, Juha Sipila úr Miðflokknum, segir að breytingarnar séu nauðsynlegar til að koma á útgjaldaþaki og til að nútímavæða og bæta þjónustu fyrir íbúa landsins. Einkafyrirtæki hafa hafist handa við undirbúning verði tillögur ríkisstjórnarinnar að lögum. „Hvatar einkaaðila eru aðrir en ríkisins. Ef þjónusta þín er óskilvirk þá muntu fara á hausinn,“ segir Janne-Olli Jarvenpaa, forstjóri Mehilaien næststærstu einkareknu heilsugæslustöðva Finnlands, við Bloomberg. „Samanborið við opinbera geirann bjóðum við upp á fljótlegri meðferðir, vísum færri sjúklingum til sérfræðinga eða á sjúkrahús og viðskiptavinir okkar eru ánægðari.“ Breytingatillögur Finna taka að miklu leyti mið af breytingum nágranna þeirra í vestri. Svíar opnuðu á sambærilegan einkarekstur árið 2010. Áfangaskýrsla sænska heilbrigðisráðuneytisins um innleiðingu stefnunnar kom út í nóvember í fyrra en meðal niðurstaðna hennar er að einkafyrirtæki hafi skilað góðum hagnaði. Allir stjórnmálaflokkar Finnlands eru sammála um að endurskipuleggja þurfi heilbrigðiskerfið. Að mati stjórnarandstöðunnar er hins vegar fjölda galla að finna á frumvarpinu. Sósíaldemókratinn Tuula Haatainen segir til að mynda að það muni leiða til þess að ríkið missi stjórn á kerfinu, þjónusta muni versna, verð hækka og ólíklegt sé að nokkur sparnaður náist. Þá hafa sérfræðingar bent á að fyrirtæki muni reyna að hámarka gróða með því að ýmist bjóða of mikla eða of litla þjónustu. Bent hefur verið á að slík vandamál megi forðast með því að regluvæða verðskrár og meina fyrirtækjum að velja sér skjólstæðinga.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Finnland Norðurlönd Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira